Borgarráð - Fundur nr. 4651

Borgarráð

Ár 2000, þriðjudaginn 17. október, var haldinn 4651. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir fræðsluráðs frá 2. og 9. október.

2. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 13. október.

3. Lagðar fram fundargerðir menningarmálanefndar frá 27. september og 11. október.

4. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 11. október.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 16. október.

6. Lagðar fram fundagerðir stjórnar Slökkviliðs höfðuðborgarsvæðisins bs. frá 2. og 20. júní, 28. júlí, 4. og 29. september og 6. október.

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 5. október.

8. Lögð fram fundargerð stjórnar veitustofnana frá 11. október.

9. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 12. október.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar um afgreiðslu erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál.

11. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 10. þ.m., þar sem tilkynnt er að Reynir Þór Sigurðsson hafi óskað lausnar frá störfum sem varamaður í fræðsluráði vegna brottflutnings. Samþykkt að leggja til við borgarstjórn að Arngrímur Viðar Ásgeirsson taki sæti hans í ráðinu.

12. Borgarráð samþykkir að tilnefna Ingvar Sverrisson í skólanefnd Fjölbrautaskólans í Breiðholti í stað Brynjólfs Þórs Guðmundssonar sem lætur af störfum vegna brottflutnings.

13. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sorpu frá 6. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Sorpu 5. s.m. um kaup á hlutabréfum í Kjötmjöli ehf.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 16. þ.m. varðandi viðaukatillögu við ákvæði til bráðabirgða við samþykkt fyrir samgöngunefnd. Vísað til borgarstjórnar.

15. Lagt fram að nýju bréf skipulagsstjóra frá 13. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 11. s.m., þar sem lagst er gegn framlengingu leigusamnings um lóðina Stjörnugróf 18 að svo stöddu. Jafnframt lögð fram greinargerð Atla Gíslasonar hrl., f.h. eigenda Gróðarstöðvarinnar Markar, Stjörnugróf 18, varðandi málið. Frestað.

16. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 16. þ.m. um umsókn íþrótta- og tómstundaráðs um tækifærisleyfi til áfengisveitinga í Laugardalshöll 21. þ.m. Borgarráð samþykkir umsögnina.

17. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um athafnasvæði fyrir Skotfélag Reykjavíkur, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. þ.m.

18. Lagt fram að nýju bréf Borgarskipulags frá 10. þ.m. ásamt tillögu að stefnumörkun að þróunaráætlun fyrir hafnarsvæði miðborgarsvæðis. Jafnframt lagður fram 7. liður fundargerðar hafnarstjórnar frá 9. þ.m., sbr. afgreiðslu hafnarstjórnar á umsögn hafnarstjóra um þróunaráætlun, dags. s.d. Þá er lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. í dag, varðandi málið. Borgarráð samþykkir tillöguna.

19. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 16. þ.m., þar sem lagt er til að menningarmálanefnd sinni því menningarstarfi sem Hässelbystofnunin í Svíþjóð gegndi áður. Samþykkt.

20. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 9. þ.m. ásamt umsögn um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Jafnframt lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. í dag. Frestað. Sigrún Magnúsdóttir vék af fundi við meðferð málsins.

21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 12. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar veitustofnana 11. s.m. um niðurstöður dómnefndar í samkeppni um hönnun höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur.

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 12. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar veitustofnana 11. s.m. um hlutafjáraukningu í Spani hf. og Egíró á Íslandi hf. og kaup á hlutafé í Netís hf. Samþykkt.

23. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 16. þ.m. um framlag til byggingar stúdentagarða að fjárhæð kr. 15.122.311. Samþykkt.

- Kl. 14.30 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi.

24. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 16. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 11. s.m. um umferðarskipulag Hringbrautar. Samþykkt.

25. Lagt fram bréf skipulagsstjóra, dags. í dag, ásamt drögum að umsögn um tillögu að svæðisskipulagi, dags. s.d. Frestað.

26. Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra frá 9. þ.m. varðandi breytingar á fjárhagsrömmum fyrir árið 2001, sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. maí s.l. Samþykkt með 4 samhlj. atkv.

27. Lagðar fram að nýju leikreglur varðandi gerð fjárhagsáætlunar, dags. 10. þ.m. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir ferli fjárhagsáætlunar frá 16. þ.m. Samþykkt.

28. Lagt fram bréf kjaraþróunardeildar, dags. í dag, varðandi breytingar á reglum um launalaust leyfi. Samþykkt.

29. Afgreidd 22 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 15.30.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Inga Jóna Þórðardóttir Helgi Hjörvar
Jóna Gróa Sigurðardóttir Sigrún Magnúsdóttir
Hrannar Björn Arnarsson