Bílastæðanefnd - Fundur nr. 31

Bílastæðanefnd

Ár 2014, föstudaginn 12. desember, var haldinn 31. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð. Von og hófst kl. 13:30. Viðstaddir voru: Sóley Tómasdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Þórgnýr Thoroddsen, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri og Anna Elínborg Gunnarsdóttir rekstrarstjóri. Fundarritari var Vigdís Þóra Sigfúsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lögð er fram hugmynd framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, dags. 10. desember 2014, að gjaldskrá í bílahúsum. BSS14120003

Frestað og framkvæmdastjóra falið að koma með tillögu að hækkun langtímastæða.

- Kl. 13:55 tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á fundinum.

2. Fram fer umræða um innri málefni.

3. Fram fer umræða um íbúakortareglur.

Ólöf Örvarsdóttir sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs tekur sæti undir þessum lið og fram fer umræða um þéttingu í miðborg og bílastæðakröfur.

Fundi slitið kl. 14:49

Sóley Tómasdóttir

Kristín Soffía Jónsdóttir Þórgnýr Thoroddsen 

Elsa Hrafnhildur Yeoman Hildur Sverrisdóttir