Bílastæðanefnd - Fundur nr. 25

Bílastæðanefnd

Ár 2014, föstudaginn 12. september, var haldinn 25. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð. Von og hófst kl. 13.13. Viðstaddir voru: Sóley Tómasdóttir, Þórgnýr Thoroddsen, Kristín Soffía Jónsdóttir, Karl Sigurðsson, Hildur Sverrisdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Elínborg Gunnarsdóttir rekstrarstjóri. Fundarritari var Vigdís Þóra Sigfúsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf frá formanni bílastæðanefndar dags. 11. september 2014, tillaga um hækkun á stöðubrotsgjöldum. BSS14090005

Lagt er til að stöðubrotsgjald fyrir að leggja í bílastæði fyrir hreyfihamlaða verði hækkað úr kr. 10.000 í kr. 20.000 og að stöðubrotsgjald verði hækkað úr kr. 5.000 í kr. 10.000.

Samþykkt.

Vísað til borgarráðs

- Kl.13.43 tekur Karl Sigurðsson sæti á fundinum.

2. Fram fer umræða um visthæfar skífur.

3. Lagt fram bréf frá formanni bílastæðanefndar, dags. 11. september 2014, umsögn bílastæðanefndar um breytingar á reglum um visthæfar skífur. BSS14090006

Samþykkt.

4. Bílastæðanefnd felur Bílastæðasjóði að kanna kosti þess að koma fyrir bílastæðakjallara undir fyrirhugaðri byggingu á horni Vonarstrætis og Lækjargötu.

Fundi slitið kl. 13.53

Sóley Tómasdóttir

Kristín Soffía Jónsdóttir Þórgnýr Thoroddsen 

Karl Sigurðsson Hildur Sverrisdóttir