Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 996

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2025, fimmtudaginn 16. janúar kl. 09:08, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 996. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón Bates Gíslason, Sigríður Maack, Þórður Már Sigfússon, Hrönn Valdimarsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Ólafur Ingibergsson, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar og Sólveig Sigurðardóttir. Fundarritari var Magnea Lillý Friðgeirsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Bankastræti 6 - (fsp) Auglýsing á húshlið - USK24100259

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2025 var lögð fram fyrirspurn Edward Louis Haines, dags. 23. október 2024, um að mála auglýsingu á hlið hússins á lóð nr. 6 við Bankastræti eða setja upp auglýsingarskilti á hlið hússins. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. janúar 2025.

    Fylgigögn

  2. Eiríksgata 13 - USK24090378

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að gera björgunarop úr kjallara og breyta skráningu íbúðar í gististað í flokki II í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 13 við Eiríksgötu.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  3. Framnesvegur 19 - USK23050142

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja á  tveggja hæða viðbyggingu og sólskála við vesturgafl einbýlishúss á lóð nr. 19 við Framnesveg. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Framnesvegi 17, 21, 22A, 22B, 24, 24A og 24B og Öldugötu 52 og 54.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 8.1. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

  4. Laugavegur 71 - (fsp) Breyting á notkun - USK24120224

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. janúar 2025 var lögð fram fyrirspurn Svala Apartments ehf., dags. 21. desember 2024, ásamt Bréfi Svala Apartments ehf., dags. 19. desember 2024, um að breyta notkun hússins á lóð nr. 71 við Laugaveg úr hótelíbúðum í íbúðir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. janúar 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. janúar 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Rauðarárstígur 27-29 - (fsp) Setja eldhús í hótelíbúðir - USK25010035

    Lögð fram fyrirspurn Alva fasteigna ehf., dags. 6. janúar 2025, um að setja eldhús inn í hótelherbergi sem eru á 1. til 4. hæð hússins á lóð nr. 27-29 við Rauðarárstíg, samkvæmt uppdr. Guðrúnar Atladóttur, dags. í janúar 2025.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  6. Smiðshöfði 19 - USK24110266

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. desember 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. desember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir stafrænu auglýsingaskilti á gafl húss á lóð nr. 19 við Smiðshöfða. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. janúar 2025.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. janúar 2025.

    Fylgigögn

  7. Suðurlandsbraut 52 - (fsp) Rekstur veitingastaðar - USK24110163

    Lögð fram fyrirspurn Cibo Amore ehf., dags. 13. nóvember 2024, um rekstur veitingastaðar í húsinu á lóð nr. 52 við Suðurlandsbraut.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  8. Elliðaárvogur - Breyting á deiliskipulagi - Skipulagslýsing - Geirsnef - USK24100368

    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. í nóvember 2024, vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi Elliðaárvogs fyrir Geirsnef. Svæðið afmarkast af skipulagsmörkum í gildandi skipulagi í austri og suðri. Það er frá Elliðaá í austri og Vesturlandsvegi í suðri. Að skipulagsmörkum Vogabyggðar 5 í norðvestri og að skipulagsmörkum Vesturlandsvegar, Knarrarvogar og Vogabyggðar 3. Tilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að koma á skipulagi á Geirsnefið sem fjölbreyttu útivistarsvæði. Lýsingin var kynnt frá 14. nóvember 2024 til og með 5. desember 2024. Athugasemdir og umsagnir bárust. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. desember 2024 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til kynningar.

  9. Vatnsveituv. Fákur - USK24050151

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að byggja stoðvegg við Faxaból 12 á lóð við Vatnsveituveg Fákur.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  10. Eiríksgata 29 - USK24070152

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. nóvember 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta fjóra gististaði í flokki II, teg c, minna gistiheimili, eitt á hverri hæð, fyrir samtals 28 gesti í fjölbýlishúsi á lóð nr. 29 við Eiríksgötu. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. október 2024. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt uppfærðri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. janúar 2025.

    Leiðrétt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. janúar 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  11. Bræðraborgarstígur 1, 3 og 5 - Nýtt deiliskipulag - USK24120090

    Lögð fram umsókn Yrki arkitekta ehf., dags. 10. desember 2024, um nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar nr. 1, 3 og 5 við Bræðraborgarstíg. Tilgangur með nýju deiliskipulagi fyrir svæðið er að skilgreina og setja skilmála um umfang uppbyggingar á lóðunum. Í þessar tillögu er verið að leggja til byggingarheimildir á Bræðraborgarstíg 1 og 3, en talið er að lóðin að Bræðraborgarstíg 5 sé full byggð, samkvæmt greinargerð og deiliskipulagsuppdráttum Yrki arkitekta, dags. 10. desember 2024. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 14. júní 2024, og húsa- og fornleifakönnun Fornleifastofnunar Íslands, dags. árið 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra. 

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  12. Bergstaðastræti 37 - Viðbætur við skilmála friðlýsingar - USK25010117

    Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 7. janúar 2025, varðandi breytingar og viðbætur við skilmála eldri friðlýsingar innréttinga í Bergstaðastræti 37, Hótel Holt, frá 31. desember 2012. í samræmi við 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er Umhverfis- og skipulagssviði gefinn kostur á að koma á framfæri  athugasemdum við friðlýsingartillöguna og drögum að friðlýsingarskilmálum. Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 31. janúar 2025.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  13. Heimahverfi - Breyting á deiliskipulagi - Sólheimar 36 - USK24010104

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Auðar Hreiðarsdóttur/Esju Architecture, dags. 9. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Heimahverfis vegna lóðarinnar nr. 36 við Sólheima. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur fyrir bílskúr er færður til vesturs og staðsettur í vesturhorni lóðar á mörkum Sólheima 34, 36 og Glaðheima 18, ásamt því að notkun hans er breytt í tómstundahús, og byggingarreitur fyrir íbúðarhús er færður neðar á lóðina til að passa núverandi íbúðarhúsi ásamt því að hægt verði að stækka húsið, samkvæmt uppdr. Esju Architecture, dags. 8. janúar 2024. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdr. Esju Architecture sem sýna skuggavarp fyrir og eftir breytingar, dags. 8. janúar 2024. Deiliskipulagsbreytingin öðlaðist gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda 24. maí 2024, en þar sem misfórst að senda grenndarkynningu á hagsmunaaðila að Glaðheimum 18 er lagt til að málið verði endurvakið og að samþykktin falli úr gildi, sbr. minnisblaði lögfræðideildar skrifstofu stjórnsýslu og gæða, dags. 4. nóvember 2024. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt uppfærðum uppdráttum Esju Architecture, deiliskipulags- og skuggavarpsuppdrættir, dags. 27. nóvember 2024. Erindið var grenndarkynnt frá 16. desember 2024 til og með 13. janúar 2025. Athugasemdir bárust.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  14. Nýlendugata 7 - Minnkun lóðar - USK25010115

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingardeildar, dags. 9. janúar 2025, um minnkun lóðarinnar br. 7 við Nýlendugötu, samkvæmt uppdráttum (breytinga- og mæliblað) umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingar, dags. 9. janúar 2025.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  15. Sólheimar 23A  - (fsp) Gróðurhús - USK25010094

    Lögð fram fyrirspurn Borgarbókasafns Reykjavíkur, dags. 10. janúar 2025, um að setja gróðurhús á lóð nr. 23A við Sólheima. Einnig eru lögð fram fylgigögn, ódags., þ.e. upplýsingar um stærð og útlit gróðurhúss og loftmynd sem sýnir staðsetningu gróðurhúss.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  16. Þjóðhildarstígur 8 - (fsp) Uppbygging á lóð - USK24100067

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. desember 2024 var lögð fram fyrirspurn Ólafar Benediktsdóttur, dags. 7. október 2024, um uppbyggingu íbúðarhúss á lóð nr. 8 við Þjóðhildarstíg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. janúar 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. janúar 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  17. Norðlingaholt - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Krókavað 23 - USK25010102

    Lögð fram fyrirspurn Þórðar Smára Sverrissonar, ásamt bréfi, dags. 13. janúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 23 við Krókavað sem felst í að heimilt verði að stækka húsið með því að reisa viðbyggingu ofan á bílskúr á lóð, samkvæmt uppdr. Sveins Ívarssonar, dags. 17. desember 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  18. Klettasvæði - Breyting á deiliskipulagi - Köllunarklettsvegur 6 - USK24100336

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn TÓ arkitekta ehf., dags. 29. október 2024, um breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, vegna lóðarinnar nr. 6 við Köllunarklettsveg. Í breytingunni sem lögð er til felst hækkun á hámarkshæð byggingarinnar um 5 m, samkvæmt uppdrætti TÓ arkitekta, dags. 21. nóvember 2024. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 29. október 2024. Tillagan var grenndarkynnt frá 10. desember 2024 til og með 14. janúar 2025. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka 2.3. við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.  

  19. Klettháls 15 - (fsp) Byggingarmagn og milligólf - USK24100222

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. desember 2024 var lögð fram fyrirspurn Jóns Arnarsonar, dags. 21. október 2024, ásamt bréfi Jóns Arnarsonar, ódags., um byggingarmagn á lóð nr. 15 við Klettháls og milligólf. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. janúar 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. janúar 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  20. Vatnagarðar 16 - USK24120045

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi í atvinnuhúsnæði á lóð nr. 16 við Vatnagarða.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  21. Fjólugata 7 - Málskot - USK24120180

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. desember 2024 var lagt fram málskot Ástu Sigríðar Fjeldsted, dags. 3. júlí 2024, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 4. apríl 2024, um að setja bílastæði á lóð nr. 7 við Fjólugötu, samkvæmt tillögu Landslags, dags. í febrúar 2024. Einnig er lagt fram bréf sendiráðs Slóveníu, dags. 2. júlí 2024, ásamt viðauka. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. apríl 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  22. Laufásvegur 25 - USK24120230

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr, mhl. 03 að Þingholtsstræti í norðausturhorni lóðar fjölbýlishúss nr. 25 við Laufásveg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  23. Skólavörðustígur 25 - USK24070312

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu til norðurs upp að og ofaná mhl. 03, gera verönd á hluta þaks, innrétta geymslur í kjallara og skrifstofur á hæð og sameina í einn matshluta hús á lóð nr. 25 við Skólavörðustíg. Erindið var grenndarkynnt frá 10. desember 2024 til og með 14. janúar 2025. Athugasemdir bárust.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra

  24. Sundlaugavegur 37 - (fsp) Uppskipting lóðar - USK25010047

    Lögð fram fyrirspurn Völu Baldursdóttur, dags. 7. janúar 2025, ásamt bréfi, dags. 8. janúar 2025, um að skipta lóðinni nr 37 við Sundlaugaveg í tvær lóðir. Einnig er lögð fram skissa, ódags.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  25. Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur - Breyting á deiliskipulagi - USK24020233

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. febrúar 2024 var lögð fram umsókn Teiknistofunnar Storð ehf. ásamt bréfi, dags. 14. desember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar, Stekkjarmóa og Djúpadals. Í breytingunni sem lögð er til felst að hluti deiliskipulags fellur niður vegna skörunar við tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hádegismóa  og mun svæðið verða hluti af því deiliskipulagi, auk þess er núverandi reiðleið hliðruð til, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð, dags. 14. desember 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 15. janúar 2025, þar sem umsókn er dregin til baka.

    Umsókn er dregin til baka sbr. bréf, dags. 15. janúar 2025.

  26. Hádegismóar - Breyting á deiliskipulagi - Hádegismóar 8 - USK24080061

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2024 var lögð fram umsókn Teiknistofunnar Storðar ehf., dags. 8. ágúst 2024, ásamt bréfi, dags. 8. ágúst 2024, um breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa vegna lóðarinnar nr. 8 við Hádegismóa. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð stækkar til norðaustur og bætist við nýr byggingarreitur á lóð sem fær húsnúmerið 8B. ásamt því að núverandi rafstrengir frá Veitum meðfram núverandi lóðarmörkum verða færðir út fyrir ný lóðarmörk, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storðar, dags. 5. júlí 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 15. janúar 2025, þar sem umsókn er dregin til baka.

    Umsókn er dregin til baka sbr. bréf, dags. 15. janúar 2025.

  27. Hólmsheiði 2. áfangi - Deiliskipulag athafnasvæðis - SN210147

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs og A2F arkitekta að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði, áfanga 2 á Hólmsheiði. Um er að ræða 50 ha svæði sem afmarkast af Suðurlandsvegi og Hólmsá í suðri og fyrirhugaðs athafnasvæðis (áfangi 1) í austri. Tillagan gerir ráð fyrir stórum og fjölbreyttum atvinnulóðum, alls sex talsins, undir ýmis konar starfsemi sem fellur að markmiðum Aðalskipulags Reykjavíkur 2040. Áhersla er lögð á að halda í og skapa græna ímynd byggðar og umhverfis á svæðinu og skulu mannvirki, byggingar og önnur manngerð inngrip á lóðum búa yfir arkitektúr sem skapar sterka tengingu við aðliggjandi náttúru, samkvæmt uppdráttum og greinargerð A2F arkitekta, dags. 31. október 2024. Einnig eru lögð fram önnur gögn, þ.e. jarðfræðiskýrsla unnin af COWI í tengslum við sprunguathuganir á svæðinu, dags. maí 2024, og skýrsla Vatnaskila um mat á mögulegri mengunarhættu gagnvart nærliggjandi vatnsbólum, dags maí 2024. Auk þess eru lögð fram minnisblað COWI um meðhöndlun ofanvatns á svæðinu, dags. 22. október 2024, fornleifaskráning og húsakönnun á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 2024, og samgöngumat EFLU fyrir áfanga 2, dags. 29. október 2024. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 10. janúar 2025, þar sem óskað er eftir fresti til að seSamþykkt að framlengja athugasemdafrest til 31. janúar 2025.

  28. Kjalarnes, Saltvík - reitur C - Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu - Umsagnarbeiðni - USK25010118

    Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar, dags. 14. janúar 2025, þar sem óskað er eftir umsögn vegna matsskyldufyrirspurnar Stjörnueggja hf. vegna framkvæmdar á reit C að Saltvík á Kjalarnesi. Reist hafa verið 2 ný varphús á reitnum til þess að anna eftirspurn eftir eggjum. Fyrra húsið var reist og tekið í notkun 2023 og seinna húsið verður tekið í notkun 2025. Stæði fyrir varpfugla verður samtals um 49.500.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  29. Laugardalsvöllur - Framkvæmdaleyfi - USK24090272

    Lögð fram umsókn KSÍ ehf., dags. 9. janúar 2025, um framkvæmdaleyfi vegna færslu Laugardalsvallar og uppsetningu á Hybrid hitunarkerfi, samkvæmt tillögu Plan studio, dags. 30. september 2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. janúar 2025.

    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. janúar 2025. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.

    Vakin er athygli á að óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en framkvæmdaleyfið hefur verið gefið út. Leyfið verður ekki gefið út fyrr en greitt hefur verið fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

    Fylgigögn

  30. Vetnisframleiðsla og áfylling við Korpu - Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu - Umsagnarbeiðni - USK25010131

    Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar, dags. 13. janúar 2025, þar sem óskað er eftir umsögn um matskyldufyrirspurn Landsvirkjunar, Linde og Olís vegna áforma um vetnisframleiðslu og sambyggða vetnisáfyllingarstöð fyrir samgöngur við hlið tengivirkis Landsnets og dreifistöðvar Veitna við Korpu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  31. Mávahlíð 41 - (fsp) Bílskúr - USK24110177

    Lögð fram fyrirspurn Klöru Geirsdóttur, dags. 14. nóvember 2024, um að setja bílskúr á lóð nr. 41 við Mávahlíð.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Fundi slitið kl. 14:05

Björn Axelsson Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 16. janúar 2025