Ár 2000, þriðjudaginn 11. júlí, var haldinn 4638. fundur borgarráðs.
Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00.
Viðstaddir voru Sigrún Magnúsdóttir, Helgi Hjörvar, Steinunn Valdís
Óskarsdóttir, Hrannar Björn Arnarsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir,
Ólafur F. Magnússon og Inga Jóna Þórðardóttir.
Fundarritari var Kristbjörg Stephensen.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð Bláfjallanefndar frá 28. júní.
2. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 7. júlí.
3. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 28. júní.
4. Lögð fram fundargerð samstarfsráðs Kjalarness frá 6. júlí.
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 10. júlí.
6. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 29. júní.
7. Lögð fram fundargerð stjórnar veitustofnana frá 5. júlí.
8. Lagt fram bréf fulltrúa borgarstjórnar, dags. í dag, um
embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál.
9. Lagt fram endurrit úr dómabók Héraðsdóms Reykjavíkur, mál
nr. E-3715/2000, Brynjólfur Jósteinsson og Gyða Brynjólfsdóttir gegn
Reykjavíkurborg.
10. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 7. þ.m., þar sem lagt er til að
borgarráð samþykki kaup á fjórum landspildum úr landi Reynisvatns,
alls að stærð
7,1 ha.
Samþykkt.
11. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra Hjúkrunarheimilis
aldraðra í Víðinesi frá 12. apríl s.l. varðandi fjárframlag. Jafnframt lögð
fram umsögn borgarlögmanns frá 3. þ.m. um erindið.
Borgarráð samþykkir umsögnina.
12. Lagt fram að nýju bréf heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins
frá 21. júní s.l. um sameiningu heilsugæslustöðva. Jafnframt lögð fram
umsögn borgarlögmanns um erindið.
Borgarráð samþykkir umsögnina.
Ólafur F. Magnússon lagði fram svohljóðandi bókun:
Ég fagna sameiningu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og tel að
hún stuðli að betri og markvissari vinnubrögðum og leysi ýmsan
stjórnunarvanda sem upp hefur komið í heilsugæslu á
höfuðborgarsvæðinu að undanförnu.
Ég vona að þessi sameining geti orðið sveitarstjórnum á
höfuðborgarsvæðinu hvatning til frekari aðgerða í átt til sameiningar á
fleiri sviðum.
13. Lagðar fram umsagnir fulltrúa borgarstjórnar frá 10. og 11. þ.m.
um leyfi til áfengisveitinga fyrir eftirtalda staði:
Bláa engilinn, Austurstræti 6
Billiardstofu Reykjavíkur, Hverfisgötu 46
Borgarráð samþykkir umsagnirnar.
14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Innkaupastofnunar frá 10. þ.m. um
tilboð í lagfæringar á Eiðsgranda.
Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Víkurverks hf.
15. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Innkaupastofnunar frá 10. þ.m.
varðandi tilboð í lengingu Kleppsbakka, 4. áfanga.
Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda,Valar ehf.
16. Lagt fram erindi oneoone gallerís, dags. 26. mars s.l., um
umhverfislistaverk eftir Ólaf Elíasson í miðborg Reykjavíkur. Jafnframt
lögð fram umsögn framkvæmdastjóra miðborgar og gatnamálastjóra,
dags. í dag, um erindið. Ennfremur lagt fram bréf oneoone gallerís,
dags. 7. þ.m. ásamt fylgiskjölum þar sem farið er fram á fjárstuðning
við gerð umhverfislistaverksins að fjárhæð kr. 3,5 mkr. með þeim
hætti að borgin kaupi sportgras til nota í listaverkið.
Borgarráð samþykkir eftirfarandi með 4 atkvæðum:
Borgarráð tók fyrir sitt leyti jákvætt í að umhverfislistaverki yrði komið
fyrir í miðborg Reykjavíkur í sumar á grundvelli hugmynda oneoone
gallerís enda yrði um það víðtæk sátt við hagsmunaaðila á svæðinu.
Hvorki við kynningu málsins né við undirbúning þess kom fram ósk
um að Reykjavíkurborg styrkti verkefnið með beinum fjárframlögum.
Borgarráð veitir heimild til að umhverfislistaverkinu verði komið fyrir í
samræmi við umsögn gatnamálastjóra og framkvæmdastjóra
miðborgar, en fellst ekki á ósk um fjárstuðning.
17. Lagt fram til kynningar bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá
10. þ.m. varðandi samþykkt stjórnar veitustofnana frá 5. s.m. um
samning milli Orkuveitu Reykjavíkur og Metans hf. um framleiðslu
raforku úr hauggasi.
18. Lagt fram til kynningar bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá
10. þ.m. varðandi samþykkt stjórnar veitustofnana frá 5. s.m. um að
láta fara fram forval á aðilum til að gera hagkvæmniathugun á járnbraut
milli Reykjavíkur og Keflavíkur.
19. Lagt fram bréf Cirkus Agora frá 10. þ.m., þar sem óskað er leyfis
fyrir sirkus í Laugardalnum vikuna 21.-28. júlí n.k.
Borgarráð leggst ekki gegn rekstri sirkuss í Laugardalnum vikuna
21.-28. júlí n.k., enda liggi fyrir leyfi lögreglu og Heilbrigðiseftirlits auk
þess sem önnur skilyrði lögreglu og Heilbrigðiseftirlits fyrir slíkum
rekstri verði uppfyllt. Þá verði umgengni og frágangur svæðisins í fullu
samráði við embætti garðyrkjustjóra.
20. Lagður fram að nýju 31. liður fundargerðar afgreiðslufundar
byggingarfulltrúa frá 6. júní s.l.; frestað á síðasta fundi borgarráðs.
Samþykktur með 5 atkv. gegn 2.
Helgi Hjörvar og Steinunn Valdís Óskarsdóttir greiddu atkvæði gegn
erindinu og lögðu fram svohljóðandi bókun:
Í allnokkurn tíma hafa eigendur húss að Heiðargerði 76 sótt um til
borgaryfirvalda að hækka og stækka hús sitt. Umsóknum um
ofanábyggingu hefur ítrekað verið hafnað með rökstuðningi frá
Borgarskipulagi og byggingarnefnd og byggja þær synjanir í
aðalatriðum á því að lóðarnýting er nú þegar langt umfram það sem
almennt gerist í nágrenninu. Íbúar í næsta nágrenni hafa jafnframt
mótmælt fyrirhuguðum byggingaframkvæmdum m.a. á grundvelli
skuggavarps á þeirra eignir.
Í Aðalskipulagi Reykjavíkur er miðað við nýtingu í sambýlishúsum á
svæðinu með 2-5 íbúðir á bilinu 0,5-0,8. Sú breyting sem hér er sótt
um setur nýtingu Heiðargerðis 76, sem í eru tvær íbúðir, í 0,77.
Samkvæmt því er nýtingin umtalsvert hærri en gengur og gerist í næsta
nágrenni, þar sem meðalnýtingarhlutfall er um 0,4.
Við bendum einnig á að breytingin er ekki í samræmi við
byggðamynstrið.
21. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 27. f.m., sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar 26. s.m. um Öskjuhlíð/Nauthólsvík,
breytingu á deiliskipulagi vegna breyttrar legu göngustígs ásamt
umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar í bréfi dags. 7. júlí s.l., sbr.
samþykkt nefndarinnar
26. júní s.l.
Samþykkt.
22. Lagt fram bréf skipulagsstjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar frá 26. f.m. varðandi Engjateig 7,
breytingu á deiliskipulagi.
Samþykkt.
23. Lagt fram bréf embættis borgarverkfræðings frá 9. þ.m. varðandi
frummat á umhverfisáhrifum Reykjanesbrautar við Mjódd.
Borgarráð fellst á frummatið, en leggur jafnframt áherslu á að
undirgöngin við Stekkjarbakka verði gerð jafnhliða gatnamótunum við
Breiðholtsbraut/ Nýbýlaveg.
24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 10. þ.m.
um að Íslenskum aðalverktökum hf. verði úthlutað byggingarrétti fyrir
hjúkrunarheimili á lóðinni nr. 2 við Sóltún.
Samþykkt.
25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 10. þ.m.
um að borgarráð samþykki kaup á sumarbústað að III.-götu 14 við
Rauðavatn með niðurrif eða brottflutning sumarbústaðarins fyrir
augum.
Samþykkt.
26. Lagt fram bréf Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins frá 23. f.m.,
þar sem leitað er álits á því hvort borgarráð geri athugasemd við
staðsetningu vínbúðar á Spönginni. Jafnframt lagðar fram umsagnir
Borgarskipulags frá 30. f.m. og embættis byggingarfulltrúa frá 10.
þ.m.
Borgarráð gerir ekki athugasemdir við erindið.
27. Lagt fram bréf fulltrúa borgarstjórnar, dags. í dag, varðandi
samþykkt verkefnisstjórnar um veitingamál s.d. um framlengingu
reynsluákvæðis um ótakmarkaðan veitingatíma vínveitingahúsa.
Samþykkt.
38. Kynntar hugmyndir að skipulagi Skúlagötureits
(Eimskipafélagsreits).
- Kl. 14.50 vék Helgi Hjörvar af fundi.
29. Afgreidd 20 útsvarsmál.
Fundi slitið kl. 15.05.
Sigrún Magnúsdóttir
Inga Jóna Þórðardóttir Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Jóna Gróa Sigurðardóttir Hrannar Björn Arnarsson
Ólafur F. Magnússon