Bílastæðanefnd
B Í L A S T Æ Ð A N E F N D
Ár 2013, föstudaginn 6. september, var haldinn 6. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð. Von og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru: Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Sóley Tómasdóttir og Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Fundarritari var Ingibjörg Magnúsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf frá Samkeppnisstofnun, dags. 13. ágúst 2013, kvörtun vegna háttsemi Bílastæðasjóðs Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar á markaði með bílastæði í Reykjavík Málið var látið falla niður af hálfu Samkeppnisstofnunar.
2. Lagt fram bréf frá Umboðsmanni borgarbúa, dags. 28. ágúst 2013, fyrirspurn Íbúasamtaka Miðborgar til borgarráðs. Óskað er eftir upplýsingum um hvort borgarráð hefði eða hygðist endurnýja styrktarsamning við félagið Miðborgin okkar en samningurinn rann út þann 31. desember 2012. Málinu vísað til skrifstofu borgarlögmanns. 3. Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, dags. 3. september 2013, hækkun á gjaldskrá skammtímastæða í bílahúsum. Frestað til næsta fundar.
4. Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, dags. 2. september 2013, breyting á gjaldskyldutíma á gjaldskyldum bílastæðum. Frestað til næsta fundar
5. Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, dags. 3. september 2013, um að auka út gjaldskyldu í Þingholtunum. Samþykkt samhljóða.
6. Lagt fram bréf frá umboðsmanni Alþingis, dags. 28.08.2013 álit á stöðvunarbrotagjaldi.
Sóley Tómasdóttir vék af fundi kl. 14:30.
Fundi slitið kl. 14.45
Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Gísli Marteinn Baldursson