Bílastæðanefnd - Fundur nr. 34

Bílastæðanefnd

B Í L A S T Æ Ð A N E F N D

Ár 2015, föstudaginn 20. febrúar, var haldinn 34. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð og hófst kl. 13:30. Viðstaddir voru: Sóley Tómasdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Þórgnýr Thoroddsen, Karl Sigurðsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri og Anna Elínborg Gunnarsdóttir sem var fundarritari.  

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um íbúakortareglur. 

2. Fram fer umræða um gjaldsvæði 4. 

Framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs falið að leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi á næsta fundi.

3. Kynning fer fram á nýrri öryggishandbók Bílastæðasjóðs.

4. Kynning fer fram á hamingju, heilsu, hrós og hollustuviku Bílastæðasjóðs.

5. Fram fer umræða um 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna.

Framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs falið að kanna möguleika á sýningu undir vinnuheitinu „Konur og bílar“.

6. Fram fer umræða um hugsanlega kynnis- og fræðsluferð.

Fundi slitið kl. 14:35

Sóley Tómasdóttir

Kristín Soffía Jónsdóttir Þórgnýr Thoroddsen 

Karl Sigurðsson