Bílastæðanefnd - Fundur nr. 7

Bílastæðanefnd

B Í L A S T Æ Ð A N E F N D

Ár 2013, föstudaginn 27. september, var haldinn 7. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð. Von og hófst kl. 13:10. Viðstaddir voru: Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Fundarritari var Anna Elínborg Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram tillaga um að almenn bílastæði á lóð Borgartún 8-16A og Katrínartún 2 verði gjaldskyld. Einnig var lagt fram bréf dags. 5. september 2013 frá húsfélagi Höfðatorgs í Borgartúni, beiðni um gjaldtöku við Höfðatorg. Samþykkt.

2. Lögð fram tillaga sem áður hafði verið frestað, tillaga um hækkun gjaldskrár skammtímagjalds í bílahúsum. Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, dags. 3. september 2013, hækkun á gjaldskrá skammtímastæða í bílahúsum. Samþykkt. Jafnframt er samþykkt að farið verði í kynningarátak á bílahúsunum. 3. Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, dags. 27. september 2013, tillaga um breytingu á gjaldskyldutíma á gjaldskyldum bílastæðum. Samþykkt. Bílastæðanefnd felur framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs að kanna samhliða hvort breyta á gjaldskyldutíma virka daga á gjaldssvæði P1 til kl. 20.00 alla virka daga. Samþykkt að leita umsagna hagsmunaaðila í miðborginni um tillöguna á breytingu á gjaldskyldutíma á gjaldsvæði 1 til kl. 20.00.

4. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. júní 2013, tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um að viðskiptavinir bílastæðahúsa fái frítt í strætó. Einnig var lagt fram bréf frá Strætó, dags. 21. september 2013, umsögn um tillögu Vinstri grænna. Bílastæðanefnd lýsir sig reiðubúna til viðræðna við Strætó um málið.

5. Lagt fram minnisblað, dags. 24. september 2013 um nýtingu bílastæða á Laugavegi.

6. Lagt fram minnisblað, dags. 25. september 2013 um þróun stöðvunarbrotagjalda. Formaður stjórnar leggur fram svohljóðandi tillögu: Lagt er til að stöðubrotsgjald fyrir að leggja í bílastæði fyrir hreyfihamlaða verði hækkað úr kr. 10.000 í kr. 20.000 og að stöðubrotsgjald verði hækkað úr kr. 5.000 í kr. 10.000. Samþykkt. Tillögunni vísað til borgarráðs. Einnig var samþykkt að skoða í kjölfarið breytingu á aukastöðugjaldi.

7. Kynnt drög að fjárhagsáætlun 2014.

Fundi slitið kl. 14.27

Karl Sigurðsson

Kristín Soffía Jónsdóttir