Borgarráð - Fundur nr. 4665

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2000, föstudaginn 29. desember, var haldinn 4665. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Guðlaugur Þór Þórðarson, Helgi Hjörvar, Helgi Pétursson, Hrannar Björn Arnarsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð Bláfjallanefndar frá 14. desember.

2. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 18. desember.

3. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 15. desember.

4. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 13. desember.

5. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 20. desember.

6. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 20. desember.

7. Lagðar fram fundargerðir skólanefndar Klébergsskóla frá 30. maí og 22. júní.

8. Lögð fram fundargerð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 1. desember.

9. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 14. desember.

10. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 21. desember.

11. Lögð fram fundargerð Vinnuskólans frá 14. desember.

12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslu erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál.

13. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 20. s.m. um aksturæfingasvæði við Gufunesveg. Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 20. s.m. um miðborgina, þróunaráætlun og mótun umhverfis. Samþykkt með 6 samhlj. atkv. (Hrannar Björn Arnarsson sat hjá).

- Kl. 12.40 tók Gunnar Eydal við fundarritun.

15. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 20. s.m. um breytingu á aðalskipulagi reits sem afmarkast af Sólvallagötu, Ánanaustum, Holtsgötu og Framnesvegi. Samþykkt.

16. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 20. s.m. um auglýsingu deiliskipulags Stjórnarráðsreits. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf stjórnar veitustofnana frá 20. þ.m. varðandi samþykkt stjórnarinnar 19. s.m. um hlutafjáraukningu í Þórsbrunni. Samþykkt.

18. Lagður fram dómur Hæstaréttar nr. 156/2000, Ólöf Björg Einarsdóttir gegn Reykjavíkurborg.

19. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 18. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs um skipan 3ja manna starfshóps um húsnæðismál. Samþykkt.

20. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 12. þ.m. ásamt samningi við stjórn Leikfélags Reykjavíkur um fjármál, eignarhluta í Borgarleikhúsinu og framtíðarrekstur hússins, dags. 6. s.m. Samþykkt með 4 samhlj. atkv.

21. Lagt fram bréf forstöðumanns Miðgarðs frá 18. þ.m., sbr. samþykkt hverfisnefndar Grafarvogs 15. s.m. varðandi umsagnarhlutverk nefndarinnar.

22. Lagður fram úrskurður umhverfisráðuneytis frá 22. þ.m. varðandi mat á umhverfisáhrifum vegna Hallsvegar, sbr. bréf ráðuneytisins, dags. 27. s.m.

23. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs frá 27. þ.m. um kaup á bakhúsi að Hverfisgötu 14. Samþykkt.

24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlits frá 27. þ.m. um skipan samráðsnefndar til viðræðna við fulltrúa Kópavogskaupstaðar um skipulags- og umhverfismál. Samþykkt.

25. Lagt fram bréf embættis borgarverkfræðings frá 28. þ.m. ásamt Staðardagskrá 21, sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 21. s.m. Frestað.

26. Lögð fram greinargerð samstarfsnefndar um málefni nýbúa ásamt stefnumörkun um fjölmenningarlegt samfélag. Frestað.

27. Lagt fram bréf forstjóra SVR frá 18. þ.m. varðandi heimild til að bjóða út kaup á 25 strætisvögnum til afhendingar árin 2002-2004.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að í útboði á strætisvögnum verði könnuð kaup á tveimur vögnum sem nota metangas.

Tillögunni vísað til umsagnar forstjóra SVR. Borgarráð samþykkir erindi forstjóra SVR.

28. Lagt fram bréf borgarritara, dags. í dag, varðandi umsóknir um starf framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs ásamt tillögu vinnuhóps sem falið var að fara yfir umsóknir. Samþykkt með 4 samhlj. atkv. að ráða Kristínu A. Árnadóttur í starfið.

29. Lagt fram bréf fjárhagsáætlunarfulltrúa frá 28. þ.m., þar sem hann segir starfi sínu lausu.

30. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, dags. í dag, varðandi tilboð í jarðvinnu við byggingu nýrra höfuðstöðva Orkuveitunnar. Samþykkt að taka tilboði Háfells ehf.

31. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 28. þ.m. varðandi kjörstaði við atkvæðagreiðslu um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Samþykkt. Jafnframt samþykkt að fela skrifstofu borgarstjórnar að kannaðir verði möguleikar á kjörstað í Kringlunni.

32. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. í dag, varðandi athuganir á innanlandsflugi fyrir höfuðborgarsvæðið.

Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Samkvæmt framlögðu minnisblaði borgarverkfræðings, dags. í dag, er á vegum samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins enn unnið að athugunum á möguleikum varðandi staðsetningu flugvallar fyrir áætlunarflug innanlands og áhrifum á skipulag svæðisins. Fram kemur að til skoðunar er nýr kostur þar sem gert er ráð fyrir nýrri AV aðalabraut á fyllingu í Skerjafirði sem tengist núverandi NS braut sem þá verði styttri og um yrði minni umferð. Stefnt verði að því að gögn málsins verði lögð fram í borgarráði 9. janúar n.k. Í ljósi þess að ofangreindar athuganir eru mikilvægar forsendur sem liggja þurfa fyrir þegar ákvörðun er tekin um valkosti í almennri atkvæðagreiðslu er lagt til að ákvörðun um dagsetningu atkvæðagreiðslu verði tekin á þeim sama fundi.

Samþykkt með 4 samhlj. atkv.

33. Lagt fram bréf embættis borgarverkfræðings frá 28. þ.m. ásamt greinargerð starfshóps um stefnu í umhverfismálum, dags. 21. s.m.

34. Lögð fram umsögn borgarverkfræðings frá 28. þ.m. varðandi fyrirheit til Bílabúðar Benna og Ræsis hf. um lóðir í Hádegismóum og Smálöndum. Samþykkt.

35. Lagður fram kjarasamningur við Múrarafélag Reykjavíkur, dags. 21. þ.m. Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

36. Lagður fram kjarasamningur við Sveinafélag pípulagningarmanna, dags. 21. þ.m. Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

37. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlits, dags. í dag, sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 21. þ.m. varðandi gjaldskrá fyrir sorphirðu í Reykjavík. Jafnframt lagt fram að nýju bréf gatnamálastjóra, dags. 20. s.m. ásamt drögum að gjaldskrá. Samþykkt með 4 samhlj. atkv.

38. Afgreidd 6 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 15.40.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Jóna Gróa Sigurðardóttir Hrannar Björn Arnarsson
Guðlaugur Þór Þórðarson Helgi Hjörvar
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Helgi Pétursson