Borgarráð - Fundur nr. 4641

Ár 2000, þriðjudaginn 1. ágúst, var haldinn 4641. fundur borgarráðs.
Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00.
Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Inga Jóna
Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn
Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð byggingarnefndar frá 27. júlí.
Samþykkt með samhlj. atkv.

2. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 26. júlí.
Samþykkt með samhlj. atkv.

3. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 27. júlí.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 31. júlí.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar um afgreiðslu erinda
sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Félagsþjónustunnar frá 31. f.m. um
niðurfellingu forkaupsréttar að íbúð að Gnoðarvogi 32.
Samþykkt.

7. Lögð fram umsögn garðyrkjustjóra frá 20. f.m. um erindi
Landssíma Íslands frá 7. f.m. um flutning trjágróðurs af lóð nr. 34 við
Suðurlandsbraut.
Borgarráð samþykkir umsögnina fyrir sitt leyti.

8. Lagðar fram umsagnir Gunnars Þorlákssonar skrifstofustjóra frá
26. og
28. f.m. um leyfi til vínveitinga fyrir veitinga- og skemmtistaðinn 22,
Laugavegi 22 og veitinga- og skemmtistaðinn Kaffi Thomsen,
Hafnarstræti 17.
Borgarráð samþykkir umsagnirnar.

9. Lögð fram umsögn fulltrúa borgarstjórnar frá 28. f.m. varðandi
endurupptöku ákvörðunar um veitingatíma á Gullöldinni, Hverafold
3-5.
Borgarráð samþykkir umsögnina.

10. Lagt fram bréf Glímusambands Íslands frá 28. mars s.l. varðandi
fjárstuðning vegna glímumóts kvenna.
Samþykktur fjárstyrkur, kr. 100.000.

11. Lagt fram bréf Stúdentaráðs Háskóla Íslands frá 21. f.m. varðandi
stofnstyrki vegna byggingar stúdentagarða. Jafnframt lögð fram
umsögn félagsmálastjóra frá 5. s.m. varðandi málið.
Samþykkt að senda Stúdentaráði HÍ umsögnina.

12. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 28. f.m. varðandi breikkun
Miklubrautar að hluta, þar sem fram kemur að ekki sé þörf á mati á
umhverfisáhrifum, enda verði tilteknum skilyrðum fullnægt.

13. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. í dag, sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar s.d. um auglýsingu deiliskipulags vegna
breikkunar Miklubrautar.
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Við getum fallist á þær breytingar sem tillagan gerir ráð fyrir, en
leggjum áherslu á að sem fyrst verði tekin ákvörðun um að
Aðalskipulagi Reykjavíkur verði breytt og gert ráð fyrir mislægum
gatnamótum á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

14. Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa frá 24. f.m. um leyfi til að
koma fyrir tveimur olíugeymum neðanjarðar á lóð Rafstöðvarinnar við
Rafstöðvarveg 6-14.
Samþykkt.

15. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá
31. f.m. um greiðslu til samstarfssjóðs Nuuk-Reykjavík-Tórshavn, allt
að kr. 1.600.000.
Samþykkt.

16. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá
31. f.m. varðandi styrkumsókn Sjómannadagsráðs vegna
sundlaugarreksturs og tillögur í því sambandi.
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf yfirborgarstjórans í Kaupmannahöfn frá 10. f.m.,
þar sem boðað er til höfuðborgarráðstefnu í Kaupmannahöfn 5. og 6.
október n.k.

18. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 28. f.m.,
þar sem lagt er til að Magnúsi Þórarinssyni og Sigurveigu Gestsdóttur,
Hjaltabakka 16, verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr.
1 við Helgugrund.
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf skipulagsstjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar s.d. um breytt deiliskipulag að
Borgartúni 33-39.
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf skipulagsstjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar s.d. um Háskóla Íslands; breytingu á
deiliskipulagi vegna lóðar Íslenskrar erfðagreiningar.
Samþykkt. Jafnframt verði ákvæði um hönnun kjallara vegna
vatnsbúskapar hluti af skilmálum.

21. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi
tillögu:

Lagt er til að Langirimi, milli Rósarima og Hrísrima verði opnaður fyrir
almennri umferð. Núverandi þrengingu í götunni gegnt Miðgarði verði
haldið og hámarkshraði milli Rósarima og Hrísrima verði 20 km.
Auk þess verði settar tvær umferðaröldur í götuna til að takmarka
umferðarhraða enn frekar.

Vísað til skipulags- og umferðarnefndar.

22. Afgreidd 12 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 13.45.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Inga Jóna Þórðardóttir Sigrún Magnúsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Helgi Hjörvar