Borgarráð - Fundir nr. 5063

Borgarráð

B O R G A R R Á Ð

Ár 2009, fimmtudaginn 5. mars, var haldinn 5063. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.45. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð framtalsnefndar frá 10. janúar. R09010006

2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 2. mars. R09010007

3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 20. febrúar. R09010017

4. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 24. febrúar. R09010018

5. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 4. mars. R09010026
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 20. febrúar. R09010030

7. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 27. febrúar. R09010032

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál. R09020106

9. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. í dag, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar um endurskoðun á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. febrúar. R08040099

10. Lagt fram að nýju bréf kaupmanna við Laugaveg frá 29. janúar sl. varðandi stofnun miðborgarfélags. R09020067
Samþykkt borgarráðs:
Félagið Miðborg Reykjavíkur var á sínum tíma stofnað að frumkvæði kaupmanna og hagsmunaaðila í miðborginni. Félagið hefur unnið að mörgum mikilvægum hagsmunamálum fyrir miðborgina, en sé það almennur vilji kaupmanna að breyta fyrirkomulagi félagsins, gerir borgarráð ekki athugasemd við það, enda félaginu fyrst og síðast ætlað að vinna fyrir og í þágu þeirra aðila. Borgarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa því til stjórnar Miðborgar Reykjavíkur. Óskað er eftir því að stjórnin hefji sem fyrst viðræður við þessa aðila með það að markmiði að móta tillögur um nýtt fyrirkomulag miðborgarmála er kæmu síðan til afgreiðslu borgarráðs.

11. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 24. f.m., sbr. samþykkt menntaráðs 11. s.m., varðandi reglur um umsóknir, innritun, gjaldtöku og innheimtu vegna skólamáltíða. Jafnframt lagt fram minnisblað fjármálastjóra um málið, dags. 4. þ.m. R08090117
Samþykkt.

Bókun borgarráðs:
Í samræmi við áður framkomna tillögu um stöðu barna atvinnulausra sem samþykkt var á síðasta fundi er áréttað að borgarráð hafi sérstaklega stöðu þeirra barna í huga þegar innheimta fyrir skólamáltíðir er annars vegar sem og önnur gjaldtaka.

12. Lagður fram ársreikningur Sorpu bs. fyrir árið 2008. R09020118
Vísað til fjármálaskrifstofu.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 27. f.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 25. s.m., um styrkveitingu til Fjölskylduhjálpar Íslands. R08090212
Samþykkt.

14. Lagt fram skilabréf starfshóps um skráningu siðareglna fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar, dags. 27. f.m., ásamt drögum að siðareglum, dags. 25. s.m. R09010157
Vísað til umsagnar viðkomandi stéttarfélaga.

15. Lagt fram bréf Ásgeirs Ásgeirssonar frá 24. f.m. varðandi atvinnusköpun í anda sænska Halland-verkefnisins. R08080073
Vísað til skrifstofustjóra borgarstjóra.

16. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 2. þ.m. varðandi uppgjör bóta vegna lóðarinnar nr. 96 við Urðarbrunn. R09020087
Samþykkt.

17. Borgarráð samþykkir að skipa Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, Sigrúnu Magnúsdóttur og Árna Þór Sigurðsson í vinnuhóp sem vinni tillögur um hvernig haldið verði upp á 100 ára afmæli hússins Höfða á þessu ári. R09030006

18. Lögð fram umsögn umhverfis- og samgöngusviðs um frumvarp um endurskoðun á undanþágum frá I. kafla viðauka við EES-samninginn, dags. 3. þ.m., ásamt bréfi borgarlögmanns, dags. s.d. R08040051
Samþykkt.

19. Lagður fram lánssamningur milli Lánasjóðs sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar um lán að fjárhæð einn milljarður kr., dags. 3. þ.m. R09020102
Samþykkt.

20. Lagt fram svar borgarráðs til umboðsmanns Alþingis varðandi stefnumörkun í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur og tengd atriði, dags. í dag. R07100223
Samþykkt.

21. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 4. þ.m. ásamt tillögu sem vísað var til borgarráðs á fundi borgarstjórnar 3. s.m. R07100311
Frestað.

22. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

Meirihluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hefur samþykkt að fylgja fordæmi Reykjavíkurborgar um verðbætur á verksamningum, sem byggir á samkomulagi Reykjavíkurborgar við Samtök iðnaðarins (SI). Áætlaður kostnaður OR vegna þessa samkomulags er að lágmarki 800 milljónir. Vegna ríkra hagsmuna OR óskaði fyrirtækið eftir samráði við Reykjavíkurborg þegar borgin gekk frá samningnum við SI. Þegar málið kemur inn á borð OR, koma fram upplýsingar um að Reykjavíkurborg gangi mun lengra í að verðbæta samninga en að skipta ófyrirséðum kostnaði á milli aðila, eins og lagt var upp með í upphafi. Því vilja fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði spyrja: Í gögnum málsins sem ákvörðun borgarstjórnar byggði á, er lögð áhersla á að aðilar skipti milli sín ófyrirséðum kostnaði. Hins vegar fæst ekki annað séð en að samkvæmt samningnum greiði Reykjavíkurborg allan kostnað vegna ófyrirséðra verðhækkana og rúmlega það, miðað við þær forsendur sem ganga hefði mátt út frá á þeim tíma sem tilboðin eru unnin. Óskað er skýringa á þessu misræmi. Borgin verðbætir kostnað umfram 4#PR verðbólgu vegna tilboða opnaðra fyrir 1. mars, en verðbólga samkvæmt Hagstofu Íslands mældist í janúar sama ár 5,8#PR og í febrúar 6,8#PR þegar tilboðin voru unnin. Á sama hátt verðbætir borgin tilboð sem opnuð voru fyrir 1. september umfram 10#PR verðbólgu, meðan verðbólga mánuðinn á undan var 14,5#PR. Sama á við um aðra mánuði sbr. töflu hér að neðan. Því er spurt hversvegna ekki hafi verið litið til þess verðbólgustigs sem menn gátu gengið út frá á þeim tíma þegar tilboð voru unnin, þegar samið var um verðbætur við SI og kostnaði umfram það skipt milli aðila? Telur Reykjavíkurborg að nægjanlegt samráð hafi átt sér stað milli borgar og OR í þessu stóra hagsmunamáli? Í hverju var það samráð fólgið? R08070059
(Til að skoða meðfylgjandi töflu þarf að opna fundargerðina á pdf-formi)

23. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á síðasta borgarráðsfundi, fimmtudaginn 26. febrúar sl., var spurt um ákvarðanir um aukið byggingarmagn og skuldbindandi leigusamning borgarinnar á Höfðatorgsreit og aðkomu tveggja borgarfulltrúa Framsóknarflokksins að málinu. Formaður borgarráðs sleit fundi skömmu síðar og neitaði að fyrirspurnin yrði færð til bókar. Því er spurt á ný:
1. Hvenær var tekin ákvörðun um skuldbindandi leigusamning fyrir milljarða króna og aukið byggingarmagn á Höfðatorgsreit?
2. Hver var aðkoma þáverandi borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa Framsóknarflokksins, þeirra Björns Inga Hrafnssonar og Óskars Bergssonar, að þessum málum?
3. Í hvaða ráðum og nefndum borgarinnar sátu þessir sömu kjörnu fulltrúar Framsóknarflokks á fyrra valdatímabili Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í borginni og hvaða stöðu sköpuðu þessar nefndasetur fyrir fulltrúa Framsóknarflokksins til að hafa áhrif á framgang þessa dýra leigusamnings, sem og að hafa áhrif á aukið byggingarmagn á Höfðatorgi? R07020171

24. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á síðasta fundi borgarráðs, fimmtudaginn 26. febrúar sl., lagði undirritaður fram tvær fyrirspurnir. Önnur fyrirspurnin varðaði kostnað og fjölda starfa vegna áframhalds framkvæmda við Tónlistar- og ráðstefnuhús, en undirritaður hefur gagnrýnt hve hratt og óvarlega er farið fram í því máli án þess að kanna betur rekstrarlegar forsendur fullbyggðs Tónlistar- og ráðstefnuhúss og endurskoða allt skipulag hafnar- og slippasvæðisins í ljósi efnahagshrunsins sl. haust. Formaður borgarráðs sleit fundi í miklu hasti skömmu eftir að fyrirspurnin um TRH var lögð fram og hefur hún ekki komið fram síðan, hvorki í gögnum eða fundargerð. Því er spurt á ný: Hversu mörg innlend störf munu skapast á vinnusvæði TRH á næstu 2 árum fyrir þá 13,3 milljarða króna sem kostar að klára verkefnið? Í hvaða tilgangi er reynt að fullyrða að um 600 störf sé að ræða þegar ljóst er að inni í þeirri tölu er fjöldi erlendra starfa, m.a. í Kína þar sem hluti vinnu við geysidýran glerhjúp utan um hið fyrirhugaða mannvirki við höfnina fer fram? Hversu miklum fjármunum hyggst meirihlutinn í borgarstjórn verja á þessu ári til brýnnar og arðbærrar endurreisnar gamallar götumyndar við Laugaveg 4-6 og á horni Lækjargötu og Austurstrætis, en í báðum tilfellum er um að ræða eina elstu götumynd í borginni á lykilsvæði fyrir ásýnd, mannlíf og atvinnustarfsemi í gömlu miðborginni? R09010036

Fundi slitið kl. 11.15

Óskar Bergsson
Björk Vilhelmsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Kjartan Magnússon Sigrún Elsa Smáradóttir
Svandís Svavarsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson