Borgarráð - Fundur nr. 4645

Ár 2000, þriðjudaginn 5. september, var haldinn 4645. fundur
borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.
12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Hrannar Björn Arnarsson,
Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir,
Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð byggingarnefndar frá 31. ágúst.

2. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 1. september.

3. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 28. ágúst.

4. Lögð fram fundargerð hverfisnefndar Grafarvogs frá 28. ágúst.

5. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 30. ágúst.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 4. september.

7. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 24.
og
31. ágúst.

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um
afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál.

9. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 4. þ.m. varðandi
heimild til samnings við Tré efh. um byggingu 4 deilda leikskóla ásamt
13 íbúðum í húsi Byggingafélags námsmanna við Háteigsveg.
Samþykkt.

- Kl. 13.00 vék Inga Jóna Þórðardóttir af fundi og Jóna Gróa
Sigurðardóttir tók þar sæti.

10. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 4. þ.m. varðandi uppgjör
erfðafestunnar Engi við Vesturlandsveg.
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf embættis borgarverkfræðings frá 4. þ.m. varðandi
umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar um skýrslu Sorpu um
úrvinnslu á lífrænum úrgangi.

12. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 4. þ.m. varðandi aukafjárveitingu
til Borgarskipulags vegna verkefna við deiliskipulag, kr. 5.800.000.
Samþykkt.

13. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 1. þ.m., sbr. bréf
félagsmálaráðuneytis frá 9. ágúst s.l., þar sem óskað er umsagnar
borgarstjórnar vegna styrkja til einkarekinna leikskóla, sbr. 102. gr.
sveitarstjórnarlaga.
Borgarráð samþykkir umsögnina.

14. Lagt fram bréf Sigurðar Ingvarssonar frá 4. þ.m. varðandi úthlutun
eða afnot af hluta lóðar nr. 2 við Skútuvog.
Vísað til skrifstofustjóra borgarverkfræðings.

15. Lagt fram bréf Stefáns S. Guðjónssonar frá 31. f.m., þar sem
komið er á framfæri hugmynd um gerð minnisvarða um komu
Winstons Churchill 1941.

- Kl. 13.30 vék Steinunn Valdís Óskarsdóttir af fundi og Helgi
Hjörvar tók þar sæti.

16. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 4. þ.m., sbr. samþykkt
félagsmálaráðs
1. s.m. um nýtt skipurit fyrir Félagsþjónustuna.
Jafnframt lagt fram bréf félagsmálastjóra, dags. s.d., sbr. samþykkt
félagsmálaráðs 1. þ.m. um breytt fyrirkomulag á stjórnstöðvum
heimaþjónustu.
Vísað til umsagnar borgarritara.

17. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 1. þ.m., þar
sem lagt er til að Hólmfríður Helga Jósepsdóttir, Þóroddarkoti 8,
Bessastaðahreppi, verði lóðarhafi lóðar nr. 71 við Ólafsgeisla í stað
fyrri lóðarhafa.
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 4. þ.m., sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar 28. f.m. um breytt deiliskipulag í
Nauthólsvík.
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf íbúðaeigenda að Tunguseli 9 og 11 frá 4. þ.m.
varðandi breytingar á húsunum.

20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 4. þ.m. ásamt
tillögu stjórnkerfisnefndar frá 3. þ.m. um breytingar á tillögu að
samþykkt fyrir skipulags- og byggingarnefnd ásamt tillögu að
samþykkt, svo breyttri, dags.
3. s.m.
Vísað til síðari umræðu í borgarstjórn.

- Kl. 14.25 tók Steinunn Valdís Óskarsdóttir sæti á fundinum og Helgi
Hjörvar vék af fundi.

21. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 4. þ.m., sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar 28. f.m. um æfingasvæði slökkviliðsins
við Leirtjörn.
Samþykkt.

22. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 4. þ.m., sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar 28. f.m. um viðbyggingu við
Austurbæjarskóla.
Samþykkt.

23. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 4. þ.m., sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar 28. f.m. um lóðarafmörkun fyrir
dreifistöð við Sturlugötu.
Samþykkt.

24. Lagður fram úrskurður setts fjármálaráðherra frá 28. f.m. vegna
kæru Landssíma Íslands hf., dags. 4. s.m.

25. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi
fyrirspurn:

Hver var heildarkostnaður borgarsjóðs, stofnana og fyrirtækja vegna
menningarnætur í ágúst s.l. ?
Sundurliðað kostnaðaryfirlit óskast lagt fram við fyrsta tækifæri.

Fundi slitið kl. 14.30.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Jóna Gróa Sigurðardóttir Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Sigrún Magnúsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Hrannar Björn Arnarsson