Borgarráð - Fundur nr. 4168

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð


Ár 2007, fimmtudaginn 1. febrúar, var haldinn 4968. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:


1. Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 30. janúar. R07010025
Samþykkt.

2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 15. janúar. R07010008

3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 24. janúar. R07010017

4. Lögð fram fundargerð mannréttindanefndar frá 17. janúar. R07010020

5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 23. janúar. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 19. janúar. R07010027

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 22 mál. R06120093

8. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 16. f.m., þar sem tilkynnt er að Oddný Sturludóttir hafi verið kjörin varamaður í borgarráð frá og með 1. febrúar í stað Stefáns Jóns Hafstein. R06060045

9. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, þar sem lagt er til að Ragnar Þorsteinsson, verði ráðinn í starf sviðsstjóra menntasviðs. R07010064
Samþykkt.

10. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 18. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 17. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Hólmsheiðar/Fjárborgar/Almannadals. R03060192
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 24. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 23. s.m., um deiliskipulag á Hólmsheiði. R06070047
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 18. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 17. s.m., varðandi auglýsingu að breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Háskólatorgs 2. R05120034

- Kl. 10.45 vék Kjartan Magnússon af fundi og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tók þar sæti.

Samþykkt.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 24. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 23. s.m., um breytingu á deiliskipulagi á lóð Árbæjarsundlaugar vegna veitingasölu. R06110128
Samþykkt með 5 atkv. gegn 2.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað:
Það er furðulegt að verða ekki við óskum um frestun til að eiga viðræður við forystu Íþróttafélagsins Fylkis vegna þessa máls. Þessi afstaða er óbilgjörn og misvirðir áhyggjur íbúa og félagsins vegna málsins og er til þess fallin að spilla fyrir því.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Þetta mál hefur lengi verið til skoðunar innan borgarkerfisins og var samþykkt samhljóða í skipulagsráði eftir skipulagsferli og auglýsingu, þar sem ekki komu fram neinar þær áhyggjur íbúa sem vísað er til og fyrir lá formleg afstaða stjórnar Fylkis. Vekur sérstaka athygli að Samfylkingin skuli samþykkja málið ásamt fulltrúa annarra flokka í skipulagsráði en leggjast gegn því í borgarráði, án þess að nokkuð hafi breyst í millitíðinni. Borgaryfirvöld eru í stöðugum og góðum samskiptum við Fylki um þessi mál og önnur, rétt eins og við önnur íþróttafélög í borginni.

14. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa F-listans:
Leitað er eftir skýringum á forsendum þess að áheyrnarfulltrúum F-lista sem fulltrúa rúmlega 10#PR borgarbúa skuli ekki standa til boða að taka þátt í kynnisferðum ráða og nefnda Reykjavíkur. R07010165

15. Lagður fram úrskurður félagsmálaráðuneytis, dags. 16. f.m., vegna sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. R06120029
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Vinstri græn vekja athygli á því að í úrskurði félagsmálaráðuneytis vegna kæru á samþykkt borgarstjórnar vegna sölu á Landsvirkjun, er byggt á því m.a. að það sé verkefni fjármálaeftirlitsins að fjalla um mál er varða lög um lífeyrissjóði og er kærunni því vísað frá í samræmi við kröfu Reykjavíkurborgar. Þessi niðurstaða ráðuneytisins er undarleg, enda byggði kæra borgarfulltrúar VG alls ekki á þeim lögum heldur á málsmeðferðinni í borgarstjórn. Í því ljósi er niðurstaða ráðuneytisins um að um einkaréttarlegan gerning sé að ræða ennfremur fráleit því þótt það eigi við um sölusamninginn um Landsvirkjun, á það vitaskuld ekki við um málsmeðferð og afgreiðslu Borgarstjórnar Reykjavíkur. Félagsmálaráðuneytið hefur því miður valið að taka pólitíska afstöðu til kærunnar en ekki málefnalega. Það ber að harma.

16. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d., um samning við TBR um hönnun, fjármögnun og rekstur á tennishúsi. R07010237
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs frá 26. f.m., sbr. samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs s.d., um gerð samnings við Orkuveitu Reykjavíkur vegna leigu á húsnæði að Bæjarhálsi 1. R07010236
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja til að auglýst verði eftir húsnæði fyrir ÍTR.
Fellt með 4 atkvæðum gegn 3.
Erindið samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

18. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs frá 19. f.m., sbr. samþykkt ráðsins 14. desember sl. um styrkveitingar og samstarfssamninga fyrir árið 2007. R07010193

19. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 17. f.m., sbr. samþykkt ráðsins 10. s.m. um styrkveitingar til félags- og velferðarmála fyrir árið 2007. R07010171

20. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 17. f.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 10. s.m. um reglur um styrkúthlutanir úr forvarnarsjóði Reykjavíkurborgar. R07010164

21. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 25. f.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 24. s.m., um styrkúthlutanir til áfangaheimila. R07010228

22. Lagt fram minnisblað forstöðumanns innri endurskoðunar frá 30. f.m. um málefni Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar m.t.t. styrkveitinga. R07010233

23. Lagt fram bréf sviðsstjóra fjármálasviðs frá 29. f.m. varðandi tilfærslur á fjárhagsáætlun fyrir árið 2007. R06080092
Samþykkt.

24. Lagt fram bréf sviðsstjóra fjármálasviðs frá 29. f.m. um breytingar sem gerðar hafa verið á innra skipulagi fjármálasviðs. R07010244
Frestað.

25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 16. f.m. ásamt tillögu, sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar s.d., um að þeirra tímamóta verði minnst að 100 ár eru liðin frá að fyrstu konurnar tóku sæti í Bæjarstjórn Reykjavíkur. R07010119
Samþykkt að borgarráð skipi fjögurra manna vinnuhóp til verksins.

26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra lögfræðisviðs frá 30. f.m. varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um dóma og úrskurði í lóðarúthlutnarmálum, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. nóvember sl. R06110165

27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjóra frá 30. f.m., sbr. samþykkt stjórnkerfisnefndar frá 12. s.m., þar sem lagt er til að samgöngumál borgarinnar verði á forræði umhverfisráðs. R07010223
Samþykkt.

28. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Landslið Íslands hefur á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Þýskalandi þessa dagana sýnt frábæra frammistöðu og verið landi og þjóð til mikils sóma. Af því tilefni leggur borgarstjóri til við borgarráð að Reykjavíkurborg heiðri HSÍ og landslið okkar með styrk að upphæð kr. 1.000.000. R06010069
Samþykkt.
Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

29. Afgreidd 3 útsvarsmál. R06010038


Fundi slitið kl. 12:20

Björn Ingi Hrafnsson
Dagur B. Eggertsson Gísli Marteinn Baldursson
Júlíus Vífill Ingvarsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir