No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, laugardaginn 27. október, var haldinn 5241. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Óttarr Ólafur Proppé, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Oddný Sturludóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Rætt um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013. R12010171
- Kl. 10.30 víkur Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundinum.
- Kl. 10.40 tekur Áslaug Friðriksdóttir sæti á fundinum.
2. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. október sl.
Lagt er til að álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu vegna ársins 2013 verði sem hér segir:
1. Hlutfall fasteignaskatts skv. a-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 0,2#PR.
2. Hlutfall fasteignaskatts skv. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 1,32#PR.
3. Hlutfall fasteignaskatts skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum verði 1,32#PR að viðbættri hækkun um 25#PR, sbr. heimild í 4. mgr. sömu greinar (1,65#PR).
4. Hlutfall lóðarleigu fyrir íbúðarhúsalóðir verði 0,2#PR af fasteignamatsverði.
5. Hlutfall leigu fyrir verslunarlóðir, iðnaðarlóðir og lóðir fyrir opinberar byggingar verði 1,0#PR af fasteignamatsverði. R12100394
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til borgarstjórnar.
3. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Lagt er til að viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega árið 2013 verði eftirfarandi:
I. Réttur til 100#PR lækkunar
Einstaklingur með tekjur allt að kr. 2.550.000
Hjón með tekjur allt að kr. 3.560.000
II. Réttur til 80#PR lækkunar
Einstaklingur með tekjur á bilinu kr. 2.550.000 til 2.930.000
Hjón með tekjur á bilinu kr. 3.560.000 til 3.970.000
III. Réttur til 50#PR lækkunar
Einstaklingur með tekjur á bilinu kr. 2.930.000 til 3.410.000
Hjón með tekjur á bilinu kr. 3.970.000 til 4.740.000
Lagt er til að skilyrði lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds séu þau að viðkomandi elli- og örorkulífeyrisþegi eigi lögheimili í Reykjavík og sé þinglýstur eigandi viðkomandi fasteignar og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. b-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, með síðari breytingum. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. R12100395
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til borgarstjórnar.
4. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars árið 2013 verði 14,48#PR. R12100394
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til borgarstjórnar.
5. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi gjalddagaskiptingu fasteignagjalda fyrir árið 2013:
Almenna reglan verði sú að greiðendur fasteignagjalda geri skil á fasteignagjöldum ársins með 9 jöfnum greiðslum á eftirfarandi gjalddögum: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september og 1. október. Þrátt fyrir ofangreint er fjármálaskrifstofu heimilt að leyfa gjaldendum sem áður hafa valið að greiða fasteignagjöldin með eingreiðslu hinn 1. maí ár hvert að gera það áfram. Þá er gert ráð fyrir því að nemi fasteignagjöld kr. 25.000 eða lægri fjárhæð greiði gjaldendur þau með einni greiðslu hinn 1. maí 2013. R12100395
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
6. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag:
Lagt er til að borgarstjórn samþykki lántökur á árinu 2013 að fjárhæð allt að 3.299.000.000 kr. vegna áformaðra framkvæmda á árinu 2013. Gert er ráð fyrir að þessi fjármögnum verði fengin með stækkun á skuldabréfaflokkum Reykjavíkurborgar, RVK09 1 og RVK19 1. Jafnframt er samþykkt að veita fjármálastjóra umboð f.h. Reykjavíkurborgar til þess að undirrita nauðsynlega gerninga sem tengjast nauðsynlegri skuldabréfaútgáfu, sem og til þess að taka á móti og undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántökum þessum, enda verði einstakar lántökur lagðar fyrir borgarráð til afgreiðslu. R10100393
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til borgarstjórnar.
7. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. október sl.:
Lagt er til að samþykkt verði eftirfarandi tillaga að áætlun um hvernig og hvenær viðmiðum fjármálareglna verði náð hjá samstæðu Reykjavíkurborgar:
Reykjavíkurborg áformar að ná jafnvægi í rekstri samstæðunnar og a-hluta þegar á árinu 2013 og halda því til næstu tíu ára. Þá áformar Reykjavíkurborg að ná skuldahlutfalli samstæðunnar skv. 64. grein sveitarstjórnarlaga undir tilskilin mörk í lok árs 2019 en séu veltufjármunir dregnir frá skuldum næst þetta mark á árinu 2016. Forsendum og útfærslu þessarar áætlunar er nánar lýst í greinargerð. Þessi áform byggja m.a. á því að forsendur þjóðhagsspár haldi. R12030043
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til borgarstjórnar.
8. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 26. október sl., um samþykkt á meðfylgjandi gjaldskrám Reykjavíkurborgar árið 2013. R12100396
Vísað til borgarstjórnar.
9. Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013 ásamt greinargerð og starfsáætlunum. R12010171
Vísað til borgarstjórnar.
10. Lagt fram frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2013-2017. R12100347
Vísað til borgarstjórnar.
Fundi slitið kl. 12.25
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Júlíus Vífill Ingvarsson
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir Óttarr Ólafur Proppé
Áslaug Friðriksdóttir