Bílastæðanefnd
Ár 2015, föstudaginn 28. ágúst, var haldinn 39. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð og hófst kl. 13:11. Viðstaddir voru: Kristín Soffía Jónsdóttir, Þórgnýr Thoroddsen, Karl Sigurðsson, Hildur Sverrisdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Jafnframt sat fundinn Anna Elínborg Gunnarsdóttir rekstrarstjóri. Fundarritari var Vigdís Þóra Sigfúsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt er fram fundadagatal um fundadaga nefndarinnar.
Samþykkt.
2. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, dags. 27. ágúst 2015, þar sem lagt er til að framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs verði falið að ganga til samstarfs við þá tvo aðila sem sóttust eftir að halda viðburð í bílahúsum í tengslum við 100 ára kosningaafmæli kvenna.
Bílastæðanefnd Bílastæðasjóðs Reykjavíkur samþykkir og þakkar fyrir frábærar tillögur að viðburðum í bílastæðahúsum í tengslum við 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
3. Lagður er fram ársreikningur Miðborgarinnar okkar ásamt skýrslu.
- Kl. 13.23 tekur Sóley Tómasdóttir sæti á fundinum.
Styrkjareglur eru í vinnslu og verða drög kynnt á næsta fundi.
4. Lagt fram bréf bílastæðanefndar, dag. 27. ágúst 2015, þar sem lagt er til að fela formanni nefndarinnar og framkvæmdastjóra Bílastæðanefndar að hefja viðræður við framhaldskóla á höfuðborgarsvæðinu um möguleika varðandi gjaldskyldu á bílastæðum á þeirra lóðum.
Samþykkt.
5. Kynning fer fram á 6 mánaða uppgjöri Bílastæðasjóðs.
Fundi slitið kl. 14:03.
Sóley Tómasdóttir
Kristín Soffía Jónsdóttir Þórgnýr Thoroddsen
Karl Sigurðsson Hildur Sverrisdóttir