No translated content text
Bílastæðanefnd
B Í L A S T Æ Ð A N E F N D
Ár 2013, þriðjudaginn 23. apríl, var haldinn 1. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð. Von og hófst kl. 14:30. Viðstaddir voru: Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Fundarritari var Anna Elínborg Gunnarsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Kosning embætta í stjórn bílastæðanefndar. Karl Sigurðsson, kosinn formaður nefndar Kristín Soffía Jónsdóttir, kosinn varaformaður nefndar Aðrir í nefndinni eru Gísli Marteinn Baldursson og áheyrnarfulltrúi er Sóley Tómasdóttir
2. Lagt fram bréf frá borgarstjóra, þriðjudaginn 23.04.2013 um breytingu á stjórnskipulegri stöðu Bílastæðasjóðs frá fyrri viku.
3. Lagt fram til kynningar af framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, samþykktir Bílastæðasjóðs
4. Lögð fram tillaga um fundartíma bílastæðanefndar. Formaður stjórnar leggur fram svohljóðandi tillögu, um að fundartími bílastæðanefndar verði kl. 13.00 á föstudögum. Samþykkt með fyrirvara um áheyrnarfulltrúi geti mætt á þessum tíma.
5. Lagt fram bréf frá formanni bílastæðanefndar, dags. 10. apríl 2013, nýr samstarfssamningur við Miðborgina okkar.. Samþykkt.
Fundi slitið kl. 16.30
Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Gísli Marteinn Baldursson