Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 995

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2025, fimmtudaginn 9. janúar kl. 09:03, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 995. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Þórður Már Sigfússon, Sólveig Sigurðardóttir, Sigríður Maack, Valný Aðalsteinsdóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Hrönn Valdimarsdóttir, Ólafur Ingibergsson, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Ævar Harðarson og Birgitta Rut Skúladóttir Hjörvar. Fundarritari var Magnea Lillý Friðgeirsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Bankastræti 6 - (fsp) Auglýsing á húshlið - USK24100259

    Lögð fram fyrirspurn Edward Louis Haines, dags. 23. október 2024, um að mála auglýsingu á hlið hússins á lóð nr. 6 við Bankastræti eða setja upp auglýsingarskilti á hlið hússins.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  2. Bergstaðastræti 60 - (fsp) Breyting á notkun - USK24110203

    Lögð fram fyrirspurn EA Practice slf. , dags. 18. nóvember 2024, um að breyta notkun hússins á lóð nr. 60 við Bergstaðastræti þannig að heimilt verði að starfrækja gististað í húsinu. Einnig lagt fram bréf Megin-Lögmannsstofu, dags. 13. nóvember 2024. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2025, samþykkt

    Fylgigögn

  3. Fossháls 13-15 - USK24120220

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til að setja 1,2 m steyptan vegg á lóðarmörk sem lækkar niður í 1,0 metri við innkeyrslur að lóð nr. 13-15 við Fossháls.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  4. Laugavegur 71 - (fsp) Breyting á notkun - USK24120224

    Lögð fram fyrirspurn Svala Apartments ehf., dags. 21. desember 2024, ásamt Bréfi Svala Apartments ehf., dags. 19. desember 2024, um að breyta notkun hússins á lóð nr. 71 við Laugaveg úr hótelíbúðum í íbúðir.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  5. Laugavegur 174, Klettháls 13 og Tunguháls 8 - Geymslustaður ökutækjaleigu - USK24120208

    Lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 19. desember 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um ökutækjaleigur, vegna umsóknar Friðberts Friðbertssonar, f.h. Bílaþing Heklu ehf. um geymslustað ökutækja vegna starfsleyfis til reksturs ökutækjaleigu að Laugavegi 174, Kletthálsi 13 og Tunguhálsi 8. Sótt er um að leigja út 119 ökutæki. Hámarksfjöldi ökutækja á hverjum stað: Laugavegur 174, 200 bílastæði, Klettháls 13, 100 bílastæði, og Tunguháls 8, 20 bílastæði.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  6. Vesturgata 30 - (fsp) Uppbygging gistiíbúða - USK24110297

    Lögð fram fyrirspurn EA Practice slf., dags. 25. nóvember 2024, ásamt bréfi Megin lögmannsstofu, dags. 25. nóvember 2024, um uppbyggingu gistiíbúða á lóð nr. 30 við Vesturgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2025.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2025.

    Fylgigögn

  7. Mosfellsbær - Blikastaðaland 1. áfangi - Kynning tillögu á vinnslustigi - Nýtt deiliskipulag - Umsagnarbeiðni - USK24120189

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. desember 2024 var lögð fram umsagnarbeiðni Mosfellsbæjar, dags. 17. desember 2024, þar sem óskað er eftir umsögn vegna kynningar á tillögu á vinnslutillögu fyrir 1. áfanga Blikastaðalands, dags. 4. desember 2024, ásamt drögum að umhverfismati, dags. 19. nóvember 2024. Meginmarkmið skipulagsins er að leggja grunn að öflugu og eftirsóknarverðu hverfi sem styrkir nærumhverfið og bætir lífsgæði þeirra sem sækja svæðið, þar starfa eða búa. Rísa á blönduð þétt byggð sem styður við samfélagsheild, með áherslu á samspil náttúru og byggðar, virkt umhverfi, gæði almenningsrýma, stíga, dvalar- og íverusvæða. Nýtt hverfi skal hýsa lifandi starfsemi og fjölbreyttar íbúðir á samgöngu- og þróunarás með gott aðgengi að ólíkum ferðamátum. Áhersla er á vistvænar samgöngur, stíga og góðar tengingar. Blikastaðabær mun öðlast nýtt hlutverk sem lifandi miðsvæði, verslun- og þjónusta. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  8. Úlfarsárdalur - Breyting á skilmálum deiliskipulags - Iðunnarbrunnur 14 - USK24110370

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. desember 2024 var lögð fram umsókn Gísla Álfgeirssonar, dags. 29. nóvember 2024, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 14 við Iðunnarbrunn. Í breytingunni sem lögð er til felst aukning á byggingarmagni, samkvæmt tillögu, dags. 3. janúar 2025, samkvæmt Einnig eru lagðir fram uppdrættir Heildstæðrar hönnuðar, dags. 12. október 2024.  Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda (og borgarinnar), sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óverulega breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

  9. Brautarholt 4 - Minnkun lóðar - USK24120228

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að minnkun lóðarinnar nr. 4 við Brautarholt, samkvæmt uppdráttum (breytingar- og mæliblaði) umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingar, dags. 23. desember 2024. Lóðarbreyting tengist byggingarleyfisumsókn nr. USK24060206.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  10. Brautarholt 16 - Minnkun lóðar - USK24090016

    Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingar, dags. 2. september 2024, um minnkun lóðarinnar nr. 16 við Brautarholt, samkvæmt uppdráttum (breytingar- og mæliblaði) umhverfis- og skipulagssviðs, Landupplýsingar, dags. 14. maí 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  11. Einarsnes - Breyting á deiliskipulagi - Einarsnes 64 og 66A - USK24090029

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Andrésar Narfa Andréssonar, dags. 3. september 2024, um breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðanna nr. 64 og 66A við Einarsnes. Í breytingunni sem lögð er til felst að hækka þak sambyggðra bílskúra og lengja þá um 2 m til norðurs. Auk þess er gert ráð fyrir möguleika á tengingu bílskúrs við Einarsnes 66A og að rými undir núverandi útskagandi þakkanti á Austurhlið bílskúrs 66A verði breytt í innirými, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Andrésar Narfa Andréssonar, dags. 30. ágúst 2024. Einnig er lagður fram skuggavarpsuppdráttur, dags. 30. ágúst 2024. Erindið var grenndarkynnt frá 29. nóvember 2024 til og með 3. janúar 2025. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka 2.3. við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.  

  12. Grettisgata 79 - USK24120126

    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í risi  og byggja kvisti og svalir í húsi á lóð nr. 79 við Grettisgötu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  13. Reitur 1.182.1 - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Njálsgata 5A - USK24100135

    Lögð fram fyrirspurn Arnars Reynissonar, dags. 13. október 2024, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.182.1 vegna lóðarinnar nr 5A við Njálsgötu, sem felst í að heimilt verði að skipta húsinu upp í tvær íbúðir með sitthvort fastanúmerið.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  14. Hampiðjureitur - Breyting á deiliskipulagi - Mjölnisholt 6 og 8 - USK23070054

    Lögð fram umsókn Arctic Tours ehf., dags. 28. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 6 og 8 við Mjölnisholt. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóða og stækkun byggingarreits, ásamt aukningu á byggingarmagni og hærra nýtingarhlutfalli svo koma megi fyrir nýju utanáliggjandi þriggja hæða stigahúsi á baklóð húsanna, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta, dags. 15. desember 2024. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa, dags. 10. desember 2024.

    Leiðrétt bókun frá fundi skipulagsfulltrúa 12. desember 2024.

    Rétt bókun er: Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Mjölnisholti 4, 8 og 10, Stakkholti 3 og Laugavegi 140, 142, 144 og 146.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 7.6. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

  15. Laugavegur 168-176 - Breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 168 og 170 - USK24120150

    Lögð fram umsókn Gunnars Ágústssonar, f.h. Yrki arkitekta ehf., dags. 16. desember 2024, um breytingu á deiliskipulagi fyrir Laugaveg 168-176 vegna lóðanna nr. 168 og 170 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á lóðamörkum lóðanna, breyting á skipulagsmörkum á horni Laugavegs og Nóatúns, til samræmis við breytt lóðarmörk Laugavegs 168, uppfærsla á sneiðingum og uppfærsla á skilmálatöflu miðað við breytt lóðarmörk og þ.a.l. breyttu nýtingarhlutfalli, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta, dags. 10. desember 2024.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda (og borgarinnar), sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óverulega breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

  16. Reynisvatnsás - Breyting á deiliskipulagi - Döllugata 1 - USK24120088

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. desember 2024 var lögð fram umsókn Ragnars Magnússonar, dags. 10. desember 2024, ásamt greinargerð, ódags., um breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsáss vegna lóðarinnar nr. 1 við Döllugötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að í stað húsgerðar Ep-Ib verði lóðin skilgreind fyrir húsgerð E-IIb, þ.e að heimilt verði að reisa einbýlishús á tveimur hæðum á lóð í stað einbýlishúss á pöllum, samkvæmt uppdr. i62, dags. 10. desember 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Haukdælabraut 2-8 og 22-30, Döllugötu 2 og 3 og Ísleifsgötu 2-10.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 7.6. gr. og 12. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

  17. Bíldshöfði 20 - (fsp) Skábraut - USK24110250

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. nóvember 2024 var lögð fram fyrirspurn Guðmundar Odds Víðissonar, dags. 20. nóvember 2024, ásamt bréfi, dags. 20. nóvember 2024, um að koma fyrir skábraut sunnan megin við húsið á lóð nr. 20 við Bíldshöfða þannig að tenging náist við kjallara sem þar er, samkvæmt uppdrætti Landmótunar, dags. 24. september 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. janúar 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  18. Austurbrún 31 - USK24090379

    Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta íbúð í mhl. 01 og aukaíbúð í mhl. 02 á lóð nr. 31 við Austurbrún. Erindið var grenndarkynnt frá 29. nóvember 2024 til og með 3. janúar 2025. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka 2.3. við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.  Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. 

  19. Laugavegur 37, 72 og 74 - (fsp) - Tilfærsla á gistikvóta o.fl. - USK24050049

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. desember 2024 var lögð fram fyrirspurn Baldurs Ólafs Svavarssonar, dags. 6. maí 2024, ásamt bréfi, dags. 15. apríl 2024, um að flytja kvóta hótelíbúða frá Laugarvegi 37 að Laugarvegi 72. Með breytingunum verði jafnframt gert innangengt milli húsanna að Laugavegi 72 og 74, sem eru sambyggð, en þar með nýtist aðkoma, lyfta og stigi báðum eigunum, sem eitt íbúðahótel. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2025.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2025.

    Fylgigögn

  20. Skógarhlíð - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Skógarhlíð 8 - USK24120100

    Lögð fram fyrirspurn Krabbameinsfélags Íslands, dags. 11. desember 2024, ásamt bréfi Kanon arkitekta, dags. 11. desember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 8 við Skógarhlíð, sem felst í uppbyggingu og þróun svæðisins, samkvæmt tillögu. Kanon arkitekta, dags. 11. desember 2024.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  21. Skógarhlíð - Breyting á deiliskipulagi - Skógarhlíð 10 - USK24110202

    Lögð fram umsókn Bus hostel ehf., dags. 18. nóvember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 10 við Skógarhlíð. Í breytingunni sem lögð er til felst að breyta innkeyrslum inn á lóðina, samkvæmt uppdr. Strendings ehf., dags. 15. nóvember 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  22. Vesturhöfn (Örfirisey) - Breyting á deiliskipulagi - Fiskislóð 33 - USK24120073

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. desember 2024 var lögð fram umsókn Yddu arkitekta ehf., ásamt greinargerð, dags. 9. desember 2024, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar (Örfiriseyjar) vegna lóðarinnar nr. 33 við Fiskislóð. Í breytingunni sem lögð er til felst að auka nýtingarhlutfall og hækka hámarkshæð, samkvæmt uppdr. Yddu arkitekta, dags. 9. desember 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Fiskislóð 27, 29, 31, 35, 41 og 43.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 7.6. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.

  23. Þingholtsstræti 21 - USK24070192

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta, endurgera og byggja ofaná mhl. 02 og innrétta þar þrjár íbúðir og til að byggja einbýlishús á tveimur hæðum, mhl. 03 á lóð nr. 21 við Þingholtsstræti. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands, dags. 19. ágúst 2024 og 16. desember 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Þingholtsstræti 17, 18, 22, 22A og 23 og Ingólfsstræti 18, 19, 20 og 21.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

  24. Þjórsárgata 9A - (fsp) Breyting bílskúrs í íbúð - USK24100283

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. desember 2024 var lögð fram fyrirspurn Jónínu Ólafsdóttur, dags. 25. október 2024, um að breyta notkun bílskúrs á lóð nr. 9A við Þjórsárgötu í íbúð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2025.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2025.

    Fylgigögn

  25. Kjalarnes, Sætún II, Smábýli 15 - (fsp) Nýtt deiliskipulag - USK24110006

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. desember 2024 var lögð fram fyrirspurn Skurnar ehf., dags. 1. nóvember 2024, um nýtt deiliskipulag fyrir Smábýli 15 á Kjalarnesi, Sætúni II, sem felst í að auka byggingarmagn á spildunni, samkvæmt uppdrætti TAG teiknistofu, dags. 22. október 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Í Úlfarsfellslandi - L125479 - Uppskipting lóðar - USK24120226

    Lögð fram umsókn Hróðmars Dofra Hermannssonar, dags. 22. desember 2024, ásamt greinargerð, dags. 22. desember 2024, um að skipta upp lóð Í Úlfarsfellslandi, með landeignanúmerinu 125479, í fimm smærri lóðir, samkvæmt uppdrætti Þórarins Sigurðssonar, dags. 13. desember 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra. 

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

  27. Stekkjarbrekkur-Hallsvegur suður - Breyting á deiliskipulagi - Lambhagavegur 14 - USK23070113

    Lögð fram umsókn SORPU bs., dags. 10. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbrekkna- Hallsvegar suður vegna lóðarinnar nr. 14 við Lambhagaveg vegna nýrrar endurvinnslustöðvar Sorpu á lóð. Í breytingunni sem lögð er til felst að fyrirkomulagi byggingarreits á lóð er breytt ásamt því að byggingarreiturinn er stækkaður og byggingarmagn aukið, samkvæmt uppdr. Nordic, dags. 8. janúar 2025.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  28. Vesturlandsvegur - Korpulína 1 - 2. hluti - Framkvæmdaleyfi - USK24110056

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. desember 2024 var lögð fram umsókn Landsnets, dags. 6. nóvember 2024, um framkvæmdaleyfi til að klára lagningu á háspennustreng KO1, Korpulínu 1, sem hófst árið 2020, og til að fylla upp í strengskurðinn. Einnig eru lagðar fram teikningar Mannvits, dags. 2. nóvember 2023, síðast breyttar 31. október 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  29. Brekkugerði 19 - USK24100288

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. desember 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi, nokkrar breytingar hafa verið gerðar á útliti glugga og hurða auk þess sem þaksvölum hefur verið breytt í þakgarð og þar komið fyrir útigeymslu, hluti af þakkanti verið sagaður niður og gler sett í staðinn, gler sett í stað bílskúrshurðar og notkun bílskúrs breytt í stofu í einbýlishúsi á lóð nr. 19 við Brekkugerði. Einnig var lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 22. október 2024. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2025.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Brekkugerði 15, 17, 32, 34 og Heiðargerði 68, 100 og 102.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

  30. Drápuhlíð 14-16 - (fsp) Breyting á notkun - USK24100192

    Lögð fram fyrirspurn ALVA Framkvæmdir ehf. dags. 17. október 2024, um að breyta notkun hússins á lóð nr. 14-16 við Drápuhlíð úr heilsugæslu í gististað.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  31. Engihlíð 6A - (fsp) Lóð undir dreifistöð - USK24120162

    Lögð fram fyrirspurn Veitna ohf., dags. 17. desember 2024, um stofnun nýrrar lóðar að Engihlíð, leikvallarlóð, undir dreifstöð. Dreifistöðin á lóð nr. 6A við Eskihlíð verður lögð niður. Einnig er lögð fram skissa á loftmynd sem sýnir staðsetningu dreifistöðvar. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagfulltrúa, dags. 9. janúar 2025.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2025.

    Fylgigögn

  32. Hólmgarður 2 - (fsp) Bílastæði á lóð - USK24120217

    Lögð fram fyrirspurn Mörtu Thi Oanh Le, dags. 20. desember 2024, um leyfi fyrir þegar gerðu bílastæði á lóð nr. 2 við Hólmgarð. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2025.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2025, samþykkt.

    Fylgigögn

  33. Seljabraut 24 - (fsp) Fósturheimili í íbúð - USK24110187

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. nóvember 2024 var lögð fram fyrirspurn Virtus Capital ehf., dags. 15. nóvember 2024, um að nýta íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 24 við Seljabraut fyrir rekstur bráðavistunarheimilis fyrir börn í fóstri. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2025.

    Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 9. janúar 2025.

    Fylgigögn

  34. Garðabær - Arnarland - Breyting á Aðalskipulagi 2016-2030 - Umsagnarbeiðni - USK24060104

    Lögð fram umsagnarbeiðni Garðabæjar, dags. 29. nóvember 2024, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna Arnarlands (Arnarnesháls). Tillagan gerir ráð fyrir því að reitur fyrir verslun og þjónustu, 3.37 Vþ, í gildandi Aðalskipulagi Garðabæjar verði breytt í miðsvæði (M), tákn fyrir undirgöng undir Arnarnesveg færast austar á uppdrætti til samræmis við nýja tillögu að deiliskipulagi Arnarlands og tillögu að breytingu deiliskipulags Akra, ákvæði um hæðafjölda breytast, verða nú 2-6 hæðir í stað 3-6 og hæð kennileitisbyggingar allt að 7 hæðir í stað 8 og lega stofnstíga breytast innan svæðis til samræmis við tillögu að deiliskipulagi Arnarlands, samkvæmt uppdr. TEIKNA, Teiknistofu arkitekta, dags. 14. nóvember 2024. Einnig er lögð fram umhverfismatsskýrsla Eflu, dags. 13. nóvember 2024.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

Fundi slitið kl. 11:55

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 9. janúar 2025