Borgarráð - Fundur nr. 4669

Borgarráð

4

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 30. janúar var haldinn 4669. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð almannavarnanefndar frá 29. desember.

2. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 29. janúar.

3. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 19. janúar.

4. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 24. janúar.

5. Lögð fram fundargerð miðborgarstjórnar frá 22. janúar.

6. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 22. janúar.

7. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 24. janúar.

8. Lögð fram fundargerð skólanefndar Kjalarness frá 16. janúar.

9. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 25. janúar.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál.

11. Lagt fram bréf menningarfulltrúa frá 25. þ.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar 24. s.m., þar sem óskað er eftir að nefndin tilnefni fulltrúa í stjórn menningarborgarsjóðs.

12. Lagt fram bréf hjúkrunarheimilisins Skjóls frá 2. þ.m. varðandi tilnefningu í fulltrúaráð 2001-2005. Samþykkt að tilnefna Helga Hjörvar, Pál Gíslason og Láru Björnsdóttur. Til vara Sigrúnu Magnúsdóttur og Ólaf F. Magnússon.

13. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 24. þ.m. um erindi Heimspekistofu Dr. Helga Pjeturss frá 15. s.m. um niðurfellingu fasteignagjalda. Borgarráð samþykkir umsögnina og er því ekki fallist á erindið.

14. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 24. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um gerð deiliskipulags á reit við Njálsgötu. Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 24. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi vegna Kirkjustéttar 1-3 og 5. Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 25. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. um breytingar á aðalskipulagi vegna Kirkjustéttar 1-3 og 5. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 29. þ.m. varðandi breytingu á skilmálum í Seljahverfi, við Gilja-, Gljúfra- og Grjótasel, sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 11. október s.l. Samþykkt.

18. Lögð fram að nýju umsögn fulltrúa borgarstjórnar frá 18. þ.m. um frumvarp til laga um réttindagæslu fatlaðra o.fl. Borgarráð samþykkir umsögnina.

19. Lagðar fram umsagnir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 18. og 26. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir eftirtalda staði:

LA Café, Laugavegi 45A, lengdur afgreiðslutími Veitingastaðinn Næsti bar, Ingólfsstræti 1A Næturklúbbinn Maxim’s, Hafnarstræti 9

Borgarráð samþykkir umsagnirnar.

20. Lagðar fram umsóknir Árnesingakórsins í Reykjavík, Ólafs Sveinssonar og Þorláks Morthens/Tolla um fjárstuðning, mótteknar í janúar 2001. Vísað til menningarmálanefndar.

21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 25. þ.m. ásamt gjaldskrá mælingadeildar borgarverkfræðings. Jafnframt lagt fram minnisblað skrifstofustjóra varðandi málið. Frestað.

22. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 29. þ.m. um bréf Guðmundar Þorsteinssonar dómprófasts frá 20. desember s.l. varðandi málefni kirkjubyggingasjóðs. Frestað.

23. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að ganga til samstarfs við Bessastaðahrepp, Garðabæ, Hafnarfjörð, Kópavog, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes um stofnun sameignarfélags/byggðasamlags um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að efla almenningssamgöngur, bæta þjónustu og auka hagkvæmni. Hlutverk félagsins/samlagsins verði að sinna almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu í umboði eigenda sinna. Félagið/samlagið starfræki almenningsvagnaþjónustu á svæðinu með einu leiðakerfi og einni gjaldskrá og leiti hverju sinni hagkvæmustu leiða í rekstri og starfrækslu. Félagið/samlagið verði samstarfsvettvangur sveitar-félaganna gagnvart ríkisvaldinu til þess að knýja á um betri rekstrarskilyrði greinarinnar. Samningum skal lokið eigi síðar en 1. mars n.k. og verður stofnsamningur lagður fyrir borgarráð til staðfestingar. Starfshópur fulltrúa framkvæmdastjóra sveitarfélaganna vinni að undirbúningi stofnunar félagsins/samlagsins. Heimilt er að ráða sérfræðinga til aðstoðar við undirbúninginn.

Greinargerð:

Félagið/samlagið verði sjálfstæður aðili með eigin stjórn og stjórnskipulag. Eignaraðild, stofnframlög, hlutdeild í rekstrarkostnaði og stjórnunarlegri aðild skulu að grunni til byggjast á einhvers konar margfeldi af íbúafjölda, fjölda farþega sem hlutfalli af íbúafjölda, núverandi fjárframlagi og akstursmagni. Höfð verði til hliðsjónar fordæmi úr hliðstæðum erlendum fyrirtækjum við ákvörðun skiptihlutfalla. Tryggt skal að ekkert sveitarfélag taki á sig meiri kostnað en nú er vegna annarra sveitarfélaga. Strætisvögnum sem aka á vegum félagsins/samlagsins verði tryggður samræmdur forgangur í umferð innan allra sveitarfélaganna. Við stofnun félagsins/samlagsins skal sérstaklega gætt réttinda núverandi starfsmanna sveitarfélaganna við almenningsvagnaþjónustu. Sérstökum samráðshópi undirbúningsnefndarinnar og fulltrúa starfsmanna verði komið á fót. Höfuðstöðvum fyrirtækisins verði fundinn staður á hentugum stað miðsvæðis í byggðaheildinni. Fyrirtækið hafi yfirumsjón með allri ferðaþjónustu fatlaðra á svæðinu.

Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Það er gagnrýnivert að samgöngunefnd skuli ekki gefinn kostur á að gefa umsögn um málið áður en borgarráð afgreiðir þessa tillögu, en skýrslan liggur nú fyrir nefndinni. Allt frá því að tillaga sjálfstæðismanna um almenningssamgöngur var lögð fram í borgarráði 26. október 1999, um samstarf Reykjavíkur við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og sameiginlegt leiðakerfi, hefur sérfræðingur á vegum borgarstjóra unnið að málinu. Skýrsla hans var lögð fram í borgarráði 16. jan. s.l. Þar kemst skýrsluhöfundur að þeirri niðurstöðu, eftir ítarlegar rannsóknir, að “félagið verði sjálfstæður aðili, með eigin stjórn og skulu stjórnskipulag, samþykktir og aðrir innviðir fyrirtækisins vera með sem líkustum hætti og í hlutafélagi”. Jafnframt er talið að útboð sé meginforsenda aukinnar hagkvæmni í rekstri. Skýrsluhöfundur mælir auk þess ekki með því að stofnað verði byggðasamlag. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að “fyrirtækið hefði til að bera flesta ef ekki alla sömu galla og við er að glíma í dag….”. Tillaga borgarstjóra um sameignarfélag/byggðasamlag sýnir að verið er að fela ágreining innan R-listans um breytingar á rekstrarformi og sneiða hjá því loforði R-listans frá 1994 um að rekstri SVR yrði ekki breytt. Skýrslan um rekstrarfyrirkomulag almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og meðferð R-listans á málinu í framhaldinu bendir til þess að nýja félagið byrji sem byggðasamlag, verði síðan gert að sameignarfélagi og að lokum að hlutafélagi.

24. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 29. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. s.m. um götuheiti í Grafarholti. Samþykkt.

25. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. í dag, sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 24. þ.m. um niðurrif ofanábyggingar á húsi við Heiðargerði. Samþykkt.

26. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, um skipan dómnefndar í hugmyndasamkeppni um skipulag lóðar fyrir tónlistarhús o.fl. Samþykkt.

27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 24. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar frá 22. s.m. um bann við bílastæðum við Hallveigarstíg að hluta. Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 24. þ.m. um breytta aðild að lóð fyrir dýraspítala við Vatnsveituveg 4. Lóðarhafi verði Dýraspítalinn í Víðidal ehf. Samþykkt.

29. Lagt fram bréf Almannavarnanefndar KMRS, ódagsett, ásamt skýrslu um áhættumat á svæði nefndarinnar. Vísað til meðferðar skrifstofustjóra borgarstjórnar varðandi umsagnir um skýrsluna.

30. Lagt fram bréf Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa, frá 29. þ.m. varðandi málefni áheyrnarfulltrúa starfsmanna SVR í samgöngunefnd.

31. Afgreidd 18 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 14.45.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Inga Jóna Þórðardóttir Hrannar Björn Arnarsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Sigrún Magnúsdóttir