Bílastæðanefnd - Fundur nr. 9

Bílastæðanefnd

B Í L A S T Æ Ð A N E F N D

Ár 2013, föstudaginn 25. október, var haldinn 9. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð. Von og hófst kl. 13:09. Viðstaddir voru: Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, og Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Fundarritari var Anna Elínborg Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf frá Tryggva Axelssyni, formanni rekstrarfélagsins við Borgartún 21, dags. 21. október 2013, beiðni um gerð samnings um rekstur skammtímastæða og eftirlit með bifreiðastöðum við Borgartún 21.

2. Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, dags. 23. október 2013, tillaga um að hluti af almennum bílastæðum á lóð Borgartúns 21 og 21 A verði gjaldskyld. Samþykkt. 3. Starfsáætlun 2014 rædd.

4. Önnur mál: Bílastæðanefnd óskar eftir upplýsingum um notkun leggja.is

Fundi slitið kl. 14.01

Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir