Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2024, fimmtudaginn 12. desember kl. 09:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 993. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón Bates Gíslason, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Hrönn Valdimarsdóttir, Þórður Már Sigfússon, Sólveig Sigurðardóttir, Ólafur Ingibergsson, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Sigríður Maack og Laufey Björg Sigurðardóttir. Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Bárugata 15 - USK24110095
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. desember 2024 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á íbúðarhúsi, mhl.01, og breytingum á notkun teiknistofu, rými 0101, mhl.02, í íbúð, einnig er sótt um leifi til þess að sameina í einn alla matshluta á lóð nr. 15 við Bárugötu.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Sjafnargata 4 - (fsp) Bílskúrar á lóð - USK24110172
Lögð fram fyrirspurn Hildar Ísdal Þorgeirsdóttur dags. 14. nóvember 2024, um að setja bílskúra á lóð nr. 4 við Sjafnargötu með hleðslubúnaði fyrir rafbíl og hjólageymslu, samkvæmt uppdr. Hildar Ísdal Þorgeirsdóttur arkitekts, dags. 14. nóvember 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Vesturbrún 22 - (fsp) Stækkun húss - USK24100126
Lögð fram fyrirspurn Þráins Fannars Gunnarssonar, dags. 10. október 2024, um stækkun hússins á lóð nr. 22 við Vesturbrún sem felst í að bæta hæð ofan á bílskúrinn (þaksvalir). Einnig er lögð fram skissa á loftmynd.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Grettisgata 87 - USK24080164
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. desember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að endurbyggja stálgrindarhús klætt steinullareiningum eftir bruna á kjallara sem fyrir er og innrétta réttingaverkstæði og heildverslun á lóð nr. 87 við Grettisgötu.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Melar II - USK24110305
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. desember 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. desember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri við suðausturgafl einbýlishúss á lóðinni Melar II með landnúmer 125723. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Melum og Norðurkoti.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
-
Njörvasund 30 - USK24090258
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 22. október 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á einbýlishús á lóð nr. 30 við Njörvasund. Erindið var grenndarkynnt frá 6. nóvember 2024 til og með 4. desember 2024. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka 2.3. við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
-
Norðurbrún - Breyting á deiliskipulagi - Norðurbrún 22 - USK24080314
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Önnu Margrétar Hauksdóttur, dags. 29. ágúst 2024, um breytingu á deiliskipulagi Norðurbrúnar vegna lóðarinnar nr. 22 við Norðurbrún. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun á byggingarreit lóðarinnar til að koma fyrir sólstofu, samkvæmt uppdr. AHV, dags. 29. ágúst 2024. Tillagan var grenndarkynnt frá 4. október 2024 til og með 1. nóvember 2024. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka 2.3. við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
-
Norðurbrún 22 - USK24060038
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. júlí 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. júlí 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja einangraðan sólskála ofan á þaksvalir á suðurhlið 2. hæðar í parhúsi nr. 22, mhl. 02, á lóð nr. 20-22 við Norðurbrún. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Sogavegur 92 - USK24100127
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. desember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr á lóð nr. 92 við Sogaveg.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Sogavegi 90 og 94 og Hlíðargerði 19, 21 og 23 .
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 8.1. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
-
Suður Mjódd - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Skógarsel 10 - USK24100076
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. október 2024 var lögð fram fyrirspurn Hans Olav Andersen, dags. 7. október 2024, um breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 10 við Skógarsel sem felst í uppbyggingu á lóðinni, samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Traðar, dags. 9. desember 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. desember 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. desember 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Elliðaárdalur - Breyting á deiliskipulagi - Skíðasvæði við Ártúnsbrekku - USK24090032
Lögð fram tillaga Menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar um breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna skíðasvæðisins við Ártúnsbrekku. Í breytingunni sem lögð er til felst að setja skilmála vegna snjóframleiðslu innan skilgreindrar skíðabrekku í Ártúnsbrekku, að afmarka byggingarreit umhverfis núverandi skíðahús, að bæta við þjónustuvegi og að bæta við lóð og byggingarreit fyrir veitubyggingu snjóframleiðslu, ásamt skilmálum þar um, samkvæmt uppdr. Landslags, dags. 19. nóvember 2024.
Leiðrétt bókun frá afgreiðslufund skipulagsfulltrúa 25. nóvember 2024.
Rétt bókun er: Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda (og borgarinnar), sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óverulega breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
-
Elliðaárvogur - Breyting á deiliskipulagi - Skipulagslýsing - Geirsnef - USK24100368
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. í nóvember 2024, vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi Elliðaárvogs fyrir Geirsnef. Svæðið afmarkast af skipulagsmörkum í gildandi skipulagi í austri og suðri. Það er frá Elliðaá í austri og Vesturlandsvegi í suðri. Að skipulagsmörkum Vogabyggðar 5 í norðvestri og að skipulagsmörkum Vesturlandsvegar, Knarrarvogar og Vogabyggðar 3. Tilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að koma á skipulagi á Geirsnefið sem fjölbreyttu útivistarsvæði. Lýsingin var kynnt frá 14. nóvember 2024 til og með 5. desember 2024. Athugasemdir og umsagnir bárust.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Kjalarnes, Ljárdalur - (fsp) Skemma - USK24110019
Lögð fram fyrirspurn Arnars Loga Ólafssonar,dags. 4. nóvember 2024 um að reisa hús á lóðinni Ljárdalur á Kjalarnesi sem yrði notað sem hesthús/reiðskemma/vélageymsla. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Límtrés-Vírnets, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Reykjavíkurhöfn, Kleppsvík - Breyting á deiliskipulagi - Kjalarvogur 5 - USK24100005
Lögð fram umsókn Vektors, hönnun og ráðgjöf, ehf., dags. 1. október 2024, um breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurhafnar, Kleppsvíkur vegna lóðarinnar nr. 5 við Kjalarvog. Í breytingunni sem lögð er til felst að breyta byggingarreit þannig að ónýttir byggingarreitir við suðurhlið hússins færast á svæði merkt C á uppdrætti, samkvæmt uppdr. Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 2. apríl 2020. Einnig er lagt fram samþykki Heimis Sigurðssonar f.h. Festingar hf., dags. 26. september 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Einimelur 12 - USK23040091
Að lokinni grenndarkynningu er að nýju sótt um leyfi til að byggja einnar hæðar viðbyggingu á bakhlið ásamt því að gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum á innra skipulagi, breyttu svalahandriði og setlaug í garði einbýlishúss á lóð nr. 12 við Einimel. Erindið var grenndarkynnt frá 3. október 2024 til og með 31. október 2024. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 21. október 2024.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka 2.3. við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
-
Laugarásvegur 77 - Niðurrif - USK24030239
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. apríl 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. apríl 2024 þar sem sótt er um leyfi til að rífa leikskóla, mhl. 01 á lóð nr. 77 við Laugarásveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
-
Lautarvegur 8 - USK24110167
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að taka í notkun kjallararými undir bílskúrum þríbýlishúss á lóð nr. 8 við Lautarveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. nóvember 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 25. nóvember 2024, í málinu Lautarvegur 8, USK24110175.
Fylgigögn
-
Sægarðar 15 - USK24110320
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. desember 2024 þar sem tilkynnt er um framkvæmd sem felst í að reisa 360 m2 tjaldskemmu til að nota sem bráðabirgðageymslu á lóð nr. 15 við Sægarða.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Dugguvogur 46 - (fsp) Breyting á notkun - USK24050364
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. ágúst 2024 var lögð fram fyrirspurn Áslaugs Andra Jóhannssonar, dags. 29. maí 2024, um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 46 við Dugguvog úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju. Fyrirspyrjandi var beðin um að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa og er fyrirspurn nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. desember 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. desember 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Hampiðjureitur - Breyting á deiliskipulagi - Mjölnisholt 6 og 8 - USK23070054
Lögð fram umsókn Arctic Tours ehf., dags. 28. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 6 og 8. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóða og stækkun byggingarreits, ásamt aukningu á byggingarmagni og hærra nýtingarhlutfalli svo koma megi fyrir nýju utanáliggjandi þriggja hæða stigahúsi á baklóð húsanna, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta, dags. 15. desember 2024. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa, dags. 10. desember 2024.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Mjölnisholti 4, 8 og 10, Stakkholti 3 og Hverfisgötu 140, 142, 144 og 146.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 7.6. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023. -
Reitur 1.181.3, Lokastígsreitur 4 - breyting á deiliskipulagi - Njarðargata 61 - USK23070148
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Hjalta Brynjarssonar, dags. 14. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.3, Lokastígsreits 4, vegna lóðarinnar nr. 61 við Njarðargötu. Í breytingunni sem lögð er til felst heimild til að lengja áðurheimila viðbyggingu, uppá 3 hæðir og ris, um 2 m til suðvesturs, í samræmi við gildandi mæliblað. Núverandi stigahús víkur, ásamt geymsluskúr á lóð, og nýtt stigahús með lyftu er fellt inn í kropp hússins sem telur að hámarki 8 íbúðir, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum Nordic, dags. 5. mars 2024, felur breytingin í sér aukningu á byggingarmagni um 95 m2 og nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 1,61 í 2,07. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands, dags. 24. apríl 2023 og 16. ágúst 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 25. október 2024 til og með 10. desember 2024. Athugasemdir bárust.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
-
Ártúnshöfði - Iðnaðarsvæði - Breyting á deiliskipulagi - Hyrjarhöfði 4 - USK24100033
Lögð fram umsókn Glersýnar eh., dags. 3. október 2024, um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða, Iðnaðarsvæðis vegna lóðarinnar nr. 4 við Hyrjarhöfða. Í breytingunni sem lögð er til felst stækkun byggingarreits til norðurs fyrir einnar hæðar geymsluhúsnæði, samkvæmt uppdr. Emils Þórs Guðmundssonar og Birgis Hlyns Sigurðssonar, dags. 2. október 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.
-
Ártúnshöfði 2C - Reitur M og N - (fsp) Nýtt deiliskipulag - USK24110206
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. nóvember 2024 var lögð fram fyrirspurn Pláss slf., dags. 18. nóvember 2024, ásamt bréfi, ódags., um breytingu á fyrirhuguðu deiliskipulagi á reitum N og M við Ártúnshöfða, samkvæmt tillögu Pláss, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. desember 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. desember 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Ártúnshöfði - Svæði 7A - Nýtt deiliskipulag - USK24120060
Lögð fram umsókn Freys Frostasonar, dags. 6. desember 2024, um nýtt deiliskipulag fyrir Ártúnshöfða, Svæði 7A sem staðsett er við Breiðhöfða 3-5. Í nýju deiliskipulagi er gert ráð fyrir íbúðum og valkvæðri atvinnustarfsæmi á jarðhæðum við Breiðhöfða, einnig er gert ráð fyrir varðveislu Fornalundar sem er gróðursælt útivistarsvæði í samræmi við kvöð um varðveislu hans, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum THG arkitekta, dags. 6. desember 2024. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð, dags. 6. desember 2024, Húsakönnun, dags. í febrúar 2023, Hljóðvistarskýrsla Cowi, dags. 18. júní 2024, Samgöngumat Verkís, dags. 21. júní 2024, og Umhverfismatsskýrsla Verkís, dags. 15. ágúst 2024.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
Vakin er athygli á því að áður en kemur til auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1276/2023.
-
Elliðaárvogur/Ártúnshöfði - Svæði 2B - Nýtt deiliskipulag - USK24120120
Kynning á stöðu deiliskipulagstillögu fyrir Ártúnshöfða svæði 2B. Svæðið afmarkast af Ártúnshöfða svæði 2A til suðurs, Elliðaárvogi til vesturs og norðurs og til austurs af Ártúnshöfðanum.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til kynningar.
-
Bryggjuhverfi vestur, svæði 4, vegna lóðar D - Breyting á deiliskipulagi - Gjúkabryggja 8 - USK24100218
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. október 2024 var lögð fram umsókn Hugrúnar Þorsteinsdóttur, dags. 21. október 2024, um breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vestur, svæðis 4, lóðar D, vegna lóðar nr. 8 við Gjúkabryggju. Í breytingunni sem lögð er til felst að breyta hámarks byggingarmagni, kótum, fjölda bílastæða, samkvæmt uppdrætti M11 arkitekta dags. 14. nóvember 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og borgarinnar, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óverulega breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
-
Laugavegur 37, 72 og 74 - (fsp) - Tilfærsla á gistikvóta o.fl. - USK24050049
Lögð fram fyrirspurn Baldurs Ólafs Svavarssonar, dags. 6. maí 2024, ásamt bréfi, dags. 15. apríl 2024, um að flytja kvóta hótelíbúða frá Laugarvegi 37 að Laugarvegi 72. Með breytingunum verði jafnframt gert innangengt milli húsanna að Laugavegi 72 og 74, sem eru sambyggð, en þar með nýtist aðkoma, lyfta og stigi báðum eigunum, sem eitt íbúðahótel.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Arnarnesvegur 3. áfangi - Breyting á deiliskipulagi - USK24090155
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Arnarnesvegar áfanga 3. Í breytingunni sem lögð er til felst að lega stofnstígs (göngu- og hjólastígar) er uppfærð til samræmis við fyrirliggjandi hönnun mislægra gatnamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar sem og deiliskipulags Elliðaárdals. Þá breytast deiliskipulagsmörk Arnarnesvegar innan marka Reykjavíkurborgar til samræmis við nýja afmörkun Elliðaárdals. Alls flyst 1.21ha frá Arnarnesskipulaginu og yfir í deiliskipulag Elliðaárdals. Deiliskipulagsmörkin eru breytt þannig að mörkin fara að vegkanti ramps á Arnarnesvegi. Samgöngustígur norðan Breiðholtsbrautar ásamt fláum færist þar með yfir í deiliskipulag Elliðaárdals og að mörkum íbúabyggðar ÍB40, samkvæmt uppdráttum frá Eflu, dags. 6. september 2024. Tillagan var auglýst frá 17. október 2024 til og með 28. nóvember 2024. Umsagnir bárust. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. desember 2024 og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka 2.3. við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
-
Borgarlína 1. lota - Ártúnshöfði 2 - Deiliskipulag - USK24120106
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir göturými á Ártúnshöfða 2 en um er að ræða svæði sem verður neðsti hluta Stórhöfða og tengist við Sævarhöfða. Tillagan er hluti af 1. lotu Borgarlínu og afmarkast af gatnamótum Sævarhöfða og Stórhöfða til vesturs, deiliskipulagsmörkum Ártúnshöfða við Elliðaárvog svæðis 1 til austurs og deiliskipulagsmörkum Ártúnshöfða við Elliðaárvog svæðis 2A til norðurs. Til suðurs afmarkast svæðið af lóðamörkum sunnan Stórhöfða og deiliskipulagsmörkum Elliðaárvogs við Ártúnshöfða svæði 2C. Með tilkomu nýs deiliskipulags verður bætt við nýju göturými fyrir Borgarlínu frá Sævarhöfða að Krossamýrartorgi ásamt einni stöð, Sævarhöfða. Hjóla- og göngustígum er bætt við beggja vegna Borgarlínubrauta og þannig er tryggt aðgengi virkra ferðamáta við götuna. Akreinar fyrir almenna bílaumferð verða að mestu leyti einbreiðar, nema við gatnamót Sævarhöfða og Stórhöfða. Þá er grænni ásýnd gatnanna aukin með skilgreindum svæðum fyrir gróður og regnvatnslausnum ofanjarðar, samkvæmt uppdrætti og greinargerð frá Arkís arkitektum, dags. 10. desember 2024.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
-
Hádegismóar - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Hádegismóar 2-4 - USK24090096
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 19. september 2024 var lögð fram fyrirspurn Halldórs Guðmundssonar, dags. 10. september 2024, ásamt greinargerð, dags. 9. september 2024, um breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Hádegismóa, sem felst í auknu nýtingarhlutfalli á lóð og að stækkun lóðarinnar, samkvæmt tillögu THG arkitekta, dags. 9 september 2024. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. desember 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. desember 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Klettasvæði - Breyting á deiliskipulagi - Klettagarðar 15-17 - USK24100035
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. nóvember 2024 var lögð fram umsókn VSÓ Ráðgjafar, dags. 3. október 2024, ásamt bréfi, dags. 3. október 2024, um breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 15-17 við Klettagarða. Í breytingunni sem lögð er til felst að breyta lögun byggingarreits norðan við núverandi byggingar ásamt því að fyrirkomulag bílastæða er ekki bindandi, samkvæmt uppdr. VSÓ Ráðgjafar, dags. 3. október 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Klettagörðum 12, 19 og 21.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. 7.6. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023.
-
Reykjavíkurflugvöllur - Breyting á skipulagsmörkum deiliskipulags - USK24120041
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni sem lögð er til felst að breyta deiliskipulagsmörkum til austurs og suðurs. Eru mörkin færð í núverandi staðsetningu öryggisgirðingar flugvallarins sem er dregin samkvæmt hnitum í samningi Reykjavíkurborgar og ríkisins er undirritaður var í ágúst 2016. Markmið breytingarinnar er að koma til móts við þegar gerðar breytingar á aðlægum deiliskipulagsáætlunum, þ.e. Háskólans í Reykjavík, Nauthólsvíkur og Brúar yfir Fossvog. Þar hafa verið gerðar breytingar er lúta að breyttri legu Borgarlínu um svæðið og hún verið uppfærð til samræmis við forhönnunargögn. Sú lega er utan deiliskipulags og er leiðbeinandi. Að öðru leyti haldast gildandi skilmálar óbreyttir, samkvæmt uppdrætti teiknistofunnar T.ark, dags. 9. desember 2024.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
-
Skógarhlíð - Breyting á deiliskipulagi - USK23020357
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar. Í breytingunni sem lögð er til felst að afmörkum deiliskipulagssvæðis er stækkuð til norðausturs til þess að ná utan um breytingar á lóðum í tengslum við uppbyggingu nýs göngu- og hjólastígs. Þá er lóðarmörkum breytt í samræmi við gildandi lóðauppdrætti og mæliblöð. Jafnframt er bílastæðum fækkað á lóðum Skógarhlíðar nr. 22 og fyrirkomulagi bílastæða á bílastæðalóð við enda Skógarhlíðar, austan við Skógarhlíð nr. 20, breytt og stæðum fjölgað. Bílastæðalóðir austan við Skógarhlíð 20 falla út og í kjölfarið færast bílastæði yfir í borgarland. Bílastæðum á lóð Eskihlíðar 24-26 fækkað um 1 stæði og þá stækkar lóð við Skógarhlíð 20 til suðvesturs og austurs, samkvæmt uppdrætti Arkþings Nordic, dags. 23. nóvember 2023. Tillagan var auglýst frá 3. október 2024 til og með 14.nóvember 2024. Ábendingar og umsagnir bárust. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. nóvember 2024 og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka 2.3. við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
-
Vesturlandsvegur - Korpulína 1 - 2. hluti - Framkvæmdaleyfi - USK24110056
Lögð fram umsókn Landsnets, dags. 6. nóvember 2024, um framkvæmdaleyfi til að klára lagningu á háspennustreng KO1, Korpulínu 1, sem hófst árið 2020, og til að fylla upp í strengskurðinn. Einnig eru lagðar fram teikningar Mannvits, dags. 2. nóvember 2023, síðast breyttar 31. október 2024.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Bjarmaland 13 - USK24050290
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steypta stoðveggi í stað timburgrindverks, setja steypta veggi og setja útidyrahurð í kjallara. Auk þess er áður gerð framkvæmd sem snúa að gluggum í kjallara og stiga innanhúss í húsi nr. 13 við Bjarmaland. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. desember 2024.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 12. desember 2024.
Fylgigögn
-
Drafnarfell 10, 12 og 14 - (fsp) Hækkun húss - USK24110353
Lögð fram fyrirspurn Kristins Pálssonar, dags. 28. nóvember 2024, um hækkun hússins á lóð nr. 10, 12 og 14 við Drafnarfell.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Háteigsvegur 50 - (fsp) Breyting á notkun bílskúrs - USK24100324
Lögð fram fyrirspurn Hermanns Jónssonar, dags. 29. október 2024, um að breyta notkun bílskúrs lóá ð nr. 50 við Háteigsveg í íbúð.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Hrefnugata 7 - (fsp) Stækkun og hækkun bílskúrs og breyting á notkun - USK24090171
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. nóvember 2024 var lögð fram fyrirspurn Jóns Magnúsar Arnarssonar, dags. 13. september 2024, um að stækka og hækka bílskúr á lóð nr. 7 við Hrefnugötu og breyta notkun hans í íbúð, samkvæmt uppdr., dags. 17. september 2001. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. desember 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. desember 2024, samþykkt, með skilyrðum og leiðbeiningum sem koma fram í umsögninni.
Fylgigögn
-
Langagerði 24 - USK24110190
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. nóvember 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr við einbýlishús á lóð nr. 24 við Langagerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. desember 2024.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. desember 2024, samþykkt.
Fylgigögn
-
Ofanleiti 17 - (fsp) Stækkun húss - USK24090318
Lögð fram fyrirspurn Einars Njálssonar, dags. 25. september 2024, um stækkun hússins á lóð nr. 17 við Ofanleiti sem felst í að byggja litla viðbyggingu á norðurhlið hússins. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
Fundi slitið kl. 16:00
Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir
Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 12. desember 2024