Borgarráð - Fundur nr. 4662

Borgarráð

Ár 2000, þriðjudaginn 5. desember, var haldinn 4662. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskardóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir félagsmálaráðs frá 22. og 29. nóvember.

2. Lagðar fram fundargerðir fræðsluráðs frá 6. og 20. nóvember.

3. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 4. desember.

4. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 29. nóvember.

5. Lögð fram fundargerð miðborgarstjórnar frá 27. nóvember.

6. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 27. nóvember.

7. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 29. nóvember.

8. Lögð fram fundargerð skólanefndar Kjalarness frá 7. nóvember.

9. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 4. desember. 16. lið frestað þar til síðar á fundinum.

10. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 23. nóvember.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslu erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál.

12. Lagðar fram umsagnir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 27. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir eftirtalda staði:

Kaffi Strætó ehf., Þönglabakka 4 Veitingastaðinn Pítuna, Skipholti 50C Veitingastaðinn Café Díma ehf., Ármúla 21 Borgarráð samþykkir umsagnirnar.

13. Lagður fram dómur Hæstaréttar frá 30. f.m. í máli nr. 295/2000, Brynjólfur Jósteinsson og Gyða Brynjólfsdóttir gegn Reykjavíkurborg.

14. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 29. þ.m. um tækifærisleyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Café Gróf, Aðalstræti 10. Borgarráð samþykkir umsögnina og fellst því ekki á leyfisveitingu.

15. Lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og Ökukennarafélags Íslands frá 30. f.m. um lóð undir akstursæfingasvæði við Gufunesveg, kostnað borgarinnar við að gera lóðina byggingarhæfa o.fl. Jafnframt lögð fram yfirlýsing dómsmálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra tryggingafélaga, Vegagerðarinnar og Ökukennarafélagsins, dags. s.d., varðandi málið. Borgarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.

16. Lagt fram bréf stjórnar Samtaka um betri byggð frá 1. þ.m. varðandi aðkomu að stefnumótun við endurskoðun aðalskipulags. Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

17. Lagt fram bréf jafnréttisráðgjafa frá 27. f.m. ásamt ályktunum landsfundar jafnréttisnefnda.

18. Lagt fram bréf Halls Hallssonar frá 27. f.m. um fjárstuðning vegna leiðangurs Haraldar Arnar Ólafssonar og Ingþórs Bjarnasonar á Norðurpólinn. Samþykktur fjárstuðningur, kr. 300.000.

19. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 29. f.m., sbr. samþykkt leikskólaráðs s.d. um 3,5% hækkun á rekstrarstyrkjum til einkarekinna leikskóla. Samþykkt.

20. Lagt fram bréf nemenda í 6.E í Melaskóla um dag friðar 1. janúar 2001. Samþykkt.

21. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 4. þ.m. varðandi húsdýrahald í Viðey. Vísað til umsagnar borgarlögmanns og staðarhaldara í Viðey. Jafnframt vísað til menningarmálanefndar til kynningar.

22. Lögð fram drög að upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar og verklagsreglum, dags. 4. þ.m.

23. Lagðar fram tillögur sérfræðihóps til undirbúnings almennrar atkvæðagreiðslu um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Frestað.

24. Borgarráð leggur til við borgarstjórn að Hrannar B. Arnarsson taki sæti varamanns í íþrótta- og tómstundaráði.

25. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 30. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 29. s.m. um auglýsingu breytingar á deiliskipulagi við Langarima og nágrenni. Samþykkt.

26. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 4. þ.m. um sölu eignarhluta í fjölbýlishúsinu Grandavegi 47. Samþykkt.

27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 29. f.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 27. s.m. varðandi bílastæði við Garðastræti. Samþykkt með 4 samhlj. atkv.

28. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 29. f.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 27. s.m. um bann við að leggja bílum við Dalsel. Samþykkt.

29. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 1. þ.m. um kaup á landskika úr jörðinni Keldum. Samþykkt.

30. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 30. f.m. varðandi verðlagningu byggingarréttar atvinnuhúsnæðis í Grafarvogi vegna breytinga á skipulagi að ósk lóðarhafa. Samþykkt með 4 samhlj. atkv.

31. Lagt fram bréf viðræðunefndar Reykjavíkurborgar, Knattspyrnufélagsins Vals og Ungmennafélagsins Fjölnis frá 4. þ.m. um árangur viðræðna við félögin um hugsanlega sameiningu og framhald málsins. Borgarráð samþykkir niðurstöðu viðræðuaðila.

32. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 29. f.m. um 30 km svæði í Norðurmýri. Vísað til samgöngunefndar.

33. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 4. þ.m. varðandi samstarf Reykjavíkur og Kópavogs um umhverfismál og skipulag stofn- og tengibrauta í nágrenni Elliðavatns. Samþykkt.

34. Lögð fram umsögn embættis borgarverkfræðings frá 4. þ.m. um tillögu að matsáætlun 1. áfanga Sundabrautar. Borgarráð samþykkir umsögnina.

35. Lagt fram að nýju bréf stjórnar veitustofnana frá 21. f.m. um stofnun undirbúningsfélags í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, Línu.Nets og Íslandsbanka-FBA á sviði fjarskipta. Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Við teljum rétt að ítreka að undirbúningsfélaginu er eingöngu ætlað að starfa á erlendum markaði. Jafnframt leggjum við áherslu á að þátttaka í einstökum verkefnum og frekari skuldbindingar komi til afgreiðslu í borgarráði.

36. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Hvað veldur því að staða framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs hefur enn ekki verið auglýst?

37. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 13. f.m. varðandi breytingu á sorphirðugjaldi frá næstkomandi áramótum. Samþykkt með 4 samhlj. atkv.

38. Lögð fram greinargerð um framkvæmdir borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar árið 2000. Vísað til borgarstjórnar.

39. Rætt um verkstöðu mála varðandi tónlistar- og ráðstefnuhús.

40. Lagður fram 16. liður fundargerðar stjórnar Innkaupastofnunar frá 4. þ.m.; frestað fyrr á fundinum. Jafnframt lagt fram bréf Fornleifafræðistofunnar, dags. í dag, varðandi uppgröft í miðborginni. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram tillögu um að verkið verði boðið út. Afgreiðslu tillögunnar ásamt 16. lið fundargerðar stjórnar Innkaupastofnunar frestað.

41. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að hefja undirbúning þess, að Miðbæjarskólinn verði á nýjan leik nýttur sem skólahúsnæði fyrir grunnskóla. Settur verði á laggirnar þriggja manna starfshópur, sem hafi það verkefni með höndum að kanna nýtingarmöguleika húsnæðisins og jafnframt að skoða valkosti við rekstur væntanlegs skóla. Ennfremur verði hópnum falið það verkefni að fara yfir rekstur Fræðslumiðstöðvar, kanna hvaða verkefni stofnunarinnar megi fela grunnskólum borgarinnar og gera tillögur um umfang skrifstofurekstrarins og rýmisþörf.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi frávísunartillögu:

Tillaga sjálfstæðismanna um að grunnskóla verði komið á laggirnar í Miðbæjarskólanum er bæði ótímabær og illa ígrunduð. Engar spár liggja fyrir um fjölgun grunnskólabarna á miðborgarsvæðinu á næstu árum eða þörf fyrir aukið skólarými. Meðan svo er ekki er ekki tímabært að taka ákvarðanir um nýtt skólahúsnæði á svæðinu né nýtingu Miðbæjarskólans gamla í því samhengi. Þá ber að hafa í huga að Miðbæjarskólinn, sem nú hýsir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, er barn síns tíma og uppfyllir húsnæðið og umhverfi þess ekki þær kröfur sem gerðar eru til skóla í dag. Nægir í því sambandi að benda á að engin lóð er við húsið sem stendur við eina aðalumferðaræð borgarinnar, Lækjargötuna. Mengun sem af því hlýst og þetta aldargamla húsnæði er ekki varið gegn, bæði hljóð- og loftmengun, er yfir þeim mörkum sem boðleg eru í nýjum barnaskólum.

Borgarráð samþykkir því að vísa tillögu D-lista frá en samþykkir jafnframt að fela Fræðslumiðstöð í samvinnu við Borgarskipulag að áætla hver áhrif bygging nýrra íbúða á Eimskipafélagsreit/í Skuggahverfi kann að hafa með tilliti til fjölgunar skólabarna og hvernig mæta megi fjölgun þeirra á miðborgarsvæðinu.

Þá samþykkir borgarráð að vísa frá þeim hluta tillögu D-lista er snýr að breyttri starfsemi Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur þar eð skipulag hennar hefur nýverið verið endurskoðað. Fræðsluráð hefur nýlega fjallað um breytingar á starfsemi Fræðslumiðstöðvarinnar og þá höfðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks alla möguleika á að koma hugmyndum sínum á framfæri. Það skýtur skökku við að tillaga um breytingar á skipulagi Fræðslumiðstöðvar komi fram hér í borgarráði nú þegar aðeins rúmur mánuður er síðan borgarráð samþykkti nýtt skipurit án athugasemda af hálfu D-listans. Frávísunartillagan samþykkt með 4 atkv. gegn 3.

42. Borgarráð samþykkir að vísa til borgarstjórnar svohljóðandi tillögu um verkefni framtalsnefndar:

Framtalsnefnd er falið að fjalla um breytingar og leiðréttingar á útsvörum eftir umsóknum skv. 25. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og að fjalla um breytingar og leiðréttingar á eldri útsvörum með sama hætti og verið hefur. Jafnframt er framtalsnefnd falið að athuga framtöl lífeyrisþega, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga og taka ákvörðun um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatta efna- og tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega á grundvelli samþykktar borgarráðs um tekjuviðmiðun fyrir hvert ár, sbr. einnig samþykkt borgarráðs 27. júlí 1972. Með tilvísun til 87. gr. vatnalaga nr. 15/1923, sbr. einnig lög nr. 137/1995 um heimild sveitarstjórnar til að lækka eða fella niður holræsagjald, sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða er framtalsnefnd með sama hætti falið að taka ákvörðun um lækkun eða niðurfellingu gjaldsins á grundvelli samþykktar borgarráðs um tekjuviðmiðun. Samþykkt þessi sem til þessa hefur verið til eins árs í senn er ótímabundin og gildir þar til annað kann að verða ákveðið.

43. Borgarráð leggur til við borgarstjórn að eftirtaldir aðilar verði kosnir í framtalsnefnd til eins árs:

Rúnar Geirmundsson Þuríður Jónsdóttir Ragnheiður Sigurjónsdóttir Björn Þórhallsson Haraldur Blöndal

Til vara:

Kristinn Karlsson Áslaug Þórisdóttir Ragnar Ólafsson Sigurður Guðmundsson Hrund Hafsteinsdóttir

44. Svofelldum breytingartillögum við frumvarp að fjárhagsáætlun vísað til borgarstjórnar.

Stjórn borgarinnar:

Borgarendurskoðun Í stað 42.000 komi 44.000

Skipulags og byggingarmál:

Byggingarfulltrúi Í stað 65.800 komi 69.050 Ófyrirséð Í stað 0 komi 3.000 Hugmyndasamkeppni Í stað 0 komi 6.000

Menningarmál: Borgarskjalasafn Í stað 35.600 komi 29.000 Ljósmyndasafn Í stað 22.500 komi 21.300 Árbæjarsafn, fornleifauppgröftur Í stað 66.400 komi 98.400 Skrifstofa menningarmála Í stað 9.700 komi 14.364 Viðey Í stað 26.400 komi 21.736 Menningarmál - óskipt Í stað 0 komi 10.000 Leikfélag Reykjavíkur Í stað 170.000 komi 180.000

Leikskólar Reykjavíkur: Stofnstyrkir Í stað 8.000 komi 0 Rekstrarstyrkir einkarekinna leikskóla Í stað 120.000 komi 130.000

Rekstur eigna: Rekstur fasteigna Í stað 80.943 komi 87.906

Önnur útgjöld: Stjórnendafræðsla Í stað 0 komi 7.000 Borgarfræðasetur Í stað 6.000 komi 5.000 Útgáfur, kynningar og rannsóknir Í stað 26.800 komi 28.800

Hreinlætismál: Sorphreinsun Í stað -75.000 komi -95.000

Framlög: Framlag til SVR Í stað 611.000 komi 621.000 Framlag til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins Í stað 313.172 komi 329.172

Eignabreytingar:

Tekjur: Afgangur samkvæmt rekstraráætlun Í stað -5.135.464 komi -5.054.051

Byggingaframkvæmdir: B1104 Fræðslumál - Víkurskóli Í stað 180.000 komi 200.000 B1104 Fræðslumál - Laugalækjarskóli Í stað 6.000 komi 26.000 B1105 ÍTR - Laugardalslaug Í stað 40.000 komi 80.000 B1105 ÍTR - Knattspyrnuhús Í stað 200.000 komi 15.000 B1103 Menningarmál - Tónlistar- og ráðstefnuhús Í stað 0 komi 32.000 B1106 Leikskólar - Klettaborg Í stað 25.000 komi 0 B1106 Leikskólar - Furuborg Í stað 0 komi 25.000

Auknar tekjufærðar eftirstöðvar og / eða hreyfingar skammtímaskulda Í stað 154.464 komi 146.051

45. Vísað er til 42. liðar fundargerðar borgarráðs frá 14. f.m., þar sem starfsáætlunum er vísað til borgarstjórnar og jafnframt lögð fram bréf einstakra forstöðumanna varðandi breytingartillögur til borgarráðs við frumvarp að fjárhagsáætlun 2001. Borgarráð fellst ekki á aðrar breytingar á frumvarpi að fjárhagsáætlun en borgarráð-borgarstjórn hefur afgreitt sérstaklega, sbr. m.a. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 14.f.m., undirliði merkta II og III, sbr. 13. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 16.nóvember og 44. lið þessarar fundargerðar.

Fundi slitið kl. 15.50.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Inga Jóna Þórðardóttir Hrannar Björn Arnarsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Sigrún Magnúsdóttir