Bílastæðanefnd - Fundur nr. 27

Bílastæðanefnd

Ár 2014, föstudaginn 24. október, var haldinn 27. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð. Von og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru: Sóley Tómasdóttir, Þórgnýr Thoroddsen, Kristín Soffía Jónsdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hildur Sverrisdóttir, Steinarr Ólafsson.  Jafnframt sat fundinn Anna Elínborg Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri. Fundarritari var Ingibjörg Magnúsdóttir.  

Þetta gerðist:

1. Kynning fer fram á hugsanlegu nýju gjaldmælalausu gjaldsvæði, Miðtún, Samtún, Hátún og upp að Nóatúni.

- Kl. 13:16 tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á fundinum

2. Fram fer umræða um Leggja þjónustuna, GSM greiðslukerfi.

3. Kynning fer fram á nýrri heimasíðu Bílastæðasjóðs.

4. Fram fer umræða um GPS nema í bílastæði fyrir hreyfihamlaða, aukna þjónustu við hreyfihamlaða.

Samþykkt að vinna drög að kostnaðaráætlun.

Fundi slitið kl. 13:50

Sóley Tómasdóttir

Kristín Soffía Jónsdóttir Þórgnýr Thoroddsen 

Elsa Hrafnhildur Yeoman Hildur Sverrisdóttir