Ár 2000, þriðjudaginn 3. október, var haldinn 4649. fundur
borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.
12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Hrannar Björn Arnarsson,
Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir,
Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð byggingarnefndar frá 28. september.
2. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 29. september.
3. Lögð fram fundargerð hverfisnefndar Grafarvogs frá 25.
september.
4. Lagðar fram fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs frá 22.
september og
2. október.
5. Lögð fram fundargerð miðborgarstjórnar frá 25. september.
6. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um lögreglumálefni frá 28.
september.
7. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 2. október.
8. Lögð fram fundargerð stjórnar SVR frá 25. september.
9. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 28.
september.
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar um
embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál.
11. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 142/2000,
skaðabótamál.
12. Lagt fram bréf aðstoðarmanns borgarlögmanns frá 1. þ.m.
varðandi endurgerð og færslu Njarðargötu í Vatnsmýri, sbr. bréf
Skipulagsstofnunar 11. f.m. Álit aðstoðarmanns borgarlögmanns er að
framkvæmdin sé ekki háð umhverfismati samkvæmt lögum.
Samþykkt.
13. Lögð fram umsögn aðstoðarmanns borgarlögmanns frá 2. þ.m.
varðandi stjórnsýslukæru vegna mislægra gatnamóta á
Reykjanesbraut.
Borgarráð samþykkir umsögnina.
14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 29. f.m.,
þar sem lagt er til að borgarráð falli frá forkaupsrétti íbúðahúsalóða nr.
2-20, jöfn númer, við Grænlandsleið.
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 2. þ.m., þar
sem lagt er til að Íslenskri erfðagreiningu ehf. verði úthlutað
byggingarrétti á lóð nr. 8 við Sturlugötu.
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt
skipulags og umferðarnefndar 27. f.m. um lóðarstækkun að
Malarhöfða 8.
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf undirbúningsnefndar um kosningu vegna flugvallar
frá 29. f.m. varðandi framlengingu umboðs.
Samþykkt að framlengja umboð nefndarinnar til 1. desember n.k.
18. Lagt fram bréf skipulagsstjóra, dags. í dag, um verkefnið Borgir
án bíla, Evrópudagur 22. september 2000.
19. Lagt fram bréf aðstoðarmanns borgarstjóra og framkvæmdastjóra
þróunar- og fjölskyldusviðs frá 29. f.m. um aðild Reykjavíkurborgar
að verkefninu
Cities of Tomorrow.
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag,
um afnotaheimild eiganda Skeljatanga 1 af aðliggjandi lóðarskika til
ræktunar.
Samþykkt.
21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa
Sjálfstæðisflokks:
Ljóst er að gatnakerfi borgarinnar annar ekki þeim mikla
umferðarþunga sem er á álagstímum. Mikið ófremdarástand hefur því
skapast af þeim sökum og má búast við að ástandið versni enn þegar
kemur fram á vetur. Mikilvægt er að borgaryfirvöld leiti allra leiða til
að tryggja öruggari og greiðari umferð fólks um borgina.
Borgarráð samþykkir því að leita eftir samstarfi við skóla, stofnanir og
fyrirtæki í borginni til að kanna hvernig betur megi dreifa umferðarálagi
á háannatímum. Sérstökum starfshópi með fulltrúum umferðardeildar
borgarverkfræðings ásamt fulltrúum ofangreindra aðila verði falið að
vinna að málinu eins fljótt og kostur er.
Frestað.
Fundi slitið kl. 13.45.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Inga Jóna Þórðardóttir Hrannar Björn Arnarsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Sigrún Magnúsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir