Bílastæðanefnd - Fundur nr. 48

Bílastæðanefnd

BÍLASTÆÐANEFND

Ár 2016, föstudaginn 12. febrúar, var haldinn 48. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð og hófst kl. 13.16. Viðstaddir voru: Sóley Tómasdóttir, Sverrir Bollason, Þórgnýr Thoroddsen, Karl Sigurðsson og Jóna Björg Sætran. Jafnframt sat fundinn Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri. Fundarritari var Vigdís Þóra Sigfúsdóttir. 

Þetta gerðist:

1. Lögð er fram umsögn um nýjar reglur og gjaldskrár um bílastæðagjald í Reykjavík, dags. 11. febrúar 2016. BSS16010001

Samþykkt einróma.

2. Lagt er fram bréf samgöngustjóra, dags. 26. janúar 2016, þar sem óskað er eftir umsögn á nýjum reglum um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík. USK2016010088

Framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs er falið að gera umsögn.

3. Kynning á skammtímanotkun í bílahúsum fer fram.

4. Umræða um mælaborð fer fram.

Framkvæmdastjóra falið að útbúa fyrstu drög.

Fundi slitið kl. 14.10.

Sóley Tómasdóttir

Sverrir Bollason Þórgnýr Thoroddsen

Karl Sigurðsson