Bílastæðanefnd
B Í L A S T Æ Ð A N E F N D
Ár 2016, föstudaginn 29. apríl, var haldinn 51. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð og hófst kl. 13.09. Viðstaddir voru: Sóley Tómasdóttir, Halldór Auðar Svansson, Karl Sigurðsson, Hildur Sverrisdóttir og Jóna Björg Sætran. Jafnframt sátu fundinn Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri og Anna Elínborg Gunnarsdóttir rekstrarstjóri. Fundarritari var Vigdís Þóra Sigfúsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagður er fram undirritaður samningur við Miðborgina okkar sem bílastæðanefnd fól framkvæmdastjóra að gera á fundi sínum þann 15. apríl sl.
Samþykkt einróma.
2. Kynning fer fram á aukastöðugjöldum.
3. Lögð er fram tillaga um hækkun aukastöðugjalds. BSS16040001.
Frestað.
4. Lagður er fram samningur við Private Iceland ehf. vegna farangursskápa í bílahúsum.
Samþykkt einróma.
5. Umræða fer fram um fundartíma nefndarinnar.
Fundi slitið kl. 13.50
Sóley Tómasdóttir
Halldór Auðar Svansson Karl Sigurðsson
Hildur Sverrisdóttir