Borgarráð - Fundur nr. 4644

Ár 2000, þriðjudaginn 29. ágúst, var haldinn 4644. fundur
borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.
12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar B.
Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún
Magnúsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 25. ágúst.

2. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 21. ágúst.

3. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 25. ágúst.

4. Lögð fram fundargerð miðborgarstjórnar frá 23. ágúst.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 28. ágúst.

6. Lögð fram fundargerð skipulags- og umferðarnefndar frá 28. ágúst.

7. Lögð fram fundargerð stjórnar veitustofnana frá 24. ágúst.

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um
afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 1 mál.

9. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 28. þ.m. varðandi
tilboð í steyptar einingar í 30 dreifistöðvar.
Samþykkt að ganga til samninga við Loftorku Borgarnesi ehf. á
grundvelli tilboðs þeirra.

10. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 28. þ.m. varðandi
tilboð í uppsteypu og lokafrágang Víkurskóla.
Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Sveinbjarnar Sigurðssonar
ehf.

11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. þ.m., sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar s.d. varðandi byggingu tvegga íbúða
húss á lóð nr. 18 við Tröllaborgir og breytingu á deiliskipulagi.
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. þ.m., sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar 21. s.m. um stækkun stofu í suður,
byggingu sólskála og verandar á lóð nr. 19 við Háaleitisbraut og
breytingu á deiliskipulagi.
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. þ.m., sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar 21. s.m. um byggingu laufskála við
vesturgafl 1. hæðar á lóð nr. 5 við Langagerði ásamt breytingu á
deiliskipulagi.
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. þ.m., sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar 21. s.m., þar sem sótt er um leyfi fyrir
áður gerðu frístundahúsi og útigeymslu við Langavatn.
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. þ.m., sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar 21. s.m. varðandi sameiningu lóðanna
nr. 16 við Bræðraborgarstíg og nr. 9 við Drafnarstíg.
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt með 6 samhlj. atkv. og erindinu því
synjað. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sat hjá.

16. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. þ.m., sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar 21. s.m. varðandi afmörkun spildu úr
landi Lykkju á Kjalarnesi.
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. þ.m., sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar s.d. um breytingu á skipulagi í
Kleppsvík á lóðunum nr. 12 og 14 við Kjalarvog og auglýsingu þar
um.
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 25. þ.m.,
sbr. samþykkt stjórnar veitustofnana 24. s.m. um að fela forstjóra
Orkuveitu Reykjavíkur að ganga frá kaupum Orkuveitunnar á hlut í
Jarðhita ehf.
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 24. þ.m.,
þar sem lagt er til að fallið verði frá forkaupsrétti að lóð nr. 53 - 61
við Maríubaug.
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 28. þ.m., þar sem lagt er til að
fallið verði frá forkaupsrétti vegna neðangreindra lóða:

Ólafsgeisli 6, 12, 14 og 18
Maríubaugur 77 - 85
Ólafsgeisli 13 - 23 og 41 - 51
Maríubaugur125 - 143

Samþykkt.

21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 28. þ.m.
varðandi fjallskil á Kjalarnesi 2000.
Samþykkt.

22. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 28. þ.m, sbr. bréf
Íþróttafélagsins Fylkis frá 13. júlí sl. og bréf KR frá 30. apríl sl. um
sparkvelli í Elliðaárdal og við Suðurgötu.
Borgarráð samþykkir þær tillögur sem fram koma í erindinu.

23. Lagt fram að nýju bréf skipulagsstjóra frá 21. þ.m. , sbr.
samþykkt skipulags- og umferðarnefndar s.d. um viðbyggingu við
Austurstræti 18. Jafnframt lagðar fram athugasemdir
Eignarhaldsfélagsins Kirkjuhvols ehf., dags. 28. s.m.
Samþykkt, enda verði gler á vesturhlið viðbyggingar ógegnsætt.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson óskaði bókað:

Ég lít svo á að samþykkt borgarráðs um glerhús á baklóð
Austurstrætis 18 hafi ekki í för með sér takmörkun á hugsanlegri
viðbyggingu á baklóð Austurstrætis 16.

24. Lögð fram ný drög Borgarskipulags að stefnumörkun og
greinargerð um verndun og uppbyggingu í tengslum við þróunaráætlun
miðborgar, dags. 28. þ.m.
Janframt lögð fram tvö minnisblöð Borgarskipulags, dags. í dag,
varðandi breytingar á orðalagi framlagðra draga.
Samþykkt að efna til opins kynningarfundar varðandi málið.

25. Lögð fram ársskýrsla Félagsþjónustunnar 1999, sbr. bréf
félagsmálastjóra frá 28. þ.m.

26. Rætt um framkvæmdir við Reykjavíkurflugvöll.

27. Lagt fram bréf þróunar- og fjölskyldusviðs varðandi tillögu
framkvæmdastjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stofnun og
rekstur Alþjóðahúss í Reykjavík, dags. í dag.
Frestað.

28. Lagt fram bréf fulltrúa borgarlögmanns frá 23. þ.m. um
fyrirhugaða stofnun hlutafélags um byggingu og rekstur fjölnota
íþrótta- og sýningarhúss í Laugardal.
Frestað.

29. Lögð fram að nýju tillaga borgarstóra um breytingar á starfsemi,
eignarhaldi og samþykktum Aflvaka hf., sbr. 24. lið fundargerðar
borgarráðs frá 15. þ.m.
Samþykkt.

30. Lagt fram bréf Guðbrands Jónssonar frá 24. þ.m. varðandi
stofnun flugöryggisnefndar.
Vísað til umsagnar borgarlögmanns

31. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags í dag, ásamt umsögn
framkvæmdaaðila vegna stjórnsýslukæru til umhverfisráðherra
varðandi umhverfisáhrif vegna lagningar Hallsvegar.
Borgarráð samþykkti umsögnina.

32. Afgreidd 88 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 15.50.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Helgi Hjörvar Hrannar B. Arnarsson
Inga Jóna Þórðardóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Sigrún Magnúsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson