Bílastæðanefnd
B Í L A S T Æ Ð A N E F N D
Ár 2016, föstudaginn 15. apríl, var haldinn 50. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð og hófst kl. 13.03. Viðstaddir voru: Sóley Tómasdóttir, Hjálmar Sveinsson, Halldór Auðar Svansson og Karl Sigurðsson. Jafnframt sátu fundinn Jóna Björg Sætran, Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri og Anna Elínborg Gunnarsdóttir rekstrarstjóri. Fundarritari var Vigdís Þóra Sigfúsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning um skýrslu miðborgarhóps borgarinnar.
S. Björn Blöndal tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bílastæðanefnd samþykkir eftirfarandi:
Við samþykkt síðasta samstarfssamnings við Miðborgina okkar bókaði bílastæðanefnd að ekki yrðu gerðir frekari samningar nema að undangenginni auglýsingu og gagnsæu ferli í samræmi við endurskoðaðar reglur og samþykktir borgarinnar, enda lá fyrir álit borgarlögmanns og umboðsmanns borgarbúa sem nauðsynlegt var að bregðast við. Það stendur ennþá til. Umtalsverð vinna hefur átt sér stað, vinna stýrihóps um málefni miðborgarinnar er á lokametrunum og styrkjareglur bílastæðanefndar sömuleiðis. Vinnan hefur verið umfangsmeiri en búist var við og nú er ljóst að nýtt fyrirkomulag og verklag vegna miðborgarmála og styrkja bílastæðanefndar verður ekki tilbúið fyrr en með haustinu. Því samþykkir bílastæðanefnd að fela framkvæmdastjóra að ganga til samninga við Miðborgina okkar í síðasta sinn áður en nýtt fyrirkomulag tekur gildi.
2. Fram fer umræða um styrktarreglur.
Frestað.
3. Fram fer kynning á mælaborði.
4. Lagt er fram álit borgarlögmanns um aukastöðugjöld. R15100433
Fundi slitið kl. 14.11
Sóley Tómasdóttir
Hjálmar Sveinsson Halldór Auðar Svansson
Karl Sigurðsson