Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2007, fimmtudaginn 13. desember, var haldinn 5008. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:30. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ólafur F. Magnússon, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 4. þ.m. þar sem tilkynnt er að Ólafur F. Magnússon hafi verið kjörinn fulltrúi í borgarráð í stað Margrétar Sverrisdóttur. R07100279
2. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 12. desember. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
3. Lögð fram fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 20. nóvember. R07040030
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 26. nóvember. R07010028
5. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 30. nóvember. R07010029
6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R07110155
7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna Fálkagötureits. R07110183
Samþykkt.
8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu aðalskipulagi vegna Grjótháls/Vesturlandsvegar. R07110184
Samþykkt.
9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu aðalskipulagi við Gylfaflöt í Grafarvogi. Samþykkt. R07110185
- Kl. 10.45 tekur Björn Ingi Hrafnsson sæti á fundinum
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 7. þ.m., þar sem lögð er til eftirfarandi úthlutun lóða við Reynisvatnsás:
10 lóðir fyrir raðhús með samtals 44 íbúðum
3 lóðir fyrir parhús með samtals 6 íbúðum
55 lóðir fyrir einbýlishús - alls 68 lóðir. R07020085
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Viðsnúningur hefur greinilega orðið í afstöðu Vinstri grænna og F-lista til skipulagsins við Reynisvatnsás. Í minnihluta sögðu Vinstri grænir og F-listi að skipulagið væri “óásættanlegt” þar sem gengið væri á #GLGræna trefilinn#GL. Jafnframt töldu flokkarnir að skipulagið gæti ekki “samrýmst hugmyndum um græna borg og sjálfbæra þróun.” Þetta bókuðu fulltrúarnir, þrátt fyrir að samþykkt hefði verið að bæta #GLGræna treflinum#GL upp þann skaða sem hlytist af skipulaginu við Reynisvatnsás.
En við það að komast í meirihluta virðast óásættanlegir hlutir verða ásættanlegir hjá Vinstri grænum og F-lista. Nýjum meirihluta var í lófa lagið að breyta skipulaginu á þann hátt sem Vinstri græn vildu, en þeir hafa frekar kosið að samþykkja það skipulag sem að þeirra mati samrýmist ekki hugmyndum um græna borg og sjálfbæra þróun. Það er saga til næsta bæjar.
Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og F-lista óska bókað:
Allur undirbúningur og skipulag lóða við Reynisvatnsás fór fram í tíð fyrri meirihluta. Bókun Sjálfstæðismanna ber vott um bakþanka að því er varðar vægi grænna sjónarmiða í þeirra valdatíð. Nýr meirihluti mun við skipulagsákvarðanir hins vegar láta umhverfissjónarmið vega þungt og láta náttúruna njóta vafans hér eftir sem hingað til.
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 7. þ.m., þar sem lagt er til að Akóges í Reykjavík verði úthlutað byggingarrétti á lóð nr. 70 við Suðurlandsbraut. R05120090
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra framkvæmdasviðs frá 29. f.m. varðandi heimild 101 Skuggahverfis hf. til áframhaldandi afnota af lóð nr. 11 fyrir Skúlagötu fyrir vinnuaðstöðu og bílastæði. R07030046
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra og framkvæmdastjóra SHS fasteigna ehf. frá 22. f.m. þar sem óskað er eftir viðræðum um staðsetningu nýrra slökkvistöðva. R07010203
Vísað til umsagnar skipulagsráðs og umhverfisráðs.
14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. þ.m.:
Hér með er þess farið á leit að borgarráð samþykki að veita 750.000 kr. aukafjárframlag til Höfuðborgarstofu af liðnum ófyrirséð til að standa straum af kostnaði vegna þátttöku Færeyinga í Menningarnótt 2007, en Færeyingar þáðu boð um að vera gestasveitarfélag Menningarnætur 2007.
Greinargerð fylgir tillögunni. R07010041
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 16. f.m. um að heimila stjórn Fjölsmiðjunnar að gera tilboð í húsnæði fyrir starfsemina með fyrirvara um fulla fjármögnun. R07050008
Frestað.
16. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 7. þ.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 5. s.m. um að fundin verði hentug staðsetning fyrir 6 færanleg smáhýsi sem ætluð eru utangarðsfólki. R07120042
Vísað til skipulagssviðs.
17. Lögð fram greinargerð fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar með níu mánaða uppgjöri og útkomuspá ársins 2007, dags. í dag, ásamt árshlutareikningi og sundurliðun. R07110100
18. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 28. f.m. ásamt samkomulagi til lúkningar ágreinings vegna lóðamála milli Reykjavíkurborgar og eigenda fasteignar að Vesturgötu 26A. R04120038
Samþykkt.
19. Lögð fram umsögn borgarlögmanns frá 10. þ.m. um lyfsöluleyfi að Þjóðhildarstíg 2-6. R07110118
Borgarráð samþykkti umsögnina.
20. Lagt fram bréf sviðsstjóra leikskólasviðs frá 27. f.m. varðandi samþykkt leikskólaráðs 19. sept. sl. á reglum vegna úthlutunar almennra styrkja leikskólaráðs og styrkja ráðsins til þróunarverkefna. R04010094
Samþykkt.
21. Lagðar fram tillögur skrifstofustjóra borgarstjórnar að umsögnum um rekstrarleyfi fjögurra veitingastaða, sbr. yfirlit, dags. í dag. R07120002
Samþykkt.
22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 10. þ.m. ásamt tillögu að samþykkt fyrir mannréttindaráð. R05020008
Vísað til borgarstjórnar.
23. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, þar sem lagt er til að Ellý K. Guðmundsdóttir forstjóri verði ráðin í starf sviðsstjóra umhverfis- og samgöngusviðs. R07110116
Samþykkt.
24. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, listi yfir umsækjendur um starf skrifstofustjóra borgarstjóra. R07110173
25. Lögð fram upplýsingaöryggisstefna og gæðastefna Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar, dags. 4. desember 2007. R07120053
Frestað.
26. Kynntar aðferðir við áhættumat á vegum innri endurskoðunar. R07120055
27. Lagt fram bréf dómsmálaráðherra frá 29. f.m. ásamt reglugerð um lögreglusamþykktir sem ætlað er að vera fyrirmynd að lögreglusamþykktum sveitarfélaga.
Borgarráð samþykkir að fela skrifstofustjóra borgarstjórnar að endurskoða gildandi lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík nr. 206/2004 með tilvísun til reglugerðar um lögreglusamþykktir og leggja fyrir borgarráð. R07090138
28. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 10. þ.m. þar sem lagt er til að Norðurflug ehf. láti fjarlægja flugskýli nr. 9 á Reykjavíkurflugvelli. R07090091
Samþykkt.
Jafnframt vísað til skipulagssviðs.
29. Lagt fram bréf starfshóps um undirbúning 100 ára afmælis kvenna í borgarstjórn, dags. 12. þ.m., um fjárveitingu kr. 1.500.000 af liðnum ófyrirséð árið 2008. R07010119
Samþykkt.
30. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 10. þ.m. þar sem lagt er til að Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, taki sæti Jórunnar Frímannsdóttur, fyrrv. formanns velferðarráðs, í stjórn samtakanna European Cities Against Drugs og innlendri verkefnisstjórn forvarnarverkefnisins Youth in Europe þar sem Jórunn hefur gegnt formennsku. R07010166
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
31. Lagður fram samstarfssamningur velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og SÁÁ samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda, dags. 1. jan. nk. R07120069
Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
32. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að borgarstjóra og formanni ÍTR verði falið að ræða við stjórn UMFÍ með það að markmiði að ÍBR fái aðild að UMFÍ sem fyrst. Í þessu sambandi er vísað til rökstuðnings fyrir slíkri aðild í bréfi ÍBR til borgarráðs Reykjavíkur, dags. 8. nóvember 2007.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknarflokks og F-lista óska bókað:
Erindi ÍBR hefur þegar verið vísað til ÍTR og hefur formaður ráðsins rætt við forsvarsmenn UMFÍ vegna þessa máls. Sjálfsagt er að fylgja því eftir með formlegum hætti. R07110099
33. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi tillögu:
Mikið landbrot hefur átt sér stað á strandlengjunni á Kjalarnesi, allt frá Móum að Norðurkoti. Landbrotið hefur átt sér stað einna mest seinasta áratuginn. Lagt er til að umhverfis- og samgöngusvið geri tillögur með það að markmiði að landbrot á þessu svæði verði stöðvað. Haft verður náið samráð við landeigendur á svæðinu. R07120072
Frestað.
34. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í ljósi ummæla Ólafs F. Magnússonar, forseta borgarstjórnar, um að hann teldi æskilegt að nýr meirihluti kæmi sér saman um málefnasamning, vilja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins spyrja: Hefur orðið breyting á þeirri afstöðu meirihlutans að ekki sé nauðsynlegt að leggja fram málefnasamning? Tekur meirihlutinn nú undir það sjónarmið sjálfstæðismanna, meirihluta borgarbúa og forseta borgarstjórnar um að eðlilegt sé að meirihlutinn í borgarstjórn segi borgarbúum hver stefna hans sé og fyrir hvað hann standi? R07120073
35. Afgreitt 1 útsvarsmál. R06010038
Fundi slitið kl. 11:50
Björn Ingi Hrafnsson
Björk Vilhelmsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Hanna Birna Kristjánsdóttir Ólafur F. Magnússon
Svandís Svavarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson