Bílastæðanefnd
Ár 2015, föstudaginn 24. apríl, var haldinn 36. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð og hófst kl. 13:46. Viðstaddir voru: Sóley Tómasdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Halldór Auðar Svansson, Karl Sigurðsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri og Anna Elínborg Gunnarsdóttir rekstrarstjóri. Fundarritari var Vigdís Þóra Sigfúsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf umboðsmanns borgarbúa, dags. 30. mars 2015, er varðar kvörtun Íbúasamtaka Miðborgar til embættisins. R15030251.
- Kl. 13.50 tekur Kristín Soffía Jónsdóttir sæti á fundinum.
Bílastæðanefnd felur framkvæmdastjóra að svara bréfi umboðsmanns borgarbúa.
2. Kynnt er umsögn borgarlögmanns og Umhverfis- og skipulagsráðs um íbúakortareglur, dags. 24. febrúar 2015. R15010229.
- Kl.14.17 víkur Halldór Auðar Svansson af fundi
- Kl.14.17 tekur Þórgnýr Thoroddsen sæti á fundinum.
3. Lögð er fram tillaga um gjaldskyldu við Brávallagötu, dags. 22. apríl 2015. BSS15040005.
Samþykkt og vísað til borgarráðs.
4. Lagt er fram bréf frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 7. apríl 2015, þar sem óskað er eftir umsögn bílastæðanefndar um samning er varðar afnot af bílastæðum fyrir hreyfihamlaða við Hafnarstræti 17-19. R15030294.
Bílastæðanefnd felur framkvæmdastjóra að svara bréfinu.
Fundi slitið kl. 14:39
Sóley Tómasdóttir
Kristín Soffía Jónsdóttir Þórgnýr Thoroddsen
Karl Sigurðsson