Bílastæðanefnd
BÍLASTÆÐANEFND
Ár 2016, föstudaginn 12. febrúar, var haldinn 48. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð og hófst kl. 13.16. Viðstaddir voru: Sóley Tómasdóttir, Sverrir Bollason, Þórgnýr Thoroddsen, Karl Sigurðsson og Jóna Björg Sætran. Jafnframt sat fundinn Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri. Fundarritari var Vigdís Þóra Sigfúsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lögð er fram umsögn um nýjar reglur og gjaldskrár um bílastæðagjald í Reykjavík, dags. 11. febrúar 2016. BSS16010001
Samþykkt einróma.
2. Lagt er fram bréf samgöngustjóra, dags. 26. janúar 2016, þar sem óskað er eftir umsögn á nýjum reglum um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík. USK2016010088
Framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs er falið að gera umsögn.
3. Kynning á skammtímanotkun í bílahúsum fer fram.
4. Umræða um mælaborð fer fram.
Framkvæmdastjóra falið að útbúa fyrstu drög.
Fundi slitið kl. 14.10.
Sóley Tómasdóttir
Sverrir Bollason Þórgnýr Thoroddsen
Karl Sigurðsson