Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2025, fimmtudaginn 30. janúar kl. 09:05, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 998. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ólafur Ingibergsson, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Hrönn Valdimarsdóttir, Sigríður Maack, Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Þórður Már Sigfússon, Ingvar Jón Bates Gíslason og Sólveig Sigurðardóttir. Fundarritari var Magnea Lillý Friðgeirsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Bankastræti 14 - (fsp) Gestamóttaka og gististarfsemi - USK24090209
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. janúar 2025 var lögð fram fyrirspurn Fákafens ehf., dags. 17. september 2024, um að setja upp gestamóttöku og gististarfsemi í rými merkt 2004486 á 2. hæð hússins á lóð nr. 14 við Bankastræti. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. janúar 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 30. janúar 2025.
Fylgigögn
-
Eiríksgata 13 - USK24090378
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. janúar 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að gera björgunarop úr kjallara og breyta skráningu íbúðar í gististað í flokki II í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 13 við Eiríksgötu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Eiríksgötu 11, 15 og 17.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. gr. 8.1. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.
-
Eiríksgata 37 og Þorfinnsgata 14-16 - (fsp) Rekstur gististaðar í flokki II-III - USK25010304
Lögð fram fyrirspurn Lotus ehf., dags. 28. janúar 2025, ásamt greinargerð, ódags., um að reka gististað í flokki II-III í húsunum á lóð nr. 37 við Eiríksgötu og 14-16 við Þorfinnsgötu.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Garðastræti 45 - USK25010174
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að breyta bílskúr í geymslu við hús á lóð nr. 45 við Garðastræti.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Hofteigur 12 - USK25010210
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta bílskúr í vinnustofu og breyta timbur útistiga í stálstiga á húsi á lóð nr. 12 við Hofteig.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Laugavegur 86-94 - (fsp) Breyting á notkun íbúðar merkt F2275212 - USK24120240
Lögð fram fyrirspurn Jakobs Más Jónssonar, dags. 30.desember 2024, um að breyta notkun íbúðar merkt F2275212 í húsinu á lóð nr. 86-94 við Laugaveg í atvinnuhúsnæði þannig að heimilt verði að vera með rekstur gististaðar í íbúðinni.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Snorrabraut 83 - USK24060305
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta notkun mhl.02 úr bílskúr í gistirými 02-0101 og 02-102 og breyta notkun íbúða í gistiheimili í flokki ll tegund d, íbúð 0001 í gistiheimili fyrir 6 gesti í þremur herbergjum, íbúð 0101 í gistiheimili fyrir 10 gesti í 5 herbergjum í íbúð 0101 og 02-0101 og íbúð 0201 í gistiheimili fyrir 10 gesti í 6 herbergjum í húsi á lóð nr. 83 við Snorrabraut.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Vesturbrún 18 - Málskot - USK25010293
Lagt fram málskot Friðriks Pálssonar og Ingibjargar Guðnýjar Friðriksdóttur, dags. 24. janúar 2025, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 6. júní 2024 um að setja bílastæði á lóð nr. 18 við Vesturbrún, samkvæmt greinargerð, ódags. og uppdr. Betula, dags. 1. september 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. júní 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Bjóla 1 - USK25010160
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að íbúðarhús hefur verið gert upp, einangrað og klætt að utan með báruklæðningu og byggð hefur verið geymsla við suðaustur hlið einbýlishúss á lóðinni Bjóla 1 á Kjalarnesi.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Bjóla 2 - USK25010161
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem felast í að hlaða hefur verið gerð upp einangruð og klædd að utan með báruklæðningu og notkun breytt í vinnustofu auk þess sem byggð hefur verið geymsla við suðaustur hlið húss á lóðinni Bjóla 2 á Kjalarnesi.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Laugardalur - Breyting á deiliskipulagi vegna skólaþorps við Reykjaveg - USK24100252
Lögð fram tillaga skóla- og frístundasviðs að breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna skólaþorps við Reykjaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að áður skilgreind lóð fyrir Ævintýraborg, tímabundið leikskólaúrræði Reykjavíkurborgar, er breytt í lóð fyrir skólaþorp, tímabundið grunnskólaúrræði Reykjavíkurborgar. Auk þess er lóðin stækkuð út fyrir mörk núverandi bílastæða og yfir aðliggjandi stíg, byggingarheimildir auknar og umferðarfyrirkomulagi breytt á bílastæðum milli Reykjavegar og Laugardalsvallar ásamt því að syðri innkeyrslu á stæðin frá Reykjavegi verður lokað, samkvæmt uppdr. Landslags, dags. 23. janúar 2025. Einnig er lagt fram samgöngumat VSB verkfræðistofu, dags. 8. janúar 2025.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.
-
Háaleitisbraut 12 - (fsp) Uppbygging - Bensínafgreiðslulóð - SN210600
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. september 2024 var lögð fram fyrirspurn Hans Olav Andersen, dags. 26. ágúst 2021, varðandi þróun og stækkun lóðar nr. 12 við Háaleitisbraut vegna uppbyggingar íbúða- og verslunarhúsnæðis á bensínafgreiðslulóð Atlantsolíu, samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Traðar, útgáfa A, dags. 19. ágúst 2021, og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. mars 2022. Gert er ráð fyrir niðurrifi núverandi bygginga á lóðinni. Í framhaldinu skiluðu hönnuðir tillögu, útgáfu B, dags.29. ágúst 2022 sem upplegg að fundi og frekari vinnslu. Þá var lögð fram tillaga Teiknistofunnar Traðar, útgáfa D, dags. 15. júlí 2023, og minnisblað, dags. 15. ágúst 2023, sem barst embættinu eftir umsögn skipulagsfulltrúa og samtal í framhaldinu með hliðsjón af athugasemdum skipulagsfulltrúa við fyrri tillögu. Jafnframt var lögð fram uppfærð tillaga Teiknistofunnar Traðar, útgáfa F, dags. 31. júlí 2024, og minnisblað, dags. 17. september 2024, þar sem uppbyggingunni er nú skipt upp í tvö fjölbýlishús, vegna lagnakvaðar Veitna ohf., ásamt bílskýli á norðvesturhluta lóðar. Dvalarrými íbúa verður m.a. komið fyrir á lagnakvöðinni. Byggingarnar eru sem fyrr segir 5, 6 og 7 hæða fjölbýlishús sem stallast upp í átt að Safamýri. Á jarðhæð austan við húshluta er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi. Tillagan gerir ráð fyrir nýjum bílastæðahluta á stækkaðri lóð við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar. Á þessum hluta er aðkoma með rampi í bílakjallara og nýtt bílastæðaskýli næst Kringlumýrarbraut meðfram núverandi bílskúralengju að Álftamýri 2-6. Helstu stærðir tillögu eru 7.177m2 í séreign íbúða og 323m2 í verslun og þjónustu, samtals 7.500m2. Dvalarsvæði ofanjarðar er 1.841m2 ásamt svölum 620m2. Neðanjarðar er gert ráð fyrir 1.192 m2 bílgeymslu á stækkaðri lóð sem nemur 3.824m2. Nýtingarhlutfall er 2,10. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. september 2024. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðri tillögu Teiknistofunnar Traðar, útgáfu K, dags. 27. nóvember 2024, Þar sem reynt var að draga úr fyrirferð og umfangi með samtals 6.539m2 í séreign íbúða og 476m2 í sameiginleg dvalarsvæði íbúa. Nýtingarhlutfalli á stækkaðri lóð (3.809m2) er 2,18. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. janúar 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. janúar 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Norðurstígsreitur - Breyting á skilmálum deiliskipulags - Norðurstígur 3 - USK25010328
Lagt fram erindi THG Arkitekta, dags. 30. janúar 2025, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Norðurstígsreits vegna lóðarinnar nr. 3 við Norðurstíg. Í breytingunni sem lögð er til felst leiðrétting á skilmálum er varðar byggingarmagn og nýtingarhlutfall, samkvæmt tillögu THG Arkitekta, dags. 28. janúar 2025.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda (og borgarinnar), sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óverulega breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. gr. 8.2. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
-
Skipholtsreitur - Breyting á deiliskipulagi - Skipholt 21 - USK25010262
Lögð fram umsókn Esju eigna ehf., dags. 24. janúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 21 við Skipholt. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að hækka húsið um eina hæð bæta og starfrækja þar gististað, samkvæmt deiliskiplags- og skýringaruppdráttum Noland arkitekta, dags. 22. október 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.
-
Sundin, reitir 1.3 og 1.4 - Breyting á deiliskipulagi - Efstasund 59 - USK25010299
Lögð fram umsókn Trípólí ehf., dags. 27. janúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Sundanna, reita 1.3 og 1.4 vegna lóðarinnar nr. 59 við Efstasund. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka byggingarreit til norðvesturs, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdráttum Trípólí arkitekta, dags. 27. janúar 2025. Einnig eru lagðir fram aðaluppdrættir Trípólí arkitekta, dags. 27. janúar 2025.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.
-
Reitur 1.180.3 - Breyting á deiliskipulagi - Bergstaðastræti 13 - USK25010075
Lögð fram umsókn Rúnars Ólafssonar, dags. 9. janúar 2025, ásamt greinargerð, dags. 30. desember 2024, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.180.3, Laugavegs- og Skólavörðustígsreita, vegna lóðarinnar nr. 13 við Bergstaðastræti. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að setja fjórar svalir á húsið, samkvæmt uppdr. RÓ Byggingarráðgjafar ehf., dags. 30. desember 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.
-
Skeifan - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Skeifan 13A - USK24120156
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. desember 2024 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf., dags. 16. desember 2024, ásamt greinargerð, dags. 13. desember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Skeifunnar vegna lóðarinnar nr. 13A við Skeifuna, sem felst í að heimilt verði að reisa fjögurra hæða skrifstofu- og verslunarhús á lóðinni með inndreginni efstu hæð, samkvæmt tillögu THG arkitekta, dags. 27. nóvember 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. janúar 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 30. janúar 2025.
Fylgigögn
-
Skeifan - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Suðurlandsbraut 56 - USK24110334
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. desember 2024 var lögð fram fyrirspurn Trípólí ehf., dags. 27. nóvember 2024, ásamt bréfi Reita, dags. 25. nóvember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Skeifunnar vegna lóðarinnar nr. 56 við Suðurlandsbraut, sem felst í niðurrifi hússins á lóð nr. 56 við Suðurlandsbraut og uppbyggingu íbúðar- og þjónustuhúss á lóðinni, samkvæmt tillögu Trípólí, dags. 26. nóvember 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. janúar 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. janúar 2025, samþykkt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem þar fram koma.
Fylgigögn
-
Sævarhöfði 2-2A - Breyting á deiliskipulagi - USK24120192
Lögð fram umsókn BL ehf., dags. 18. desember 2024, um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-2A við Sævarhöfða. Í breytingunni sem lögð er til felst að fella niður byggingarreit við Malarhöfða sem og byggingarreit tengigagns sem var heimilaður milli núverandi byggingar og fyrirhugaðrar byggingar við Malarhöfða. Í stað byggingarreits er fyrirhugað að koma fyrir bílastæðum og einnig er gert ráð
fyrir að bílastæðum við Bíldshöfða, með innkeyrslu frá Malarhöfða, sé fjölgað, samkvæmt uppdr. Arkís, dags. 12. nóvember 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.
-
Bíldshöfði 7 - USK24120222
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. janúar 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi USK24030214 mhl.20 sem snýr að því að byggja milliloft og setja svalir í hluta af atvinnuhúsnæði auk þess eru breytinga á innra skipulagi á fyrstu hæðar sem snýr að því að lager breytist í verslun og inngangshurðir breytast og færðar til í húsi nr. 7 við Bíldshöfða. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Reitur 1.173.1, Timburhúsareitur - Breyting á deiliskipulagi - Grettisgata 41 - USK23030131
Lögð fram að nýju umsókn Grímu arkitekta ehf., dags. 9. mars 2023, ásamt bréfi, dags. 8. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.1, timburhúsareits vegna lóðarinnar nr. 41 við Grettisgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst gerður er nýr byggingarreitur norðan við húsið og heimild veitt til að reisa bakhús nyrst á lóðinni í stað þess að heimila viðbyggingu norðan við núverandi hús, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti Grímu arkitekta, dags. 9. desember 2024. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdrættir Grímu arkitekta, dags. 9. desember 2024, og 22. og 26. janúar 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Grettisgötu 39, 39B, 43 og 43A, Laugavegi 58B og Vitastíg 10B.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. gr. 7.6. og 12 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.
-
Reitur 1.174.3 - Breyting á deiliskipulagi - Grettisgata 71 - USK24120116
Lögð fram umsókn Gunnlaugs Ingvarssonar, dags. 12. desember 2024, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.3 vegna lóðarinnar nr. 71 við Grettisgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að í stað þriggja lítilla kvista kemur einn stór kvistur með þaksvölum á mitt þakið, auk þakglugga sitthvoru megin við, samkvæmt uppdr. Vektor, hönnun og ráðgjöf, dags. 12. desember 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.
-
Vatnagarðar 16 - USK24120045
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. janúar 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 16 við Vatnagarða. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Skógarhlíð - Breyting á deiliskipulagi - Skógarhlíð 10 - USK24110202
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2025 var lögð fram umsókn Bus hostel ehf., dags. 18. nóvember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 10 við Skógarhlíð. Í breytingunni sem lögð er til felst að innkeyrslum inn á lóðina er breytt, samkvæmt uppdr. Strendings ehf., dags. 15. nóvember 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. janúar 2025.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
Vakin er athygli á því að áður en kemur til auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi, þarf umsækjandi að greiða skv. gr. 7.5. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1381/2024.
-
Sundlaugavegur 37 - (fsp) Uppskipting lóðar - USK25010047
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. janúar 2025 var lögð fram fyrirspurn Völu Baldursdóttur, dags. 7. janúar 2025, ásamt bréfi, dags. 8. janúar 2025, um að skipta lóðinni nr 37 við Sundlaugaveg í tvær lóðir. Einnig er lögð fram skissa, ódags. Fyrirspurninni var var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. janúar 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 30. janúar 2025.
Fylgigögn
-
Elliðaárdalur - Breyting á deiliskipulagi - USK24090074
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. Í breytingunni sem lögð er til felst að lega samgöngustíga er uppfærð til samræmis við fyrirliggjandi hönnun annars vegar við mislæg gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar og hins vegar samgöngustígs með tveimur brúm yfir Dimmu. Báðar brýr fá breytta staðsetningu við nánari hönnun. Þá er ofanvatnstjörn komið fyrir milli stíga norðan við Breiðholtsbraut. Jafnframt er deiliskipulagsmörkum breytt þannig að mörkin fara að vegkanti rampa á Arnarnesvegi. Samgöngustígar norðan Breiðholtsbrautar ásamt fláum verða þannig innan deiliskipulags Elliðaárdals að mörkum þróunarreits. Deiliskipulagsmörk Arnarnesvegar breytast til samræmis við þessa afmörkun, samkvæmt uppdráttum frá Landslagi, dags. 29. ágúst 2024. Tillagan var auglýst frá 17. október 2024 til og með 28. nóvember 2024. Ábendingar og umsagnir bárust. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. desember 2024 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
-
Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur - Breyting á deiliskipulagi - Grafarlækur 2-4 - USK24050161
Lögð fram að nýju umsókn Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 14. maí 2024, ásamt bréfi Hermanns Georgs Gunnlaugssonar, dags. 14. maí 2024, um breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar-Stekkjarmóa-Djúpadals vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Grafarlæk. Í breytingunni sem lögð er til felst að koma fyrir byggingarreit fyrir vélageymslu Golfklúbbs Reykjavíkur og og steypt hólf eða gryfjur fyrir efnislager, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 15. janúar 2025.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
Vakin er athygli á því að áður en kemur til auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi, þarf umsækjandi að greiða skv. gr. 7.5. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1381/2024.
-
Klettasvæði - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Klettagarðar 27 - USK24080293
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. október 2024 var lögð fram fyrirspurn Klettagarða 12 ehf., dags. 28. ágúst 2024, ásamt ódags. bréfi umsækjenda, um breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 27 við Klettagarða, sem felst í að nýta lóðina sem bækistöð fyrir almenningsvagna, samkvæmt tillögum Apparat A og B, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt yfirlýsingu Faxaflóahafna, dags. 30. desember 2024, og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. janúar 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. janúar 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Krókháls 5A - USK25010057
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. janúar 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi USK24090114 á þann hátt að flóttaleið og flóttastigi færist frá norðurhlið yfir á austurhlið í húsi á lóð nr. 5A við Krókháls. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. janúar 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. janúar 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Lambhagavegur 33 - USK25010190
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja 2- 4 hæða skrifstofu- og verslunarhús með bílageymslu á lóð nr. 33 við Lambhaga.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Skógarhlíð - Breyting á deiliskipulagi - USK23020357
Lagt fram bréf Skiplagsstofnunar, dags. 14. janúar 2024, þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda vega eftirfarandi: Skipulagsmörk skarast á við afmörkun hverfisskipulags Hlíðahverfis, en ekki var gerð breyting á deiliskipulagsmörkum hverfisskipulagsins samhliða. Einnig mælir Skipulagsstofnun með að gerð sé breyting á lóðamörkum Eskihlíðar innan hverfisskipulags Hlíðahverfis til samræmis við deiliskipulagsbreytingu Skógarhlíðar.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Blikastaðarvegur 10 - (fsp) Uppskipting lóðar - USK24110339
Lögð fram fyrirspurn Landsvirkjunar, dags. 17. janúar 2024, um skiptingu lóðar að Blikastaðavegi nr. 10. Lóðin muni skiptast upp í tvo hluta, annars vegar þann hluta lóðar sem Landsnet og Veitur nota áfram eftir að framkvæmdum við nýtt tengivirki lýkur og hins vegar sá hluti lóðar sem losnar þegar eldra tengivirki verður tekið úr notkun. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. janúar 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30. janúar 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Brekkugerði 19 - USK25010221
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka kjallara og innrétta þar vinnustofu og geymslu í einbýlishúsi á lóð nr. 19 við Brekkugerði.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Drápuhlíð 14-16 - USK25010222
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, grafa frá húsi á suðurhlið, byggja hjólaskýli í garði, gera ljósgryfju á norðurhlið og koma fyrir sorpgerði þar ásamt því að innrétta fimm íbúðir í fyrrum heilsugæslu í húsi á lóð nr. 14 við Drápuhlíð.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Háaleitisbraut 49-51 - (fsp) Stækkun bílastæða- og bílskúrslóðarlóðar og bæta við bílskúr/vinnustofu - USK24120158
Lögð fram fyrirspurn Jakobs Emils Líndal, dags. 17. desember 2024, ásamt bréfi Alark arkitekta ehf., dags. 17. desember 2024. um stækkun á bílastæða- og bílskúrslóð fyrir Háaleitisbraut 49-51 til norðurs og bæta við nýjum bílskúr/vinnustofu fyrir eignahluta 0102 að Háaleitisbraut 51.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Hraunberg 8 - USK25010217
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvær einnar hæðar viðbyggingar með tengigangi á milli og yfir í eldra verknámshús Fjölbrautarskólans í Breiðholti og verður mhl. 02 á lóð nr. 8 við Hraunberg.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Vesturás 31 - (fsp) Stækkun á kjallara - USK24030306
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. september 2024 var lögð fram fyrirspurn Hrannar Ásgeirsdóttur, dags. 25. mars 2024, um stækkun á kjallara hússins á lóð nr. 31 við Vesturás um 35 fm. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi lögfræðideildar f.h. skipulagsfulltrúa, dags. 13. desember 2024, um niðurfellingu málsins.
Málinu er lokað þar sem ekki hefur verið brugðist við bréfi skrifstofu stjórnsýslu og gæða, lögfræðideildar, dags. 13. desember 2024.
-
Mávahlíð 41 - (fsp) Bílskúr - USK24110177
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. janúar 2025 var lögð fram fyrirspurn Klöru Geirsdóttur, dags. 14. nóvember 2024, um að setja bílskúr á lóð nr. 41 við Mávahlíð. Fyrirspurninni var var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt tölvupósti Klöru Geirsdóttur, dags. 23. janúar 2025, þar sem fyrirspurn er dregin til baka.
Fyrirspurn dregin til baka sbr. tölvupóstur Klöru Geirsdóttur, dags. 23. janúar 2025.
14:42
Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir
Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 30. janúar 2025