Bílastæðanefnd
Ár 2014, föstudaginn 12. september, var haldinn 25. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð. Von og hófst kl. 13.13. Viðstaddir voru: Sóley Tómasdóttir, Þórgnýr Thoroddsen, Kristín Soffía Jónsdóttir, Karl Sigurðsson, Hildur Sverrisdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Elínborg Gunnarsdóttir rekstrarstjóri. Fundarritari var Vigdís Þóra Sigfúsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf frá formanni bílastæðanefndar dags. 11. september 2014, tillaga um hækkun á stöðubrotsgjöldum. BSS14090005
Lagt er til að stöðubrotsgjald fyrir að leggja í bílastæði fyrir hreyfihamlaða verði hækkað úr kr. 10.000 í kr. 20.000 og að stöðubrotsgjald verði hækkað úr kr. 5.000 í kr. 10.000.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs
- Kl.13.43 tekur Karl Sigurðsson sæti á fundinum.
2. Fram fer umræða um visthæfar skífur.
3. Lagt fram bréf frá formanni bílastæðanefndar, dags. 11. september 2014, umsögn bílastæðanefndar um breytingar á reglum um visthæfar skífur. BSS14090006
Samþykkt.
4. Bílastæðanefnd felur Bílastæðasjóði að kanna kosti þess að koma fyrir bílastæðakjallara undir fyrirhugaðri byggingu á horni Vonarstrætis og Lækjargötu.
Fundi slitið kl. 13.53
Sóley Tómasdóttir
Kristín Soffía Jónsdóttir Þórgnýr Thoroddsen
Karl Sigurðsson Hildur Sverrisdóttir