Borgarráð - Fundur nr. 4670

3

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 6. febrúar, var haldinn 4670. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Hrannar Björn Arnarsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Kristbjörg Stephensen.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 31. janúar.

2 Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 29. janúar.

3. Lögð fram fundargerð hverfisnefndar Grafarvogs frá 30. janúar.

4 Lögð fram fundargerð samstarfsráðs Kjalarness frá 1. febrúar.

5. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 31. janúar.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 5. febrúar.

7. Lögð fram fundargerð stjórnar veitustofnana frá 30. janúar.

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 25. janúar.

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 3 mál.

10. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 5. febrúar um lengri afgreiðslutíma áfengis fyrir Billiardstofu Reykjavíkur.
Borgarráð samþykkti umsögnina.

- Kl. 12.30 tók Jóna Gróa Sigurðardóttir sæti á fundinum.

11. Lögð fram tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að þak Faxaskála verði nýtt sem almenn bílastæði.
Vísað til umsagnar framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs.

12. Lagt fram bréf Borgarskipulags frá 1. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. janúar s.l. um afmörkun lóðar fyrir Waldorfgrunnskóla.
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 1. þ.m. ásamt bréfi Björns Friðfinnssonar, f.h. dómsmálaráðuneytis, dags. 14. júní 2000 varðandi lóð fyrir fangelsi norðan Suðurlandsvegar, austan Rauðavatns. Jafnframt lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 24. janúar s.l. og uppdráttur dagsettur í janúar 2001.
Samþykkt. Jafnframt samþykkt að fela skrifstofustjóra borgarverkfræðings að taka upp viðræður við dómsmálaráðuneytið um lóðaskipti, sbr. bréf Björns Friðfinnssonar, ráðuneytisstjóra, dags. 14. júní 2000.

14. Lagt fram bréf garðyrkjustjóra frá 29. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 11. s.m. um erindi skólastjóra Vinnuskólans varðandi landlistasýningu við Rauðavatn. Jafnframt lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar frá 24. f.m. um sama erindi.
Samþykkt, enda verði þess gætt að umhverfisröskun verði í lágmarki og að fullt samráð verði haft við umhverfis- og heilbrigðisnefnd um framkvæmdir á svæðinu.

15. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 5. þ.m. varðandi kaup á 1 kV og 12 kV rafstrengjum, skv. útboði.
Samþykkt að taka tilboði Ericsson Network.

16. Lagt fram bréf Smáratorgs ehf. frá 12. f.m., þar sem sótt er um framtíðarsvæði á mótum Vesturlandsvegar og Hallsvegar fyrir nýja verslunar- og þjónustumiðstöð.
Vísað til umsagnar Borgarskipulags og borgarverkfræðings.

17. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 26. f.m. um nýja gjaldskrá mælingadeildar.
Samþykkt með 4 atkv.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:

Hækkun og breyting á gjaldskrá fyrir mælingadeild leiðir til enn einnar hækkunar á gjöldum húsbyggjenda. R-listinn hefur staðið fyrir stórfelldri hækkun gatnagerðargjalda m.a. með sölu byggingarréttar í Grafarholti og bætir nú hækkun gjaldskrár mælingadeildar í þann sarp.

Borgarstjóri óskaði bókað:

Mælinga- og verkfræðifyrirtæki á almennum markaði taka að sér að veita þá þjónustu sem hér um ræðir þ.e. að mæla fyrir afsetningu á lóð og húsi. Mælingadeild borgarinnar er því komin á samkeppnismarkað og henni er ekki heimilt að niðurgreiða þá þjónustu sem hún veitir í slíkri samkeppni. Gjaldskráin verður að taka mið af raunkostnaði og við það er nú miðað í nýrri gjaldskrá. Á það skal jafnframt bent að eldri gjaldskrá er frá árinu 1977 og tekur mið af veruleika sem þá var en er að sjálfsögðu löngu breyttur.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 29. f.m., sbr. bréf skrifstofustjórans 25. s.m. um breytingar á gjaldskrá gatnagerðargjalds. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 5. þ.m. um frekari breytingar á gjaldskrá gatnagerðargjalds. Ennfremur lagt fram minnisblað borgarverkfræðings frá 22. f.m. um gatnagerðargjöld, sölu byggingarréttar og kostnað vegna gatna- og holræsagerðar í Grafarholti.
Frestað.

19. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 5. þ.m. varðandi tilboð í lagningu aðalútræsis frá hreinsistöð við Klettagarða og Sundaræsi, skv. útboði.
Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Ístaks hf.

20. Lagt fram bréf Ólafs Jónssonar, Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 31. f.m., um kaup á óskiptu landi nokkurra jarða í Ölfusi ofan fjalls.
Samþykkt.

21. Lagt fram að nýju bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 15. f.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. varðandi riftun á samningi um kaup Leikskóla Reykjavíkur á ýsuflökum, sem frestað var á fundi borgarráðs 16. janúar s.l. Jafnframt lagt fram bréf Almennu málflutningsstofunnar-Praxis sf., dags.
29. f.m., f.h. Sævers ehf. um sama efni.
Frestað.

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag, um úthlutun lóða í Grafarholti og sölu á byggingarrétti. Jafnframt lögð fram drög að úthlutunar- og útboðsskilmálum, dags. 5. febrúar.
Frestað.

23. Lagt fram bréf Ólafs Bjarnasonar frá 5. þ.m. ásamt Umhverfisáætlun Reykjavíkur, leiðin til sjálfbærs samfélags, Staðardagskrá 21.
Samþykkt.

24. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. í dag, um breytingar á efni samnings um byggingu knattspyrnuhúss í einkaframkvæmd, m.a. vegna nýtingar á skautasvelli og samreksturs skautasvells og knattspyrnuhúss.
Samþykkt. Samningurinn verði lagður fyrir stjórn Innkaupastofnunar, en jafnframt sendur íþrótta- og tómstundaráði til kynningar.

25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 5. þ.m. ásamt uppkasti að samkomulagi Reykjavíkurborgar annars vegar við Lóðarfélag Laugavegs 116-118 og Grettisgötu 87-89 og hins vegar við Fasteignir ríkissjóðs um gagnkvæm afnot af bílastæðum.
Borgarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.

26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 5. þ.m. um að Kringlan verði kjörstaður við atkvæðagreiðslu um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar 17. mars n.k. með 6 kjördeildum, auk Ráðhúss, Laugarnesskóla, Engjaskóla og Seljaskóla sem áður hafa verið samþykktir sem kjörstaðir.
Samþykkt.

27. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. í dag, um samþykkt Bæjarstjórnar Kópavogs frá 23. janúar s.l. og bókun fulltrúa Reykjavíkur í samstarfsnefnd Reykjavíkur og Kópavogs um flugvallarmál í því sambandi.

Fundi slitið kl. 15.00.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Jóna Gróa Sigurðardóttir Sigrún Magnúsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Hrannar Björn Arnarsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir