Bílastæðanefnd - Fundur nr. 40

Bílastæðanefnd

Ár 2015, föstudaginn 11. september, var haldinn 40. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð og hófst kl. 13:08. Viðstaddir voru: Sóley Tómasdóttir, Eva Baldursdóttir, Þórgnýr Thoroddsen, Karl Sigurðsson. Jafnframt sátu fundinn Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri og Anna Elínborg Gunnarsdóttir rekstrarstjóri. Fundarritari var Vigdís Þóra Sigfúsdóttir. 

Þetta gerðist:

1. Kynnt eru drög að styrktarreglum bílastæðanefndar.

- Kl. 13:12 tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á fundinum.

2. Kynning fer fram á rekstri bílahúsa í eigu Bílastæðasjóðs.

3. Lögð er fram tillaga, ódagsett, þar sem bílastæðanefnd felur framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs að ópersónuleg rauntímagögn sem sjóðurinn býr til og snúa að þjónustuþegum sjóðsins verði gefin út á opnu, véllæsilegu gagnasniði og að gagnaaðgengi verði einfalt og ekki takmörkunum háð. Litið verði sérstaklega til þess hvernig Landmælingar Íslands sneru sér í útgáfu sinna gagna. Gögnin verði birt á opingogn.is

Samþykkt einróma.

Fundi slitið kl. 13:44.

Sóley Tómasdóttir

Eva Baldursdóttir Þórgnýr Thoroddsen

Karl Sigurðsson Hildur Sverrisdóttir