Borgarráð
Ár 2025, fimmtudaginn 23. janúar, var haldinn 5770. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru auk borgarstjóra, Heiða Björg Hilmisdóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björg Magnúsdóttir, Ebba Schram, Hulda Hólmkelsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. janúar 2025, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 21. janúar 2025 hafi verið samþykkt að Heiða Björg Hilmisdóttir taki sæti í borgarráði stað Dags B. Eggertssonar og að Skúli Þór Helgason taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Heiðu Bjargar. Jafnframt var samþykkt að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði formaður borgarráðs. Lagt til að Árelía Eydís Guðmundsdóttir verði varaformaður borgarráðs.
Samþykkt. MSS22060043Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. janúar 2025, þar sem fram kemur að á fundi forsætisnefndar þann 17. janúar 2025 hafi verið tilkynnt að Helga Þórðardóttir taki sæti sem áheyrnarfulltrúi í borgarráði í stað Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur og að Einar Sveinbjörn Guðmundsson taki sæti sem áheyrnarfulltrúi til vara í stað Helgu. MSS22060043
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. janúar 2025, þar sem fram kemur að Dagur B. Eggertsson hafi hlotið lausn frá störfum sínum í borgarstjón Reykjavíkur og þar með sem varamaður í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Óskað er eftir að borgarráð tilnefni varamann í stjórnina í stað Dags.
Samþykkt að tilnefna Heiðu Björgu Hilmisdóttur sem varamann í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. MSS22060155Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. janúar 2025, þar sem fram kemur að Dagur B. Eggertsson hafi hlotið lausn frá störfum sínum í borgarstjórn og þar með sem varamaður í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Skv. 5. gr. samþykktar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er stjórn samtakanna skipuð framkvæmdastjórum aðildarsveitarfélaganna, auk þess sem hver sveitarstjórn skuli tilnefna varamann úr röðum kjörinna sveitarstjórnarmanna. Óskað er eftir því að borgarráð tilnefni varamann í stjórn samtakanna í stað Dags.
Samþykkt að tilnefna Heiðu Björgu Hilmisdóttur sem varamann í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. MSS23110125Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. janúar 2025, þar sem fram kemur að Dagur B. Eggertsson hafi hlotið lausn frá störfum í borgarstjórn Reykjavíkur, en hann hefur veitt stýrihópi um nýja samgöngumiðstöð Reykjavíkur forystu. Óskað er eftir að borgarráð samþykki að Heiða Björg Hilmisdóttir taki sæti Dags í hópnum og jafnframt formennsku í stýrihópnum.
Samþykkt. MSS24080093Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. í dag, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að nafnvirði 1.560 m.kr. í verðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 44 1 á ávöxtunarkröfunni 3,70% en það eru 1.563 m.kr. að markaðsvirði. Ofangreind tillaga var tekin fyrir og samþykkt á fundi fjárstýringarhóps þann 22. janúar 2025.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Halldóra Káradóttir og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS25010003Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. janúar 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. janúar 2025 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbrekkna-Hallsvegar suður vegna lóðarinnar nr. 14 við Lambhagaveg, ásamt fylgiskjölum.
SamþykktÓlöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23070113
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. janúar 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 15. janúar 2025 á auglýsingu á tillögu um nýtt deiliskipulag fyrir Ártúnshöfða, svæði 7A, ásamt fylgigögnum.
Samþykkt.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24120060Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa viðrað þau sjónarmið tryggja skuli lágmarks þéttleika byggðar og mannvænt umhverfi. Hér er margt til framfara í þessum efnum miðað við það sem gengur og gerist á mörgum öðrum nýbyggingarsvæðum, þá sérstaklega trjásvæðið og gott baksvæði sem ætti að vera sólríkt miðað við gögn. Hér er meðal annars um að ræða 7 hæða fjölbýli sem er ansi hátt þó ánægjulegt sé að sjá hvernig þökin eru brotin upp til að milda áhrif þess. Þrátt fyrir að til standi að láta Borgarlínu fara í gegnum Ártúnshöfða er staðsetningin samt slík að vænta má að íbúar og gestir þeirra reiði sig margir á bíl sem og þeir sem ferðast á svæðið til að nýta þá verslun og þjónustu sem á að vera þarna á jarðhæð. Áhyggjur eru að ekki séu ráðgerð næg bílastæði til að anna þessum þörfum. Einnig bentu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sérstaklega á að útlit sé fyrir að hliðin sem snýr að hafi á fjögurra hæða húsinu sem er fyrir miðju reitsins muni aldrei fá beint sólarljós. Þessu þarf að huga því líkt og fjöldi rannsókna hefur staðfest er beint sólarljós í íbúum fólks áhrifaþáttur í heilsu þess.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. nóvember 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna viðbyggingar og framkvæmda á lóð leikskólans Hulduheima í Grafarvogi, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK25010183
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. janúar 2025, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs sama dag á nærþjónustukjarna innan íbúðarbyggðar í Skerjafirði, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24020304
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins er sammála umsögn íbúaráðs Vesturbæjar að leiðinlegt sé að ekki hafi tekist nægilega vel að reka nærþjónustukjarna þarna. Það er ljóst að virkir nærþjónustukjarnar geta verið ákveðin lífsgæði fyrir íbúa á slíkum svæðum. Í raun er þetta svæði svolítið sér á parti vegna flugvallarins í næsta nágrenni sem augljóslega hindrar vöxt íbúabyggðar og þannig fólksfjölgunar á svæðinu - sem þá líklega skerðir um leið rekstrargrundvöll öflugrar nærþjónustu. Vert er að minna á að í umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er tekið fram að ákveðin hávaðamengun sé þarna til staðar sem hafa þarf í huga varðandi breytingu nærþjónustukjarna í íbúabyggð. Þó er ljóst að þarna er fyrir rótgróin byggð sem sætir sama álagi. Auðvitað hefði verið betra að geta byggt upp öflugan nærþjónustukjarna næst flugvellinum og stækka þá byggð fjær þeirri hávaðamengun sem talað er um - en slíkt er ákveðnum takmörkunum háð hvað þetta svæði varðar. Fulltrúi Flokks fólksins gerir að öðru leyti engar athugasemdir við þessa breytingartillögu.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á trúnaðarmerktri úttekt KPMG á sameiningu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, skrifstofu umboðsmanns borgarbúa og persónuverndarfulltrúa.
Róbert Ragnarsson, Lilja Ósk Alexandersdóttir og Lárus Finnbogason taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS25010122
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 21. janúar 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki aðilaskipti á lóðum M og N við Þórðarhöfða 4, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS25010079Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Eftir aðilaskipti er um að ræða þriðja aðilann sem verður nýr lóðarhafi.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf samninganefndar Reykjavíkurborgar, dags. 23. janúar 2025, vegna kjarasamninga við Þroskaþjálfafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands, Stéttarfélag lögfræðinga, Félag íslenskra náttúrufræðinga og Sambands stjórnendafélaga, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Lóa Birna Birgisdóttir og Kolbeinn Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MOS24070014
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 14. janúar 2024, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 13. janúar 2025, á almennum aðgerðum menntastefnu Reykjavíkurborgar 2025-2027, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir og Hörður Ágústsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS24050132
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Ástæða er til að þakka fyrir kynningu á almennum aðgerðum menntastefnu Reykjavíkurborgar 2025-2027. Vonandi tekst að hrinda þessum aðgerðum í framkvæmd svo að þær verði til þess að skólakerfið í Reykjavík taki framförum. Minnt er hins vegar á að ítarleg stefnuskjöl með mörgum fallegum orðum hafa minni áhrif en markvissar aðgerðir. Óheppilegt væri ef þessi aðgerðaráætlun félli í þann flokk stefnuskjala hjá Reykjavíkurborg þar sem mikið er sagt en minna um að hlutum sé komið í verk. Aðalatriðið nefnilega, fyrir opinbera stefnumótun á sviði menntamála, er að einstakar aðgerðir séu mikilvægar, raunhæfar, vel útfærðar og fjármagnaðar.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að ávallt sé leitað eftir áliti starfsfólks sem starfar á gólfinu, við mótun þess sem fer í aðgerðaráætlun og innleiðingu þess. Hvað varðar aðgerð um viðmið um snjalltækjanotkun þá telur fulltrúi Sósíalista mikilvægt að slíkt verði unnið í skólunum þannig að viðmiðin komi ekki ofan frá.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Almennar aðgerðir menntastefnu Reykjavíkurborgar 2025 – 2027 er afrakstur hugmyndavinnu fjölmenns samráðshóps sem skipaður var af sviðsstjóra skóla-og frístundasviðs. Fulltrúa Flokks fólksins líst vel á þessar aðgerðir og vonar að þær komist til framkvæmda. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá að leggja eigi meiri áherslu á læsi og málskilning. Einnig að leggja eigi aukna áherslu á foreldrasamstarf, styðja og valdefla foreldra í hlutverki sínu. Til að auka líkur á því að þessar aðgerðir nái framgangi er mikilvægt að þær verði kynntar vel í skólasamfélaginu. Fulltrúi Flokks fólksins vill því hvetja skóla- og frístundasvið borgarinnar að kynna þessar aðgerðir vel fyrir skólasamfélaginu.
Fylgigögn
-
Afgreiðsla og bókanir undir þessum lið eru færðar í trúnaðarbók. VEL25010021
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 16. desember 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki beiðni Eiríks Björns Björgvinssonar um tímabundið leyfi frá starfi sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar frá og með 1. janúar 2025 í allt að 5 ár í samræmi við 1. mgr. 4. gr. laga nr. 88/1995. Steinþór Einarsson tekur við sem starfandi sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs þangað til nýr sviðsstjóri verður ráðinn. Stefnt er að því að tillaga vegna undirbúnings ráðningar í starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs verði lögð fram í borgarráði 30. janúar nk.
Samþykkt. MSS24120075
Fylgigögn
-
Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-7457/2023. MSS23120046
-
Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1094/2023. MSS22050086
-
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 10. janúar 2025, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fasteignagjöld, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. október 2024. MSS24100154
Fylgigögn
-
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 20. desember 2024, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ástæður ráðgjafakaupa hjá Reykjavíkurborg, sbr. 46. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. desember 2023. MSS23120148
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins þakkar greinargott svar við fyrirspurn sem lögð var fram í desember 2023 um hvað liggi til grundvallar mikillar aukningar á kaupum Reykjavíkurborgar á utanaðkomandi ráðgjöf en þá höfðu kaup á ráðgjöf aukist um nær 40% frá fyrra ári. Einnig var óskað eftir upplýsingum um hvernig stjórn á slíkum verkkaupum væri háttað og hvaða eftirlit væri með þeim. Í svari kemur fram að að sviðsstjóri ber ábyrgð á að innkaup innan síns sviðs séu í samræmi við gildandi lög um opinber innkaup. Sviðsstjórar, stjórnendur stofnana og skrifstofustjórar bera ábyrgð á að rekstur sé innan fjárhagsramma og að þessi kaup á ráðgjöf rúmist innan fjárheimilda. Fulltrúi Flokks fólksins benti jafnframt á óskýra bókhaldslykla þar sem flokkun á sérfræðikostnaði voru færðir á lykla sem segja til um starfsgrein sérfræðings en ekki eðli þjónustunnar. Það er fagnaðarefni að sjá að þessi fyrirspurn og ábending Flokks fólksins virðist hafa haft áhrif til betri vinnubragða því í svari segir : „Vegna aukins ráðgjafakostnaðar og þörf á að halda betur utan um þennan kostnaðarlið sbr. ofangreinda ábendingu hefur verið stofnaður nýr gjaldalykill „5428 Ráðgjöf sérfræðinga“. Gjaldalykilinn er með skyldu notkun á verkefnum í vídd 2, þannig að unnt verður að ná fram nákvæmri sundurliðun á ráðgjafaverkefnum.“
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um erindi Þróttar, sbr. 29. lið fundargerð borgarráðs frá 9. janúar 2025. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. janúar 2025.
Samþykkt að vísa tillögunni frá.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS25010073Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins fagnar því að málefni Þróttar hafi fengið umræðu í borgarráði eins fljótt og kostur var. Það er augljóst af málflutningi forsvarsmanna Þróttar að það hafi verið reiðarslag fyrir félagið þegar þeim var tilkynnt að byggja ætti skóla á svæði sem Þróttur hefur til afnota. Í umsögn frá félaginu kemur fram að „Reykjavíkurborg hefur engar heimildir til að einhliða taka til baka svæði sem Þróttur hefur ótímabundin endurgjaldslaus afnot af samkvæmt samningi aðila frá 12. desember 1996“. Það er augljóst að það er engin sátt. Í málflutningi meirihlutans í borginni hefur verið látið að því liggja að Þróttur sé sammála og sáttur við um staðsetningu safnskóla sem rísa á í Laugardal á reiti Þróttar. Það er svo sannarlega ekki þannig að Þróttur sé sammála þessari ákvörðun borgarinnar og er bara verulega ósáttur. „Einhliða takmörkun Reykjavíkurborgar á afnotarétti Þróttar samkvæmt samningi félagsins við Reykjavíkurborg er enn fremur óheimil. Afnotaréttur Þróttar að lóðinni verður ekki skertur nema með samkomulagi Þróttar og Reykjavíkurborgar, þar sem ákvæðis 6. gr. samningsins frá 1996 væri gætt til hins ítrasta“. Af þessu má sjá að Þróttur er hvergi nærri að fara að afhenda afnotaréttinn til borgarinnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 16. janúar 2025. MSS25010034
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 13. og 15. janúar 2025. MSS25010004
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 16. janúar 2025. MSS25010007
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 14. janúar 2025. MSS25010009
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðarinnar:
Flokkur fólksins tekur undir áhyggjur íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts sem fram koma í bókun ráðsins. Áhyggjurnar lúta að takmörkuðum opnunartíma og lágu þjónustustigi fyrir aldurshópinn 10-12 ára í félagsmiðstöðinni Árseli. Aðrir hópar á grunnskólaaldri hafa þegar vel skilgreinda þjónustu á þessu sviði, annars vegar í frístund og hins vegar félagsmiðstöðinni. Fulltrúa Flokks fólksins finnst það starf sem unnið er á félagsmiðstöðvum borgarinnar óskaplega mikilvægt því þar er tækifæri til að grípa börn og ungmenni sem eru í viðkvæmri stöðu og eru í hættu. Starf félagsmiðstöðva borgarinnar og íþróttafélaga hefur mikið forvarnargildi. Á tímum þar sem ofbeldi og neysla vímuefna hefur aukist meðal ungmenna er mikilvægt að styrkja starf félagsmiðstöðva borgarinnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 16. janúar 2025. MSS25010011
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 9. janúar 2025. MSS25010014
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 13. janúar 2025. MSS25010015
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. janúar 2025.
4. liður fundargerðarinnar er samþykktur. Einnig lögð fram leiðrétt fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2025.
Samþykkt. MSS25010030Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 20. lið fundargerðarinnar:
Fulltrúi Flokks fólksins lýsir vonbrigðum sínum með frávísun tillögunnar sem lögð var fram fyrst og fremst með hagsmuni íbúa svæðisins í huga. Einnig verður að minna á þá staðreynd enn og aftur að þétting byggðar í Reykjavík hefur oft á tíðum gengið aðeins of langt hvað varðar land og rými. Allt of mikið skuggavarp hefur átt sér stað á milli húsa sem skert hefur verulega lífsgæði íbúa margra nýrra bygginga sem virðast hafa verið reistar með það að markmiði að auka byggingarmagn á lóðum eins mikið og hægt er - með fyrrgreindum afleiðingum. Er það þó von fulltrúans að í áframhaldandi vinnu varðandi uppbyggingaráform í Grafarvogi verði allt gert til þess að taka sem mest tillit til sjónarmiða íbúa hverfisins.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 15. janúar 2025. MSS25010032
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál (MSS25010112, MSS23080029, MSS25010130, MSS25010110). MSS25010057
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS25010062
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. janúar 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um tímabundið áfengisleyfi með vísan til 2. mgr. 7. gr. laga nr. 85/2007, til kl. 04:00 til Lebowski Bar aðfararnótt mánudagsins 10. febrúar nk. í tilefni útsendingar Super Bowl. Jákvæð umsögn borgarráðs er háð því að aðrar lögbundnar umsagnir séu einnig jákvæðar.
Samþykkt. MSS25010113Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. janúar 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um tímabundið áfengisleyfi með vísan til 2. mgr. 17. gr. l. nr. 85/2007, til kl. 04.00 til American Bar aðfaranótt mánudagsins 27.janúar nk. í tilefni útsendingar undanúrslita Super Bowl. Jákvæð umsögn borgarráðs er háð því að aðrar lögbundnar umsagnir séu einnig jákvæðar.
Samþykkt. MSS25010134Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. janúar 2025, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um tímabundið áfengisleyfi með vísan til 2. mgr. 17. gr. l. nr. 85/2007, til kl. 04.00 til Just Wingin it, Snorrabraut 56 aðfaranótt mánudagsins 10. febrúar nk. í tilefni útsendingar Super Bowl. Jákvæð umsögn borgarráðs er háð því að aðrar lögbundnar umsagnir séu einnig jákvæðar.
Samþykkt. MSS25010133Fylgigögn
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska upplýsinga um fjölda þeirra foreldra sem sótt hafa um flutning barna sinna úr Maríuborg yfir á aðra leikskóla, síðastliðin tvö ár, sundurliðað niður á einstaka mánuði. Jafnframt er óskað upplýsinga um starfsmannaveltu á leikskólanum síðastliðin tvö ár, fjölda starfsmanna á leikskólanum, hlutfall faglærðra af starfsmannahópnum og hlutfall þeirra sem eru íslenskumælandi. Loks er óskað upplýsinga um fjölda tilkynninga til skóla- og frístundasviðs um óviðunandi aðbúnað barna og/eða aðbúnað starfsfólks síðastliðin tvö ár, en jafnframt fjölda tilkynninga um einelti á vinnustað. Óskað er eftir því að fyrirspurnin fái flýtimeðferð, enda málefnið brýnt. MSS25010152
Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Vísað er til fundargerðar endurskoðunarnefndar dags. 16. desember 2024, þar sem lagt var fram svar mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn endurskoðunarnefndar um veikindahlutfall starfsfólks Reykjavíkurborgar á tímabilinu 2021-2024. Óskað er upplýsinga um áætlaðan kostnað Reykjavíkurborgar vegna veikinda starfsfólks, sundurliðað fyrir hvert ár tímabilið 2021-2024. Jafnframt er óskað upplýsinga um það með hvaða hætti er áætlað fyrir veikindum starfsfólks í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025. Loks er óskað upplýsinga um það, með hvaða hætti Reykjavíkurborg hyggst bregðast við fyrirliggjandi veikindahlutföllum sem eru töluvert yfir veikindahlutföllum hjá Kópavogsbæ og einkageiranum. MSS25010153Vísað til umsagnar mannauðs- og starfsumhverfissviðs.
- Kl.11.30 víkur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir af fundinum.
Fundi slitið kl. 11.30
Heiða Björg Hilmisdóttir Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir Hildur Björnsdóttir
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 23.1.2025 - prentvæn útgáfa