Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 997

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2025, fimmtudaginn 23. janúar kl. 09:05, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 997. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Þórður Már Sigfússon, Ingvar Jón Bates Gíslason, Ævar Harðarson, Ólafur Ingibergsson, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Hrönn Valdimarsdóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir og Valný Aðalsteinsdóttir. Fundarritari var Magnea Lillý Friðgeirsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Austurbrún 2 - (fsp) Breyting á notkun 13. hæðar hússins - USK24100149

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2024 var lögð fram fyrirspurn Ellerts Más Jónssonar, dags. 15. október 2024, um breytingu á notkun 13. hæðar hússins á lóð nr. 2 við Austurbrún úr veislusal (Samkomustað) í íbúð, samkvæmt uppdr. Ellerts Más Jónssonar, dags. 14. október 2024. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28. nóvember 2024. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. janúar 2025.

    Uppfærð umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. janúar 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Bankastræti 14 - (fsp) Gestamóttaka og gististarfsemi - USK24090209

    Lögð fram fyrirspurn Fákafens ehf., dags. 17. september 2024, um að setja upp gestamóttöku og gististarfsemi í rými merkt 2004486 á 2. hæð hússins á lóð nr. 14 við Bankastræti.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  3. Kvisthagi 9 - (fsp) Kvistir og svalir - USK24120216

    Lögð fram fyrirspurn Arkís arkitekta ehf., dags. 20. desember 2024, ásamt bréfi, dags. 19. desember 2024, um að breyta tveimur kvistum á suðurhlið hússins á lóð nr. 9 við Kvisthaga í einn stærri kvist ásamt því að bæta við svölum framan við kvistinn.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  4. Laugavegur 103 - (fsp) Breyting á notkun húss - USK24120053

    Lögð fram fyrirspurn Muharrem Emre Una, f.h. E21 slf., dags. 5. desember 2024, um að breyta notkun hússins á lóð nr. 103 við Laugaveg úr íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  5. Vesturgata 23 - (fsp) Breyting á notkun húss - USK24120200

    Lögð fram fyrirspurn Immino Fasteignir ehf., dags. 19. desember 2024, ásamt bréfi Landslaga, dags. 18. desember 2024, um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 23 við Vesturgötu úr íbúðarhúsnæði í gististað. Einnig eru lögð fram rök fyrir breytingunni og myndir fyrir og eftir breytingu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  6. Hrossnes 10-16 - USK24100358

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. desember 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. desember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hesthús á tveimur hæðum á lóð nr. 10-16 við Hrossnes. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. janúar 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. janúar 2025, samþykkt með þeim leiðbeiningum og fyrirvörum sem tilgreindir eru í umsögn.

    Fylgigögn

  7. Bræðraborgarstígur 1, 3 og 5 - Nýtt deiliskipulag - USK24120090

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. janúar 2025 var lögð fram umsókn Yrki arkitekta ehf., dags. 10. desember 2024, um nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar nr. 1, 3 og 5 við Bræðraborgarstíg. Tilgangur með nýju deiliskipulagi fyrir svæðið er að skilgreina og setja skilmála um umfang uppbyggingar á lóðunum. Í þessar tillögu er verið að leggja til byggingarheimildir á Bræðraborgarstíg 1 og 3, en talið er að lóðin að Bræðraborgarstíg 5 sé full byggð, samkvæmt greinargerð og deiliskipulagsuppdráttum Yrki arkitekta, dags. 10. desember 2024. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 21. janúar 2025, og húsa- og fornleifakönnun Fornleifastofnunar Íslands, dags. árið 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju .

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

    Vakin er athygli á því að áður en kemur til auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1381/2024. 

  8. Bergstaðastræti 37 - Viðbætur við skilmála friðlýsingar - USK25010117

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. janúar 2025 var lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 7. janúar 2025, varðandi breytingar og viðbætur við skilmála eldri friðlýsingar innréttinga í Bergstaðastræti 37, Hótel Holt, frá 31. desember 2012. í samræmi við 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er Umhverfis- og skipulagssviði gefinn kostur á að koma á framfæri  athugasemdum við friðlýsingartillöguna og drögum að friðlýsingarskilmálum. Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 31. janúar 2025. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  9. Grettisgata 79 - USK24120126

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í risi  og byggja kvisti og svalir í húsi á lóð nr. 79 við Grettisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  10. Heimahverfi - Breyting á deiliskipulagi - Sólheimar 36 - USK24010104

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Auðar Hreiðarsdóttur/Esju Architecture, dags. 9. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Heimahverfis vegna lóðarinnar nr. 36 við Sólheima. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur fyrir bílskúr er færður til vesturs og staðsettur í vesturhorni lóðar á mörkum Sólheima 34, 36 og Glaðheima 18, ásamt því að notkun hans er breytt í tómstundahús, og byggingarreitur fyrir íbúðarhús er færður neðar á lóðina til að passa núverandi íbúðarhúsi ásamt því að hægt verði að stækka húsið, samkvæmt uppdráttum Esju Architecture, deiliskipulags- og skuggavarpsuppdrættir, dags. 27. nóvember 2024. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. desember 2024 til og með 13. janúar 2025. Athugasemdir bárust. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. janúar 2025 og er nú lagt fram að nýju ásamt tillögu Esju Architecture að hönnunarbreytingu tómstundarhúss, dags. 19. nóvember 2024, skuggaáhrifa á Glaðheima 18, dags. 15. nóvember 2025, og minnisblaði, dags. 14. janúar 2025.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  11. Melar II - USK24110305

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. desember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri við suðausturgafl einbýlishúss á lóðinni Melar II með landnúmer 125723. Erindi var grenndarkynnt frá 15. janúar 2025 til og með 12. febrúar 2025, en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst 21. janúar 2025 er erindi nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauki 2.3. við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

  12. Norðurstígsreitur - Breyting á deiliskipulagi - Ægisgata 7 - USK24090343

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Orra Árnasonar, dags. 26. september 2024, um breytingu á deiliskipulagi Norðurstígsreits vegna lóðarinnar nr. 7 við Ægisgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að nýta húsið fyrir gististarfsemi í stað fjölbýlishúss af tegundinni hótel eða stærra gistiheimili, í flokki IV, fallið er frá því breyta kjallara í bílageymslu, en þar er nú gert ráð fyrir hótelherbergjum og stoðrýmum, fallið er frá að byggja inndregna hæð ofan á húsið, en heimilt verður að útbúa þakverönd sem fella skal inn í uppstólað þakið, í stað svalagangs á bakhlið framhúss er heimilt að byggja dýpri viðbyggingu, svo framarlega sem hluti jarðhæðar og kjallara bakbyggingar verði rifinn. Lyftu- og stigahús skal ná upp á áður nefnda þakverönd og fallið er frá að byggja svalir á götuhlið byggingarinnar, m.a. til að varðveita upprunalegt yfirbragð hennar. Auk þess eru lóðirnar að Nýlendugötu 9 og Ægisgötu 7 sameinaðar í eina lóð, samkvæmt deiliskipulags-, og skuggavarpsuppdr. Zeppelin arkitekta, dags. 5. nóvember 2024. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 11. júlí 2024, og samgöngumat Verkís, dags. 26. ágúst 2024. Tillagan var auglýst frá 28. nóvember 2024 til og með 15. janúar 2025. Athugasemdir og umsögn bárust.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  13. Sólheimar 23A - (fsp) Gróðurhús - USK25010094

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. janúar 2025 var lögð fram fyrirspurn Borgarbókasafns Reykjavíkur, dags. 10. janúar 2025, um að setja gróðurhús á lóð nr. 23A við Sólheima. Einnig eru lögð fram fylgigögn, ódags., þ.e. upplýsingar um stærð og útlit gróðurhúss og loftmynd sem sýnir staðsetningu gróðurhúss. Fyrirspurninni var  var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  14. Kleifarvegur 12 - USK25010126

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að stækka baðherbergi og breyta innra skipulag og til að byggja garðskála undir svölum 1. hæðar í tvíbýlishúsi á lóð nr. 12 við Kleifarveg.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  15. Ártúnshöfði eystri - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Höfðabakki 3-5 - USK24120040

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. desember 2024 var lögð fram fyrirspurn Freys Frostasonar, dags. 4. desember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri vegna lóðarinnar nr. 3-5 við Höfðabakka, sem felst í að heimila sameiningu lóðanna og uppbyggingu nýrrar þjónustubyggingar á lóð ásamt endurnýtingu á húsi nr. 3, samkvæmt tillögu THG arkitekta, dags. 3. desember 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. janúar 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. janúar 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  16. Ártúnshöfði - Iðnaðarsvæði - Breyting á deiliskipulagi - Vagnhöfði 7 - USK24030153

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Björns Guðbrandssonar, dags. 11. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða - Iðnaðarsvæðis vegna lóðarinnar nr. 7 við Vagnhöfða. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun lóðarinnar til norðvesturs, samkvæmt uppdr. Arkís dags. 6. mars 2024. Samþykkt var að framlengja athugasemdarfrest á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. nóvember 2024 og var erindi grenndarkynnt frá 3. október 2024 til og með 18. desember 2024. Athugasemdir bárust. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. desember 2024 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  17. Bíldshöfði 7 - USK24120222

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi USK24030214 mhl.20 sem snýr að því að byggja milliloft og setja svalir í hluta af atvinnuhúsnæði auk þess eru breytinga á innra skipulagi á fyrstu hæðar sem snýr að því að  lager breytist í verslun og inngangshurðir breytast og færðar til í húsi nr. 7 við Bíldshöfða.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  18. Snorrabraut 79 - USK23060110

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta notkun og innra skipulagi og innrétta gistihús í flokki II teg. minna gistiheimili fyrir hámark 10 manns ásamt starfsmannaaðstöðu í húsi á lóð nr. 79 við Snorrabraut.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  19. Bragagata 33A - (fsp) Stækkun bakhúss - USK25010142

    Lögð fram fyrirspurn Kára Eiríkssonar, dags. 15. janúar 2025, ásamt greinargerð, dags. 29. desember 2024, um að stækka bakhús á lóð nr. 33A við Bragagötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  20. Óðinsgata 14A - USK25010130

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að sameina lóðir við Óðinsgötu 14A og 14B og breytingum innan og utanhúss í fjölbýlishúss á lóðir nr 14A og 14B við Óðinsgötu

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  21. Reitur 1.184.0, Bergstaðastrætisreitir - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Spítalastígur 4 og 4A - USK25010082

    Lögð fram fyrirspurn Úti og inni sf., ásamt greinargerð, dags. 9. janúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.184.0, Bergstaðastrætisreita, vegna lóðarinnar nr. 4 og 4A við Spítalastíg, sem felst í stækkun á byggingarreit spítalastígs 4A, samkvæmt uppdr. Úti og inni, dags. desember 2024 og janúar 2025.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  22. Skipasund 66 - (fsp) Endurnýjun og stækkun svala - USK25010054

    Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Ólafssonar, dags. 7. janúar 2025, um að endurnýja og stækka svalir risíbúðar hússins á lóð nr. 66 við Skipasund.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra / Fyrirspyrjandi hafi samband við embættið.

  23. Tunguvegur 28 - USK25010162

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. janúar 2025 þar sem sótt erum leyfi til þess að stækka einbýlishús og lækka kjallara á lóð nr. 28 við Tunguveg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  24. Borgarlína 1. lota - Ártúnshöfði - Hamraborg - Kynning á umhverfismatsskýrslu - Umsagnarbeiðni - USK24110185

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. nóvember 2024 var lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar, dags. 14. nóvember 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um umhverfismatsskýrslu vegna 1. lotu Borgarlínu frá Ártúnshöfða í Reykjavík að Hamraborg í Kópavogi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. janúar 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. janúar 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  25. Grafarholt svæði 1 - breyting á deiliskipulagi - Kirkjustétt 2-6 - USK24030063

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Falk Kruger, dags. 4. mars 2024, um breytingu á deiliskipulagi Grafarholts svæðis 1 vegna lóðarinnar nr. 2-6 við Kirkjustétt. Í breytingunni sem lögð er til felst að svalir megi skaga 1,65 m út fyrir byggingarreit í stað 1,0 m, heimilt verði að fjölga íbúðum um eina, úr 17 íbúðum í 18 íbúðir, stækka byggingarreit fyrir mhl 1 til vesturs til að koma fyrir aukastigahúsi og nýta jarðhæð að hluta til undir tæknirými, sérgeymslur og sameiginlegar geymslur fyrir íbúa á 2. hæð og 3. hæð, ásamt því að byggingarreitur fyrir tengibyggingu á milli mhl. 1 og mhl. 2 víkur, nýtingarhlutfall og B-rými er leiðrétt í samræmi við gildandi aðalteikningar fyrir Kirkjustétt 4 (mhl. 2) í núverandi stærðartöflu, byggingarreitur fyrir Kirkjustétt 4 (mhl 2) við inngang á deiliskipulagsuppdrætti er leiðréttur, stærðartafla vegna stækkunar á byggingarreit mhl. 1 og aðlögun á B-rými vegna breytingar á svalaskögun mhl 1 er uppfærð og bensínsjálfsafgreiðslustöð mun víkja í náinni framtíð, samkvæmt uppdr. A2F arkitekta, dags. 20. febrúar 2024. Tillagan var grenndarkynnt frá 12. desember 2024 til og með 16. janúar 2025. Athugasemdir bárust.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  26. Jarðstöð Úlfarsfellslandi - L125534 - Uppskipting lóðar - USK25010120

    Lögð fram umsókn Símans hf., dags. 14. janúar 2025, ásamt greinargerð, ódags. um að skipta upp lóð á Jarðstöð Úlfarsfellslandi, landeignanúmer 125534, samkvæmt uppdr. Þórarins Sigurðssonar, dags. 13. desember 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.

  27. Krókháls 5A - USK25010057

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi USK24090114 á þann hátt að flóttaleið og  flóttastigi færist frá norðurhlið yfir á austurhlið í húsi á lóð nr. 5A við Krókháls.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  28. Breiðholt, hverfi 6.3 Efra Breiðholt - (fsp) Breyting á hverfisskipulagi -  Suðurfell 4 - USK23050106

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Fasteignastýringar ehf., dags. 8. maí 2023, ásamt bréfi Kaldalóns f.h. Fasteignastýringar ehf., dags. 8. maí 2023, um breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt, vegna lóðarinnar nr. 4 við Suðurfell sem felst í uppbyggingu á lóð, samkvæmt tillögu Kaldalóns, dags. 5. maí 2023. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. ágúst 2024, og minnisblað skipulagsfulltrúa, dags. 22. október 2024. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. janúar 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. janúar 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  29. Drápuhlíð 14-16 - (fsp) Breyting á notkun - USK24100192

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2025 var lögð fram fyrirspurn ALVA Framkvæmdir ehf. dags. 17. október 2024, um að breyta notkun hússins á lóð nr. 14-16 við Drápuhlíð úr heilsugæslu í gististað. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. janúar 2025.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 23. janúar 2025.

    Fylgigögn

  30. Fossháls 13-15 - USK24120220

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að setja 1,2 m steyptan vegg á lóðarmörk sem lækkar niður í 1,0 metri við innkeyrslur að lóð nr. 13-15 við Fossháls. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  31. Gerðuberg 3-5 - USK24100176

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að stækka svalir og einangra og klæða að utan menningarmiðstöðina í Gerðubergi á lóð nr. 3-5 við Gerðuberg.  Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. janúar 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. janúar 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  32. Heiðargerðisreitur - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Heiðargerði 19 - USK24120082

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. desember 2024 var lögð fram fyrirspurn Ellerts Hreinssonar, dags. 10. desember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Heiðargerðisreits vegna lóðarinnar nr. 19 við Heiðargerði, sem felst í stækkun hússins, samkvæmt uppdr. Former, dags. 10 desember 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. janúar 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. janúar 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  33. Seljabraut 24 - (fsp) Fósturheimili í íbúð - USK24110187

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2025 var lögð fram fyrirspurn Virtus Capital ehf., dags. 15. nóvember 2024, um að nýta íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 24 við Seljabraut fyrir rekstur bráðavistunarheimilis fyrir börn í fóstri. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2025. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt tölvupóstum fyrirspyrjanda, dags. 15., 20. og 21. janúar 2025 og uppfærðri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. janúar 2025.

    Uppfærð umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. janúar 2025, lögð fram og samþykkt með tilliti til nýrra gagna.

    Fylgigögn

  34. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um heildstætt yfirlit yfir söguleg hús í Reykjavík - MSS24110085

    Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. janúar 2025, þar sem tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá fundi borgarráðs 14. janúar sl., um heildstætt yfirlit yfir söguleg hús í Reykjavík er send umhverfis- og skipulagssviði til umsagnar.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  35. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um smáskilaboðasendingar - MSS24110086

    Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. janúar 2025, þar sem tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá fundi borgarráðs 14. janúar sl., um smáskilaboðasendingar er send umhverfis- og skipulagssviði til umsagnar.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  36. Kópavogur - Kársnes Þróunarsvæði - Rammahluti aðalskipulags - Kynning tillögu á vinnslustigi - USK24050260

    Lögð fram umsagnarbeiðni Kópavogsbæjar, dags. 16. janúar 2025, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu á vinnslustigi vegna breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 á vinnslustigi vegna rammahluta aðalskipulags fyrir þróunarsvæði á vestanverðu Kársnesi. Svæðið afmarkast af strandlínu Kársness til norðurs og vesturs og af núverandi íbúðarbyggð við Þinghólsbraut, Kársnesbraut og Huldubraut austurs og suðurs. Alls er skipulagssvæðið um 57,2 ha. Svæðið er skilgreint sem samgöngumiðað þróunarsvæði í gildandi aðalskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir þéttri og blandaðri byggð við Borgarlínu. Viðfangsefni tillögunnar snýr einkum að áframhaldandi þróun svæðisins með sérstakri áherslu á gæði byggðar, góðar samgöngutengingar m.a. fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og almenningsrými. Sett er fram heildarsýn fyrir framtíðarþróun svæðisins, sem verður útfærð nánar í deiliskipulagsáætlunum fyrir tiltekna reiti á svæðinu.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  37. Lýsisreitur, reitur 1.520 - Breyting á skilmálum deiliskipulags - Hringbraut 121 - USK24110159

    Lögð fram umsókn Yrki arkitekta ehf., dags. 13. nóvember 2024, um breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.520, Lýsisreits, vegna lóðarinnar nr. 121 við Hringbraut. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að vera með sérstök búsetuúrræði í húsinu sbr. kafla 3.4.1 í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2024. Einnig er lagt fram minnisblað skrifstofu stjórnsýslu og gæða, dags. 28. nóvember 2024. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, mál nr. 179/2024, frá 22. janúar 2025 þar sem felld er úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa frá 28. nóvember 2024 um að samþykkja tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir lóðina.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

Fundi slitið kl. 14:31

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 23. janúar 2025