Borgarráð - Fundur nr. 4668

Borgarráð

4

B O R G A R R Á Ð

Ár 2001, þriðjudaginn 23. janúar var haldinn 4668. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 17. janúar.

2. Lögð fram fundargerð hverfisnefndar Grafarvogs frá 16. janúar.

3. Lagðar fram fundargerðir menningarmálanefndar frá 10. og 17. janúar.

4. Lögð fram fundargerð miðborgarstjórnar frá 18. janúar.

5. Lögð fram fundargerð samstarfsráðs Kjalarness frá 18. janúar.

6. Lögð fram fundargerð Sorpu frá 4. janúar.

7. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 17. janúar.

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 22. janúar.

9. Lögð fram fundargerð stjórnar veitustofnana frá 16. janúar.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál.

11. Lagðar fram umsagnir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 18. og 22. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir eftirtalda staði:

Listasafn Íslands, kaffistofu, Fríkirkjuvegi 7 Næturklúbbinn Óðal Austurstræti 12A Veitingastaðinn Fitness Café, Austurstræti 8-10

Borgarráð samþykkir umsagnirnar.

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 18. þ.m. um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 9 við Bíldshöfða, sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 17. s.m. Samþykkt að auglýsa tillöguna. Jafnframt samþykkt að fela skrifstofustjóra borgarverkfræðings að fara yfir úthlutunarskilmála vegna lóðarinnar.

13. Lagt fram bréf stjórnar veitustofnana frá 16. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar 15. s.m. um reglugerð fyrir Hitaveitu Þorlákshafnar. Vísað til borgarstjórnar.

14. Lagt fram bréf stjórnar veitustofnana frá 16. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar 15. s.m. um gjaldskrá fyrir Hitaveitu Þorlákshafnar. Vísað til borgarstjórnar.

15. Lagt fram bréf stjórnar veitustofnana frá 16. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar 15. s.m. um kostnað við lagfæringu á félagsheimili starfsmanna í Elliðaárdal. Samþykkt.

16. Lagt fram bréf stjórnar veitustofnana frá 16. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar 15. s.m. um aukningu hlutafjár í Netskil hf. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf stjórnar veitustofnana frá 16. þ.m., sbr. samþykkt stjórnarinnar 15. s.m. um leigu á jarðhitaréttindum að Öndverðarnesi I. Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 17. s.m. um afturköllun á breytingu á aðalskipulagi á Gufunesi. Samþykkt.

19. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 18. þ.m. ásamt vinnureglum um afgreiðslu umsókna um breytta notkun á skilgreindum götusvæðum samkvæmt þróunaráætlun, sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 17. s.m. Samþykkt.

20. Lögð fram umsögn aðstoðarmanns borgarlögmanns frá 19. þ.m. um að fallið verði frá forkaupsrétti vegna Vindheima á Kjalarnesi. Samþykkt.

21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 18. þ.m. varðandi Staðardagskrá 21; vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 18. þ.m. Vísað til umhverfis- og heilbrigðisnefndar.

22. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 22. þ.m. um tilboð í gatnagerð og lagnir í Grafarholti, 8. áfanga. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Jarðvéla sf.

23. Lögð fram umsögn fulltrúa borgarstjórnar frá 18. þ.m. um frumvörp til laga um réttindagæslu fatlaðra, Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins og um breytingu á lögum um vinnumarkaðsaðgerðir nr. 13/1997. Frestað.

24. Lagt fram bréf forstöðumanns kjaraþróunardeildar frá 21. þ.m. varðandi kjarasamning við Kennarasamband Íslands; heimild til nýtingar gr. 15.2 um breytingar á röðun í launaflokka. Samþykkt.

25. Lagt fram bréf forstöðumanns kjaraþróunardeildar frá 21. þ.m. um greiðslur uppbótar á kauptaxta þar til nýr kjarasamningur verður gerður. Samþykkt.

26. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 22. þ.m. varðandi umsóknir um starf fjárhagsáætlunarfulltrúa. Samþykkt að ráða Bjarna Frey Bjarnason í starfið.

27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 16. þ.m. varðandi umsókn Sambíóanna um lóð í Spönginni. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

28. Lögð fram skýrsla formanns undirbúningsnefndar um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar; Borgaralýðræði og borgarskipulag, dags. í janúar 2001.

- Kl. 13.55 vék Steinunn Valdís Óskarsdóttir af fundi og Helgi Hjörvar tók þar sæti.

Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að atkvæðagreiðsla fari fram meðal almennings í borginni um framtíð innanlandsflugvallar í Vatnsmýrinni 17. mars n.k. Þá samþykkir borgarráð að sunnudaginn 18. febrúar verði efnt til opins fundar, kynningar og umræðu um þessi mál, sem samkvæmt samkomulagi við Ríkisútvarpið-Sjónvarp verði sjónvarpað um land allt. Tilnefni meirihluti og minnihluti borgarstjórnar einn fulltrúa hvor til þess að vinna með stýrihópi að skipulagi fundarins.

Fyrri hluti tillögunnar samþykktur með 4 samhlj. atkv. Borgarráð samþykkir síðari hluta tillögunnar.

29. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 19. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 17. s.m. um stefnumótun í málefnum útlendinga.

30. Lagt fram bréf byggingadeildar frá 22. þ.m. um viðbyggingu við Foldaskóla ásamt teikningum. Samþykkt.

31. Lagt fram bréf borgarminjavarðar frá 23. þ.m. um fornleifarannsóknir við Aðalstræti ásamt verksamningi við Fornleifastofnun Íslands, dags. í janúar 2001. Jafnframt lagt fram rit European Association of Archaeologists, dags. 2000 um fornleifauppgröft í borgum. Verksamningurinn samþykktur með 4 samhlj. atkv.

32. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að flutt verði gömul hús í Hljómskálagarðinn, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. janúar s.l. Vísað til umsagnar menningarmálanefnda og umhverfis- og heilbrigðisnefndar.

33. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um útibú Borgarbókasafns í Árbæjarhverfi, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. þ.m. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi breytingartillögu:

Tillagan hljóði svo:

Borgarráð samþykkir að fela borgarbókaverði, byggingadeild borgarverkfræðings og Borgarskipulagi að skoða með hvaða hætti er hentugt og hagkvæmt að koma fyrir útibúi Borgarbókasafns í Árbæjarhverfi.

Samþykkt.

34. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 22. þ.m. varðandi námskeiðin Brautargengi. Borgarráð samþykkir aðild að námskeiðum á árinu 2001, en afstaða verði tekin til fjárveitinga þegar fjallað verður um styrki borgarráðs.

35. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 18. þ.m. varðandi ráðstöfun á leigurétti lóðar nr. 2 við IV götu við Rauðavatn. Samþykkt.

Fundi slitið kl. 15.50.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Inga Jóna Þórðardóttir Hrannar Björn Arnarsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Sigrún Magnúsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Helgi Hjörvar