Bílastæðanefnd - Fundur nr. 20

Bílastæðanefnd

B Í L A S T Æ Ð A N E F N D

Ár 2014, þriðjudagurinn 1. apríl, var haldinn 20. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð. Von og hófst kl. 11.30. Viðstaddir voru: Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri. Fundarritari var Anna Elínborg Gunnarsdóttir.  

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf frá borgarstjóra, dags. 21. mars 2014, R12110126, borgarráð samþykkti tillögu að breytingu samþykktar um bílastæðanefnd.

2. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjóra, dags. 17. mars 2014, R14030081, tillaga frá borgarráðsfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Tillaga að umsögn bílastæðanefndar samþykkt.

3. Lögð fram drög að ársreikningi 2013. 

4. Miðborgin okkar, umræður.  Framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningi við félagið. 

5. Önnur mál

Umræða um bílahúsin og gjaldtöku á einkalóðum.  

Fundi slitið kl. 13.04

Karl Sigurðsson

Kristín Soffía Jónsdóttir Áslaug Friðriksdóttir