Borgarráð - Fundur nr. 4646

Ár 2000, þriðjudaginn 12. september, var haldinn 4646. fundur
borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.
12.00. Viðstaddir voru Sigrún Magnúsdóttir, Helgi Hjörvar, Hrannar
Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir,
Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 8. september.

2. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 11. september.

3. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 6. september.

4. Lögð fram fundargerð hverfisnefndar Grafarvogs frá 28. ágúst.

5. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 6. september.

6. Lögð fram fundargerð skipulags- og umferðarnefndar frá 11.
september.

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 11.
september.

8. Lagðar fram fundargerðir stjórnar SVR frá 8. maí, 5. júní, 3. júlí og
4. september.

9. Lögð fram fundargerð stjórnar veitustofnana frá 6. september.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar um afgreiðslur
erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál.

11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar 11. þ.m. um stefnu varðandi
íbúðasvæði og hafnarsvæði vegna þróunaráætlunar miðborgar; vísað
til borgarráðs að því er varðar íbúðasvæði.
Vísað til frekari meðferðar skipulags- og umferðarnefndar.

12. Lögð fram ný drög Borgarskipulags að stefnumörkun og
greinargerð um verslun og uppbyggingu í tengslum við þróunaráætlun
miðborgar, dags.
12. þ.m., sbr. einnig 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. ágúst s.l.
Frestað.

13. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag,
varðandi áminningu til veitingastaðarins Bláa engilsins. Jafnframt lagt
fram að nýju bréf fulltrúa á skrifstofu borgarstjórnar frá 4. þ.m.
varðandi málið.
Samþykkt með 4 samhlj. atkv.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 6. þ.m., sbr.
samþykkt forsvarsmanna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 4. s.m.
um stofnun og rekstur Alþjóðahúss.
Frestað.

15. Lagt fram að nýju bréf fulltrúa borgarlögmanns frá 23. f.m.
varðandi stofnun hlutafélags um byggingu og rekstur fjölnota íþrótta-
og sýningarhúss í Laugardal.
Samþykkt; drög að samningi um rekstur hússins verði lagður fyrir
borgarráð.

16. Lagt fram bréf skipulagsstjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar 11. þ.m. um auglýsingu breytinga á
deiliskipulagi vegna Eggertsgötu 24.
Samþykkt.

- Kl. 13.50 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi.

17. Lagt fram bréf skipulagsstjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar 11. þ.m. varðandi deiliskipulag
Vatnsendalands.
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skipulagsstjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar 11. þ.m. um aðgerðir vegna bíllauss
dags í Reykjavík
22. september n.k. og aukafjárveitingu í þeim efnum.
Borgarráð samþykkir tillögu um tilhugun með 4 samhlj. atkv. Ekki er
fallist á aukafjárveitingu.

19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 6. þ.m. um
kaup á sumarbústað við II. götu 10 við Rauðavatn.
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 8. þ.m. um
kaup á sumarbústaðnum Ási í Reynisvatnslandi.
Samþykkt.

21. Lagt fram bréf skipulagsstjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar 11. þ.m. um tillögu að deiliskipulagi
fyrir Laugarnes.

- Kl. 14.30 tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi
breytingartillögu:

Gert verði ráð fyrir byggingarreit fyrir vinnustofu listamanns á lóð
nr. 65, í samræmi við uppdrátt sem samþykktur var í skipulagsnefnd
22. nóvember 1993.

Breytingartillagan felld með 4 atkv. gegn 3.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir vísi til
bókana fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og umferðarnefnd.

Tillaga að deiliskipulagi samþykkt með 4 samhlj. atkv.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað að þeir vísi til
bókana fulltrúa sinna í skipulags- og umferðarnefnd.

22. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi
fyrirspurn:

Í tilefni af yfirlýsingum formanns Umhverfis- og heilbrigðisnefndar
Reykjavíkur í fjölmiðlum um breytingar á söfnunarkerfi sorphirðu
borgarinnar er þeirri spurningu beint til borgarstjóra, hvort fyrir liggi ný
stefnumörkun í þessu máli og ef svo er, hvar hefur sú stefna verið
samþykkt?

23. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi
fyrirspurn:

Hvað líður meðferð tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem
lögð var fram á fundi borgarráðs 1. ágúst s.l. um opnun almennrar
umferðar um Langarima?

Fundi slitið kl. 14.45.

Sigrún Magnúsdóttir

Inga Jóna Þórðardóttir Hrannar Björn Arnarsson
Jóna Gróa Sigurðardóttir Helgi Hjörvar
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson SteinunnValdís Óskarsdóttir