Borgarráð
3
B O R G A R R Á Ð
Ár 2001, þriðjudaginn 9. október, var haldinn 4705. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Steinunn Valdís Óskardóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 8. október.
2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál.
3. Lögð fram ársskýrsla Miðgarðs 2000.
4. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu á breyttu aðalskipulagi að Stakkahlíð 17. Samþykkt.
5. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Kirkjutúns. Samþykkt.
6. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 3. s.m. um deiliskipulag skíðasvæðis Skálafells og auglýsingu um breytt deili- og aðalskipulag Kjalarness. Samþykkt.
7. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 4. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 3. s.m. um Bæjarháls, Hraunbæ, miðsvæði. Frestað.
8. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 3. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 3. s.m. um auglýsingu deiliskipulags Teigahverfis. Samþykkt.
9. Lagður fram kjarasamningur Félags íslenskra náttúrufræðinga annars vegar og Reykjavíkurborgar hins vegar, dags. 4. október 2001. Borgarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag, sbr. samþykkt samgöngunefndar 24. f.m. um aðkomu að Þjóðminjasafninu frá Suðurgötu. Samþykkt.
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag, sbr. samþykkt samgöngunefndar 8. þ.m. um að sett verði upp umferðarljós á gatnamótum Háaleitisbrautar við Smáagerði. Samþykkt.
12. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um áfengismál nr. 12/2001 varðandi veitingastaðinn Kaffi Thomsen.
13. Lagður fram dómur Hæstaréttar í máli nr. 57/2001 í skaðabótamáli vegna vinnuslyss.
14. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 8. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. um að samið verði við Sveinbjörn Sigurðsson ehf. um byggingu leikskóla í Grafarholti. Samþykkt.
15. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um drög að reglugerð um lögreglusamþykktir, ásamt athugasemdum fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 26. f.m. við einstakar greinar. Borgarráð samþykkir umsögnina.
16. Lögð fram eftirtalin gögn varðandi veitingastaðinn Kaffi-Stíg, kröfur nágranna um afturköllun leyfis, dag. Bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag. Bréf sama aðila frá 24. f.m. ásamt fylgiskjölum. Umsögn lögreglustjóra, dags. í dag. Staðfesting tollstjóra um móttöku tryggingafjár, ódagsett, mótt. 26. f.m.
Samþykkt borgarráðs:
Eins og fram kemur í framlagðri umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar eru ekki til staðar forsendur þess að verða við kröfu íbúa að Rauðarárstíg 33 um afturköllun áfengisveitingaleyfis fyrir veitingastaðinn Kaffi-Stíg. Borgarráð beinir því hins vegar til lögreglustjórans í Reykjavík að hann tryggi náið eftirlit með rekstri veitingastaðarins og beiti úrræðum 25. gr. áfengislaga um áminningu og leyfissviptingu ef tilefni er til.
17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Áformað er að minnast 70 ára afmælis almenningssamgangna í borginni með sýningu og uppákomu nú í lok október. Strætó bs. hefur hug á að verja allt að 2 mkr. í dagskrána og verkefni þessu tengd, en hefur leitað samstarfs við Reykjavíkurborg í formi fjárframlags, sbr. bréf dags. 5. þ.m. Borgarráð samþykkir að verja allt að einni milljón til þessa verkefnis enda tryggi Strætó bs. að því verði sniðinn stakkur í samræmi við fjárhagsramma. Samþykkt.
18. Lögð fram umsögn gatnamálastjóra og umdæmisstjóra Reykjanesumdæmis Vegagerðarinnar frá 8. þ.m. um kærur sem borist hafa umhverfisráðuneytinu vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar frá 3. ágúst s.l. um frekara mat á umhverfisáhrifum Hallsvegar. Samþykkt að senda umsögnina til umhverfisráðuneytis.
19. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlits frá 14. f.m., sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 13. s.m. um breytingar á samþykkt um hundahald. Vísað til umsagnar borgarlögmanns.
20. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 4. þ.m., sbr. samþykkt menningamálanefndar 3. s.m. varðandi tónlistar- og ráðstefnuhús og aðstöðu þar til óperuflutnings.
21. Lögð fram tillaga framkvæmdastjóra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að nýrri samþykkt fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem lögð verður fyrir aðalfund SSH.
22. Lögð fram skýrsla framkvæmdastjóra menningarnætur um menningarnótt í Reykjavík 18. ágúst 2001. Jafnframt lögð fram viðhorfskönnun Gallups um menningarnótt, gerð í ágúst – september s.l.
23. Rætt um fjárhagsáætlun 2002.
- Kl. 14.30 tók Ólafur Kr. Hjörleifsson við fundarritun af Gunnari Eydal.
- Kl. 14.57 Vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi.
24. Kynntar hugmyndir um lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkur.
- Kl. 15.12 vék borgarstjóri af fundi.
25. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvað líður athugun á hvar hentugt er og hagkvæmt að koma fyrir útibúi Borgarbókasafns í Árbæjarhverfi sem borgarráð samþykkti í janúar s.l. að gerð skyldi?
26. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvað tefur svar við fyrirspurn okkar í borgarráði 20. mars s.l. um sundurliðun kostnaðar vegna atkvæðagreiðslu um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar? Fyrirspurnin var ítrekuð á fundi borgarráðs 24. júlí s.l. og er ítrekuð hér með á nýjan leik.
27. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um fjölda úthlutaðra íbúða í Grafarholti, þar sem fram komi herbergjastærð og meðalstærð 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúða.
28. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er upplýsinga um þróun gjaldskráa borgarinnar, fyrirtækja hennar og stofnanna frá árinu 1994, auk hækkunar útsvars og fasteignagjalda frá sama tíma.
Fundi slitið kl. 15.37.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Helgi Hjörvar Inga Jóna Þórðardóttir
Hrannar Björn Arnarsson Júlíus Vífill Ingvarsson