No translated content text
Bílastæðanefnd
Ár 2015, föstudaginn 20. mars, var haldinn 35. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð og hófst kl. 13:14. Viðstaddir voru: Sóley Tómasdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Þórgnýr Thoroddsen, Karl Sigurðsson, Hildur Sverrisdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri og Anna Elínborg Gunnarsdóttir rekstrarstjóri. Fundarritari var Vigdís Þóra Sigfúsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagður er fram leigusamningur um leiguafnot af bifreiðastæðum.
Samþykkt með 4 atkvæðum. Hildur Sverrisdóttir situr hjá.
Vísað til borgarráðs
2. Samstarfssamningur við Miðborgina okkar.
Frestað.
3. Umsögn borgarlögmanns um íbúakortareglur.
Frestað.
4. Umræða fer fram um breytilegt verð á gjaldsvæði P4.
Framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs er falið að skoða möguleika á breytilegum gjaldskyldutíma innan gjaldflokka.
5. Bílastæðasjóði er falið leggja fram tillögu með hvaða hætti hægt er að skýra þær reglur sem gilda um vörulosun og lagningu ökutækja á skilgreindum torgum, göngugötum og sumargötum með það að markmiði að bæta aðgengi allra og skýra umboð bílastæðasjóðs til að sekta fyrir stöðubrot.
6. Framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs er falið að skoða möguleika á að koma með tillögur að hámarkstíma og skilgreina þau svæði sem hann á við um í samvinnu við Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg og Miðborgina okkar.
Fundi slitið kl. 14:49
Sóley Tómasdóttir
Kristín Soffía Jónsdóttir Þórgnýr Thoroddsen
Karl Sigurðsson Hildur Sverrisdóttir