Bílastæðanefnd - Fundur nr. 26

Bílastæðanefnd

Ár 2014, föstudaginn 10. október, var haldinn 26. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð. Von og hófst kl. 13:04. Viðstaddir voru: Sóley Tómasdóttir, Þórgnýr Thoroddsen, Kristín Soffía Jónsdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hildur Sverrisdóttir. Jafnframt sat fundinn Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri. Fundarritari var Vigdís Þóra Sigfúsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Kynning fer fram á fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.

Samþykkt með 4 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun til borgarráðs en Hildur Sverrisdóttir sat hjá.

- Kl.13.09 tekur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sæti á fundinum.

2. Lögð er fram umsögn framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, dags. 07.10.2014, vegna breytinga á umferðalögum nr. 50/1987.

Samþykkt.

3. Fram fer umræða um aukastöðugjöld og gjaldsvæði.

4. Nýjar reglur um visthæfar bifreiðar kynntar og ræddar.

5. Formaður bílastæðanefndar leggur til að bílastæðanefnd haldi vinnudag þann 14. nóvember nk., frá kl. 13. 

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 14.19

Sóley Tómasdóttir

Kristín Soffía Jónsdóttir Þórgnýr Thoroddsen 

Elsa Hrafnhildur Yeoman Hildur Sverrisdóttir