Bílastæðanefnd - Fundur nr. 5

Bílastæðanefnd

B Í L A S T Æ Ð A N E F N D

Ár 2013, mánudaginn 24. júní, var haldinn 5. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð. Von og hófst kl. 15:00. Viðstaddir voru: Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Gísli Baldur Marteinsson, Sóley Tómasdóttir og Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Fundarritari var Anna Elínborg Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt er til að þjónusta við rafbíla verði aukin með bættum merkingum rafhleðslustæða í bílahúsum. Samþykkt.

2. Lagt er til að Bílastæðasjóður kanni grundvöll þess að setja upp þjónustu fyrir rafbíla á völdum svæðum í borginni með hugsanlegri samvinnu við Orkuveitu. Samþykkt.

3. Lagt fram svar við fyrirspurn frá Bílastæðanefnd um fjölda bílastæða sem Bílastæðasjóður hefur á leigu hjá Reykjavíkurborg og leigukostnað vegna þeirra árið 2012.

4. Bílastæðanefnd óskar eftir að fá upplýsingar um sundurliðaðar tekjur árið 2012 og 2013 á næsta stjórnarfundi.

Fundi slitið kl. 16.15

Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Gísli Marteinn Baldursson