Borgarráð - Fundur nr. 4643

Ár 2000, þriðjudaginn 22. ágúst, var haldinn 4643. fundur
borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.
12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar B.
Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Ólafur F. Magnússon, Sigrún
Magnúsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 18. ágúst.

2. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 16. ágúst.
Samþykkt með samhlj. atkv.

3. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 14. ágúst.

4. Lögð fram fundargerð skipulags- og umferðarnefndar frá 21. ágúst.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 10. ágúst.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um
embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál.

7. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 14. þ.m. varðandi starfslaun
listamanna og styrk til starfrækslu tónlistarhóps.
Samþykkt.

8. Lagt fram bréf embættis Borgarskipulags og Árbæjarsafns frá 14.
þ.m. varðandi viðurkenningar vegna endurbóta á eldri húsum, sbr.
einnig bréf garðyrkjudeildar um fegrunarviðurkenningar 2000, dags.
10. s.m.
Samþykkt.

9. Lagt fram bréf Félagsstofnunar stúdenta frá 15. þ.m. varðandi
byggingarstyrk vegna stúdentagarða.
Vísað til umsagnar fjármálastjóra.

10. Lögð fram umsögn fjármálastjóra frá 21. þ.m. um erindi
Fræðslumiðstöðvar varðandi ósk um aukafjárveitingu vegna
tómstundatilboða til barna og unglinga.
Borgarráð samþykkir umsögnin og er því fallist á aukafjárveitingu, kr.
7.700.000 til Fræðslumiðstöðvar og kr. 1.300.000 til ÍTR.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 18. þ.m.
varðandi kauptilboð í lóðir á Skúlatúnsreit, Skúlatún 1 og Höfðatún 2,
ásamt mannvirkjum og byggingarrétti. Lagt er til að gengið verði til
samninga við Eykt ehf.
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf embættis borgaverkfræðings frá 21. þ.m., sbr.
samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 16. s.m. varðandi SVR götu
milli Gullengis og Skólavegar.
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf embættis borgaverkfræðings frá 21. þ.m., sbr.
samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 16. s.m. um uppsetningu
gangbrautarljósa á Suðurgötu.
Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. þ.m., sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar 1. s.m., þar sem synjað er um
lóðarstækkun að Eldshöfða 10.
Borgarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

15. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. þ.m., sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar s.d. um viðbyggingu við Austurstræti
18.
Frestað.

16. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. þ.m., sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar s.d. um breytingu á deiliskipulagi vegna
Hjarðarhaga 45, 47 og 49.
Frestað.

17. Lagt fram bréf borgarlömanns frá 21. þ.m. varðandi fyrirspurn um
reglugerð fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og samkeppnislög.

Fundi slitið kl. 13.50.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Helgi Hjörvar Hrannar B. Arnarsson
Inga Jóna Þórðardóttir Ólafur F. Magnússon
Sigrún Magnúsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson