Borgarráð - Fundur nr. 3738

Borgarráð

2

B O R G A R R Á Ð

Ár 2002, þriðjudaginn 21. maí, var haldinn 3738. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Helgi Pétursson, Inga Jóna Þórðardóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat Ólafur F. Magnússon. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Slökkivliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 26. apríl og 5. maí.

2. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 16. maí.

3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 14. mál.

4. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 15. s.m. um afnot af borgarlandi vestan lóðar nr. 43 við Kaplaskjólsveg. Samþykkt. Jafnframt vísað til meðferðar borgarverkfræðings.

- Kl. 12.30 tók Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum.

5. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 15. s.m. um auglýsingu deiliskipulags reits 1.171.1 sem afmarkast af Laugavegi, Smiðjustíg, Hverfisgötu og Klapparstíg. Samþykkt með 3 samhljóða atkvæðum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá og vísuðu til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd.

- Kl. 12.45 tók Alfreð Þorsteinsson sæti á fundinum.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 15. s.m. um breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 Laugavegur 59 og Hverfisgata 80. Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísa til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingarnefnd.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 15. s.m. um auglýsingu vegna lokunar Ofanleitis. Samþykkt.

8. Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 15. s.m. um auglýsingu breytts deiliskipulags lóðar nr. 38 við Sigtún, Grand-Hótel. Samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir sat hjá með tilvísun til bókunar sinnar í skipulags- og byggingarnefnd.

9. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt ráðsins s.d. varðandi umsókn um rekstur tívolís við Laugardalshöll. Frestað.

10. Lagt fram bréf Haraldar Sigurðssonar frá 4. þ.m. um endurnýjun á leigu Þerneyjar og Gunnuness. Samþykkt.

11. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 17. þ.m. ásamt samþykktum fyrir menningarstofnanir borgarinnar, sbr. samþykkt menningarmálanefndar 15. s.m.

12. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 17. þ.m. ásamt úrskurði umhverfisráðuneytis 13. s.m. vegna tveggja akreina vegar frá Fjallkonuvegi að Víkurvegi.

13. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 17. þ.m. um notkun aðgangskorta í formi “smartkorta”.

14. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt ráðsins 19. f.m. og 15. þ.m. um styrki til íþróttafélaga.

15. Lagður fram samningur Reykjavíkurborgar við Knattspyrnufélagið Fram um framkvæmdir á íþróttasvæði félagsins, bætur fyrir skerðingu á svæðinu og breytingu á deiliskipulagi. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs og borgarverkfræðings varðandi málið. Samþykkt.

- Kl. 13.20 tók Helgi Hjörvar sæti á fundinum og Helgi Pétursson vék af fundi.

16. Lagt fram bréf framkvæmdstjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 17. þ.m., sbr. samþykkt ráðsins s.d. um aukningu hlutafjár vegna íþrótta- og sýningarhallar við Laugardalshöll um 100 mkr. Frestað.

17. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs, dags. í dag, um sumarvinnu skólafólks og aukafjárveitingu, 50 mkr., sem greiðist af kostnaðarstað ófyrirséð útgjöld. Samþykkt.

18. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgaritara frá 13. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði eftir að umsóknarfrestur rann út. Vegna umsóknar Loftkastalans ehf. Samþykkt kr. 575.619.- til greiðslu 80% af álögðum fasteignaskatti ársins 2002. Vegna umsóknar Skákfélagsins Hróks. Samþykkt kr. 1.000.000.- styrkveitingin er skilyrt því að Skákfélagið Hrókur í samráði við ÍTR og skólayfirvöld heimsæki grunnskóla borgarinnar og efni þar til fjölteflis. Framkvæmdastjóra ÍTR falið að gera samning þar um. Vegna umsóknar Skógarmanna KFUM. Samþykkt að fela framkvæmdastjóra ÍTR og fjármálastjóra að fara yfir málið. Vegna umsóknar Foreldra- og styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla. Samþykkt kr. 1.848.000.- vegna sumardvalar barna sumarið 2002. Vegna umsóknar Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Samþykkt kr. 200.000.- Aukafjárveitng af kostnaðarstað ófyrirséð útgjöld.

19. Lagt fram bréf Ragnars H. Hall, hrl., vegna þrotabús Samvinnuferða Landsýnar og aðilaskipti að lóð nr. 32 við Gylfaflöt. Frestað.

- Kl. 14.40 vék Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi og Jóna Gróa Sigurðardóttir tók þar sæti.

20. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 17. þ.m., þar sem lagt er til að Indriða Rósenbergssyni og Guðlaugu Ó. Gunnarsdóttur, Hraunbæ 188, verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 116 við Gvendargeisla. Samþykkt.

21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m., þar sem lagt er til að borgarráð aftukalli úthlutun lóðar nr. 99-101 við Kristnibraut til byggingarfélagsins Ögurs ehf. Samþykkt.

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 16. þ.m., þar sem lagt er til að Naustabryggja ehf. verði lóðarhafi lóðar nr. 13-15 við Naustabryggju í stað Björgunar ehf. Samþykkt.

23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag, þar sem lagt er til að Frjálsi Fjárfestingabankinn verði lóðarhafi lóðar nr. 20-28 við Gvendargeisla í stað ÁF-húsa. Samþykkt.

24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 14. þ.m. varðandi tillögur að uppbyggingu í miðborginni og gatnagerðargjöld og greiðslufyrirkomulag í því sambandi. Frestað.

25. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 13. þ.m. um staðsetningu rafræns flettiskiltis á borgarlandi á mótum Skógarsels og Breiðholtsbrautar. Samþykkt og vísað til nánari útfærslu skipulags- og byggingarnefndar.

26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 25. febrúar um stöðvunarskyldu á mótum Hjarðarhaga og Fornhaga. Samþykkt.

27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 13. s.m. um gangbrautarljós á Álfheima sunnan Sólheima. Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 13. s.m. um umferðarljós á gatnamótum Víkurvegar og Borgarvegar. Samþykkt.

29. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 20. þ.m., sbr. samþykkt samgöngunefndar 13. s.m. um staðbundnar aðgerðir í umferðarmálum. Samþykkt.

30. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 20. þ.m. um lóðarmál lóðar Barðans við Skútuvog 2. Samþykkt.

31. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 21. þ.m., þar sem lögð er til úthlutun lóðar fyrir flugskýli nr. 23 á Reykjavíkurflugvelli. Samþykkt.

32. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 20. og 21. þ.m., þar sem lagt er til að eftirtalin nöfn verði tekin á kjörskrá vegna borgarstjórnarkosninga 25. þ.m.:

Birgir Hermannsson Þingholtsstræti 7 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Þingholtsstræti 7 Hrefna Róbertsdóttir Sólheimar 40 Jóhann Geir Jónsson Írabakki 32 Ríkey Kristjánsdóttir Guðrúnargata 7 Abdel Hamid Oulad Idriss Starrhólar 3 Zoran Zikic Logafold 22 Chanthana Khamasanit Einarsnes 21 Ríkey Garðarsdóttir Tungusel 8 Margrét Sigurðardóttir Tungusel 8 Arnar Þór Jónsson Hagasel 7 Fanney B. Ásmundsdóttir Bankastræti 14 Sveinn Guðmundsson Bankastræti 14

Samþykkt. Jafnframt samþykkt að eitt nafn verði fellt af kjörskrá. Þá eru nöfn þeirra sem látist hafa síðan kjörskrá var lögð fram felld af kjörskrá.

33. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 17. þ.m. varðandi útboð 1-3 á malbiksyfirlögnum. Samþykkt að taka tilboði 1 og 3 frá Malbikunarstöðinni Höfða, sem átti lægsta tilboð. Lið 2 vísað til stjórnar Innkaupastofnunar.

34. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag., varðandi listskreytingasjóð Reykjavíkurborgar. Samþykkt.

35. Samþykkt borgarráðs:

Nýlega samþykkti Alþingi breytingar á húsnæðislöggjöfinni, sem gerir ráð fyrir að eigendur félagslegra eignaríbúða með kaupskylduákvæðum geti selt þær á frjálsum markaði. Samkvæmt lögum er félagsmálaráðherra heimilt að staðfesta ósk sveitarfélaga um að aflétta kaupskyldurétti. Borgarráð samþykkir að Reykjavíkurborg sæki þegar í stað, við gildistöku laganna, um heimild til félagsmálaráðherra þess efnis að eigendum félagslegra eignaríbúða í Reykjavík verði heimilað að selja þær á frjálsum markaði. Jafnframt samþykkir borgarráð að falla frá forkaupsrétti sínum að þessum íbúðum, sem byggðar voru í átaki til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis samkvæmt reglugerð frá 1957.

36. Afgreidd 19 útsvarsmál.

Fundi slitið 15.15.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Helgi Hjörvar Inga Jóna Þórðardóttir
Sigrún Magnúsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Alfreð Þorsteinsson Jóna Gróa Sigurðardóttir