Bílastæðanefnd - Fundur nr. 11

Bílastæðanefnd

B Í L A S T Æ Ð A N E F N D

Ár 2013, föstudaginn 22. nóvember, var haldinn 11. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð. Von og hófst kl. 13:15. Viðstaddir voru: Karl Sigurðsson, Áslaug Friðriksdóttir, Sóley Tómasdóttir og Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri. Fundarritari var Anna Elínborg Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu dags. 13. nóvember 2013, vegna erindis Þorsteins J. Úlfarssonar dags. 2. október 2013. Erindið varðar samskipti Þorsteins við borgaryfirvöld vegna ákvörðunar um stöðumæla, gjaldskyld bílastæði og gjaldtöku. Bílastæðanefnd felur framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs að svara málinu.

2. Framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs óskar eftir heimild til að ganga frá kaupsamning við Situs ehf. um kaup á eignahlut þeirra í bílakjallara Hörpu. Bílastæðanefnd óskar eftir frekar upplýsingum um málið.

3. Umsagnir vegna gjaldskyldu, staða mála rædd.

4. Eigendastefna rædd. Þorsteinn Hermannsson frá Mannvit tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 15.25

Karl Sigurðsson
Áslaug Friðriksdóttir