Bílastæðanefnd - Fundur nr. 37

Bílastæðanefnd

Ár 2015, föstudaginn 15. maí, var haldinn 37. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð og hófst kl. 13:06. Viðstaddir voru: Kristín Soffía Jónsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Þórgnýr Thoroddsen, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hildur Sverrisdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri og Anna Elínborg Gunnarsdóttir rekstrarstjóri. Fundarritari var Vigdís Þóra Sigfúsdóttir. 

Þetta gerðist:

1. Lagt fram svar til umboðsmanns borgarbúa, dags. 15. maí 2015. BSS15030008.

Samþykkt með 4 atkvæðum, Hildur Sverrisdóttir situr hjá.

Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, leggur fram svohljóðandi bókun:

Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallavina telur að ekki sé hægt að endurnýja samning við Miðborgina okkar fyrir árið 2015 á þeim grundvelli sem til stendur að gera.

2. Lögð er fram umsögn, dags. 15. maí 2015, til skrifstofu eignar- og atvinnuþróunar vegna afnot bílastæða fyrir hreyfihamlaða í Hafnarstræti. R15030295.

Samþykkt.

3. Lagðar eru fram endurskoðaðar reglur um íbúakort. BSS15010006.

Samþykkt einróma og vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Hildur Sverrisdóttir bókar: 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa ítrekað lagt til að samhliða þéttingu byggðar gæti borgin hagsmuna þeirra sem fyrir eru á þéttingarreitum og komi til móts við áhyggjur og ábendingar íbúa til að tryggja að ekki sé gengið á lífsgæði þeirra. Þar þarf sérstaklega að hafa í huga rétt þeirra sem greitt hafa fyrir bílastæði í nær umhverfi sínu með einum eða öðrum hætti. Með reglum Bílastæðasjóðs er stigið gott skref í þá átt að tryggja þeim forgang að bílastæðum í íbúðahverfum sem fá íbúakort og að þeir sem hafa afsalað sér rétti til bílastæða gangi ekki á rétt þeirra sem fyrir eru. Mikilvægt er þó að halda áfram að fylgjast með þeirri þróun og bregðast við eins og þörf krefst. Þar sem reglurnar taka ekki til þegar gjaldskyldu lýkur þarf einnig að fylgjast með hvort þá sé verið að ganga á rétt íbúa umfram það sem telst eðlilegt til að hægt sé að bregðast við til að tryggja réttindi íbúa til forgangsnotkunar þeirra stæða.

Fundi slitið kl. 13:45.

Kristín Soffía Jónsdóttir

Elín Oddný Sigurðardóttir Þórgnýr Thoroddsen

Elsa Hrafnhildur Yeoman Hildur Sverrisdóttir