Bílastæðanefnd - Fundur nr. 33

Bílastæðanefnd

Ár 2015, föstudaginn 6. febrúar, var haldinn 33. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð, Von og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru: Sóley Tómasdóttir, Hjálmar Sveinsson, Þórgnýr Thoroddsen, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hildur Sverrisdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri og Anna Elínborg Gunnarsdóttir rekstrarstjóri. Fundarritari var Vigdís Þóra Sigfúsdóttir.  

Þetta gerðist:

1. Lögð er fram tillaga framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, dags. 4. febrúar 2015, að nýrri gjaldskrá í bílahús Bílastæðasjóðs. BSS14120003.

Samþykkt með 4 atkvæðum. Hildur Sverrisdóttir situr hjá.

2. Lögð er fram tillaga framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, dags. 3. febrúar 2015, að breytingu á gjaldsvæði 1. BSS15020004.

Samþykkt með 4 atkvæðum. Hildur Sverrisdóttir situr hjá.

Fundi slitið kl. 13:30

Sóley Tómasdóttir

Hjálmar Sveinsson Þórgnýr Thoroddsen

Elsa Hrafnhildur Yeoman Hildur Sverrisdóttir