Bílastæðanefnd
Ár 2015, föstudaginn 29. maí, var haldinn 38. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð og hófst kl. 09:09. Viðstaddir voru: Sóley Tómasdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Þórgnýr Thoroddsen, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hildur Sverrisdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri og Anna Elínborg Gunnarsdóttir rekstrarstjóri. Fundarritari var Vigdís Þóra Sigfúsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagður er fram samstarfssamningur við Miðborgina okkar.
Samþykkt með 4 atkvæðum. Hildur Sverrisdóttir situr hjá.
Fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi þeirra samskipta sem hafa átt sér stað við umboðsmann borgarbúa og þeirra athugasemda sem gerðar hafa verið við samningsgerðina felur bílastæðanefnd framkvæmdastjóra að hefja vinnu við gerð reglna um meðferð styrkja hjá Bílastæðasjóði og endurskoða fyrirkomulag á gerð samstarfssamninga. Frekari samningar við Miðborgina okkar verða ekki gerðir nema að undangenginni auglýsingu styrkveitinga og gagnsæu ferli í samræmi við reglur og samþykktir borgarinnar.
Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, leggur fram svohljóðandi bókun:
Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallavina telur að ekki sé hægt að endurnýja samning við Miðborgina okkar fyrir árið 2015 á þeim grundvelli sem gert er.
2. Lögð er fram fram umsögn, dags. 27. maí 2015, til skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar vegna stæða fyrir hreyfihamlaða í Hafnarstræti 17-19, endurflutt. BSS15050005.
Samþykkt einróma.
3. Lögð er fram tillaga um að auglýsa eftir viðburðum í tilefni af l00 ára afmæli kosningaréttar kvenna:
Bílastæðanefnd samþykkir að auglýsa eftir samstarfsaðilum til að standa fyrir femínískum uppákomum í bílastæðahúsum í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Uppákomurnar geta verið með ýmsum hætti, en hafa sama markmið og aðrir viðburðir á vegum borgarinnar, að fagna þeim árangri sem náðst hefur í jafnréttisbaráttunni en stuðla jafnframt að frekari framförum, enda hefur jafnrétti kynjanna ekki verið náð. Í framhaldinu verði unnar tillögur og þær lagðar fyrir bílastæðanefnd til samþykktar ásamt kostnaðarmati.
Samþykkt einróma.
4. Kynning fer fram á ársreikning Bílastæðasjóðs.
Fundi slitið kl. 09:44
Sóley Tómasdóttir
Kristín Soffía Jónsdóttir Þórgnýr Thoroddsen
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hildur Sverrisdóttir