Bílastæðanefnd - Fundur nr. 10

Bílastæðanefnd

B Í L A S T Æ Ð A N E F N D

Ár 2013, föstudaginn 15. nóvember, var haldinn 10. fundur bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Vonarstræti 4, 2. hæð. Von og hófst kl. 13:05. Viðstaddir voru: Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri. Fundarritari var Anna Elínborg Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram af framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, minnisblað dags. 1. nóvember 2013 með upplýsingum um tekjur leggja.is pr. mánuð, tímabilið 1. janúar 2009 – 31. október 2013. Bílastæðanefnd óskar eftir ítarlegri upplýsingum frá leggja.is, um notendur.

2. Lagt fram af framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, minnisblað frá Eflu um kostnað og tekjur vegna nýrra bílahúsa. Bílastæðanefnd óskar eftir skýrari framsetningu.

3. Eigendastefna. Þorsteinn Hermannsson frá Mannvit tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 14.35

Karl Sigurðsson
Kristín Soffía Jónsdóttir Áslaug Friðriksdóttir