Bílastæðanefnd - Fundur nr. 41

Bílastæðanefnd

BÍLASTÆÐANEFND

Ár 2015, föstudaginn 2. október, var haldinn 41. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð og hófst kl. 13:16. Viðstaddir voru: Sóley Tómasdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Þórgnýr Thoroddsen, Karl Sigurðsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri. Fundarritari var Anna Elínborg Gunnarsdóttir. 

Þetta gerðist:

1. Kynnt eru drög að styrktarreglum bílastæðanefndar.

Framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs falið að samræma styrktarreglur við reglur borgarinnar í samráði við skrifstofu borgarstjórnar.

Samþykkt.

2. Kynnt drög að fjárhagsáætlun 2016.

3. Lagt fram erindi til borgarlögmanns þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvaða breytingar þurfi að gera á lögum eða samþykktum, eða hvort gera þurfi slíkar breytingar yfir höfuð til að hægt verði að leggja fleiri en eitt aukastöðugjald á bifreiðar ef þeim er lagt lengur en ákveðin tíma.

Fundi slitið kl. 13.56

Sóley Tómasdóttir

Kristín Soffía Jónsdóttir Þórgnýr Thoroddsen

Karl Sigurðsson