Bílastæðanefnd
B Í L A S T Æ Ð A N E F N D
Ár 2013, föstudaginn 31. maí, var haldinn 4. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð. Von og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru: Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Sóley Tómasdóttir og Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Fundarritari var Anna Elínborg Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagður var fram ársreikningur 2012.
2. Bílastæðanefnd óskar eftir upplýsingum um sundurliðaða tekjuliði, nýtingu bílahúsa bæði skammtímagesta og langtímagesta og fjölda stöðubrotagjald.
3. Lagt fram bréf frá Sverri Þ Sverrissyni, formanni Íbúasamtaka Miðborgar, fyrirspurn vegna styrkveitinga.
4. Lagt fram bréf frá formanni Bílastæðanefndar, dags. 31. maí 2013, svar til Sverris Þ. Sverrisson, formanns Íbúasamtaka Miðborgar, fyrirspurn vegna styrkveitinga. Samþykkt. 5. Lögð fram tillaga formanns Bílastæðanefndar um vinnudag vegna vinnu við eigendastefnu Bílastæðasjóðs. Vinnudagur 7. júní kl. 13.00 – 17.00. Samþykkt.
Fundi slitið kl. 14.27
Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Gísli Marteinn Baldursson